Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 30

Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 LÍF&STARF Nýsköpun: Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Orb vinnur að hugbúnaði sem mælir og áætlar kolefnisbindingu skóga á einfaldan hátt. Íris Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins, segir hugbúnaðinn geta aukið gegnsæi kolefnisverkefna. „Smáforritið Orb er notað til að skanna tré í ákveðnum reitum í skógi. Mælingarnar ásamt gervihnattamyndum eru notaðar til að áætla kolefnisbindingu skógarins. Hugbúnaðurinn er þróaður með það að markmiði að mælingar inni í skóginum verði það einfaldar að ekki þurfi sérfræðiþekkingu til að framkvæma þær, einfalda ferlið og lækka kostnað við að búa til vottaðar kolefniseiningar með skógrækt. Við viljum gera ábyrga kolefnisskógrækt aðgengilega svo sem flestir geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsvána,“ segir Íris. Hún hefur fengið styrki úr frumkvöðlasjóðum Íslandsbanka og Kviku, auk Fræ styrks úr Tækniþróunarsjóði til að þróa grunnvirkni smáforritsins. Tæknilega skemmtileg áskorun „Smáforritið nýtir tölvusjón og gervigreind til að mæla tré og getur nú mælt þvermál trjáa í brjósthæð sem er einn mikilvægasti mælikvarðinn á rúmmál og þar með kolefnisbindingu trjáa. Nú erum við í fjármögnun til að geta þróað og gefið út fyrstu útgáfu hugbúnaðarins í sumar.“ Íris segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknað í kringum 2020 þegar símar fóru að bjóða upp á aukna rýmisgreiningu, t.d. LiDAR myndavélar sem byggja á að mæla endurvarp ljóss til að reikna dýpt og fjarlægð hluta frá myndavél. „Ég fór að skoða í hvað mætti nota tæknina og þar voru skógmælingar áberandi. Eftir skemmtilega fundi með Kolefnisbrúnni, Skógræktinni og ýmsum aðilum sem koma að skógrækt, kolefnismörkuðum og umhverfismálum fannst mér orðið mjög skýrt að þarna væri þörf á tæknilausn til að einfalda mælingar og ferlana við kolefnisskógrækt. Verkefnið tikkar í öll boxin; er tæknilega skemmtileg áskorun, í því liggja mikil tækifæri á ört vaxandi kolefnismörkuðum og svo hefur það jákvæð áhrif á náttúruna, stuðlar að skógrækt og endurheimt vistkerfa.“ Samlífi sveppa og trjáa heillandi Íris segist sjálf elska tré og skóga. Hún er þó sérstök áhugamanneskja um sveppi. „Ég hangi öll haust úti í skógi, mikið í Borgarfirðinum, að tína sveppi. Kóngsveppi, kantarellur, gulbrodda, kempur, hneflur. Fyrir norðan og austan kemst maður svo í lerkisveppaparadísir. Svo er þetta samlífi svepprótarsveppa og trjáa líka svo heillandi, þar sem samlífið við sveppina eykur lifun trjánna og hraðar vexti þeirra.“ Hugbúnaðinum er einnig ætlað að auka gegnsæi kolefnisverkefna. „Þannig geta kaupendur kolefniseininga fylgst með þróun verkefnisins og mælingum, en gegnsæi eykur líka verðmæti hverrar kolefniseiningar. Að auki eru fleiri þættir en kolefnisbinding farnir að skipta máli og aukin áhersla er á endurheimt vistkerfa og að stuðla að líffræðilegri fjölbreytni. Þegar mælingar eru framkvæmdar með síma inni í skógi opnast ótal möguleikar við að safna gögnum, bæði hljóði og myndgögnum sem gefa til kynna hvernig lífið í skóginum er að þróast,“ segir Íris. Vefsíða verkefnisins er orb. green/is. /ghp Íris Ólafsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Orb. Myndir / Aðsendar Ræðismaður skipaður í Moldavíu Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu. Landið, sem í dag er Moldavía, hefur í gegnum tíðina tilheyrt Rúmeníu, Póllandi, rússneska keisaradæminu, Sovét- ríkjunum en frá hruni þeirra hefur landið verið sjálfstætt. Snemma á síðasta ári afhenti Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, forseta Moldavíu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í landinu og er það í fyrsta skipti í 15 ár sem það er gert. Þann 1. desember sl. var formlega opnuð ræðismannsskrifstofa, fyrsta ræðismanns Íslands í Moldavíu. Með sendiherra í för