Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 UTAN ÚR HEIMI Útflutningur á nautakjöti frá Banda- ríkjunum til Kína hefur marg- faldast á síðustu tveimur árum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur útflutningur Bandaríkjanna á nautakjöti til Kína aukist úr um 20.000 tonnum á ári í 263.000 tonn. Írski landbúnaðarmiðillinn Irish Farmers Journal greinir frá. Þar er refsiaðgerðum og viðskiptahömlum í forsetatíð Donalds Trump kennt um en lausnin fólst í endurreisn viðskiptasambands milli landanna og samkomulag um aukin milliríkjaviðskipti. Leiddi það m.a. til aukinnar sölu á nautakjöti og mun Kína nú vera þriðji stærsti innflytjandi bandarísks nautakjöts á eftir Japan og Suður-Kóreu. Á meðan hrundi innflutningur Kínverja á bandarísku svínakjöti, en það var 200.000 tonnum minna á fyrstu 11 mánuðum ársins 2022 en á sambærilegum tíma árið 2021. Ástæða minni eftirspurnar er endurreisn kínverska svínastofnsins sem varð illa úti í svínaflensunni árið 2019. /ghp Grilluð tólg á kínverska vegu er talið lostæti. Mynd/ K Hsu Bandaríkin: Kínverjar margfalda innflutning á nautakjöti Umframframleiðsla á lífrænni mjólk Franskir bændur framleiða um 250 milljónir lítra af lífrænni mjólk á ári hverju. Kaup neytenda á lífrænum mjólkurvörum hefur dregist saman undanfarið og er því ekki markaður fyrir allri framleiðslunni. Mjólkursamlagið Lactalis hefur brugðið á það ráð að selja allt að 40% lífrænu framleiðslunnar sem hefðbundna. Samlagið hefur hvatt sína innleggjendur til að hætta lífrænni framleiðslu og breyta yfir í venjulega. Talsverður verðmunur er á þessum tveimur flokkum mjólkur – lítri af lífrænni kostar 2,8 evrur, á meðan lítri af hefðbundinni kostar 1,4 evrur. /ÁL Erfiðlega hefur gengið að koma allri lífrænni mjólk á markað sem framleidd er í Frakklandi. Mynd / Elisabeth Dunne Tæplega 700 vísindamenn um allan heim hafa undirritað yfirlýsingu til stuðnings mikilvægu hlutverki búfjárræktar í sjálfbæru matvælakerfi. Samfélagslegt hlutverk búfjár og kjöts var rætt á tveggja daga alþjóðlegum leiðtogafundi í Dublin á Írlandi í október 2022. Þar komu saman fræðimenn og vísindamenn á sviði búfjárræktar til að fylgja eftir umræðum á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um matvælakerfi árið 2021. Mikilvægi kjöts í mataræði fólks, hlutverk þess í sjálfbæru umhverfi og menningarlegt gildi þess voru þrjú meginstef leiðtogafundarins. Í ástralska landbúnaðarmiðlinum MLA er haft eftir forstjóra kjötafurða- fyrirtækis að leiðtogafundurinn hafi þjónað mikilvægum tilgangi við að undirstrika mikilvægi búvísinda og faglegra rannsókna á sviði landbúnaðar. Búfjárrækt sé studd og grundvölluð af þekkingu og fræðum, rannsóknum sem hafa birst í þúsundavís í ritrýndum miðlum. Yfirgnæfandi niðurstaða vísindamanna er sú að rannsóknir styðja ekki nálgun þeirra sem reyna að heyja hugmyndafræðilegt stríð gegn búfjárrækt, segir Chris Taylor meðal annars í MLA. Í framhaldi leiðtogafundarins var mótuð ályktun og stefna sem hefur fengið heitið Dyflinnaryfirlýsingin. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á þau áreiðanlegu vísindi sem lagt hafa grunn að farsælum framförum í búfjárrækt og benda á mikilvægi kjöts í matvælakerfum mannkyns. Í yfirlýsingunni segir að búfjárrækt hafi þróast á grundvelli ströngustu vísinda, hún sé of dýrmæt til að verða fórnarlamb smættarhyggju, einföldunar og ofstækis. Þar segir einnig að matvælakerfi heimsins standi frammi fyrir ærnum áskorunum sem felast í því að tryggja fæðuöryggi og næringu fyrir sífellt vaxandi mannfjölda heims. Um leið þurfi hún að mæta kröfum