voru Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands, og Ágúst Andrésson, sem fulltrúi úr íslensku viðskiptalífi. Moldavía er með skráðan íbúafjölda upp á um 3,5 milljónir en um ein milljón þeirra eru farandverkamenn sem vinna í öðrum löndum og nema heimgreiðslur þeirra um fimmtungi af þjóðarframleiðslu landsins. Ræðismannsskrifstofa í Kisínev Ræðismaðurinn heitir Dinu Cristian og er með skrifstofu í Kisínev, höfuðborg landsins. Hann er fæddur 1990, kvæntur og á tvö börn. Cristian er menntaður í viðskiptum og stjórnunarfræðum og starfar sem sölustjóri Radacini, eins af stærstu vínframleiðendum Moldavíu. Ágúst segir landið áhugavert og bjóða upp á ýmis viðskiptasambönd fyrir Íslendinga. „Í ræðu sinni við opnunina benti Árni á að samskipti Íslands og Moldavíu væru smám saman að aukast. Hann minnti á að utanríkis- ráðherrar landanna hafi átt fund í Póllandi fyrir skömmu og að forsetar landanna hefðu hist í nóvember á síðasta ári. Auk þess sem forsætisráðherra Íslands og forseti Moldavíu hafi hist í Prag í október síðastliðinn.“ Mikið mætt á Moldavíu „Það hefur mikið mætt á Moldavíu vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu og íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að veita landinu stuðning með fjárframlögum. Það að skipa ræðismann fyrir Ísland í Moldavíu er eitt skrefið í að efla tengsl þjóðanna. Síðan átökin brutust út í Úkraínu hafa ríflega 600.000 flóttamenn flúið þaðan en flestir þeirra hafa ýmist haldið áfram til annarra landa í Evrópu eða snúið heim aftur. Engu að síður eru yfir 80.000 flóttamenn frá Úkraínu enn í Moldavíu.“ Ágúst segir að Moldavía sé lítið land, eða um 1/3 af flatarmáli Íslands. „Landið er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum og þar er stærsti vínkjallari heims, sem er um 200 kílómetra langur og telur um tvær milljónir flaskna.“ Efla tengsl milli Íslands og Moldavíu Í tengslum við opnun ræðis- mannsskrifstofunnar átti Árni Þór Sigurðsson sendiherra og íslenska sendinefndin fundi með fulltrúum stjórnvalda, þjóðþingsins, viðskiptalífs og rannsókna- og vísindasamfélags. Meðal annars átti sendiherrann fund með Veaceslav Dobîndă varautanríkisráðherra þar sem rætt var um samskipti ríkjanna, bæði á pólitísku sviði og eins að því er varðar viðskipti og menningarsamskipti. Ágúst segir að farið hafi verið yfir stöðuna í viðræðum um fríverslunarsamning EFTA og Moldavíu, samstarf á sviði flugmála, málefni flóttafólks og áhrif stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu á moldavískt samfélag. „Sendiherrann heimsótti þingið og átti fundi með Igor Grosu, forseta þess, og Ion Groza, varaformanni utanríkismálanefndar og formanni sendinefndar Moldavíu á Evrópu- ráðsþinginu. Auk þess fundaði sendiherra með Constantin Borosan varaorkumálaráðherra og fulltrúum úr orkugeiranum um samstarf á sviði jarðhitamála og Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, gerði grein fyrir þekkingu og möguleikum Íslands í því sambandi. Einnig var efna- hagsráðuneytið heimsótt þar sem sérstaklega var rætt um starfs- umhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, Rannsóknamiðstöð Moldavíu, fyrirtæki í landbúnaði og fyrirtæki í annars konar starfsemi. Nýskipaður ræðismaður, Dinu Cristian, tók þátt í allri dagskrá sendiherrans.“ Sendinefnd væntanleg til Íslands Ágúst segir að stefnt sé að móttöku viðskiptasendinefndar frá Moldavíu til Íslands í vor. „Í heimsókn okkar til landsins kom fram að þeir hefðu mikinn áhuga á kynna sér hvað Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða. Ekki síst hvað varðar þekkingu á jarðhita og orkumálum.“ /VH Dinu Cristian, ræðismaður Íslands í Moldavíu, Ágúst Andrésson, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini. Myndir / Aðsend Moldavía er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum. Þar má finna stærsta vínkjallara heims, um 200 km langan, sem inniheldur um tvær milljónir flaskna. Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.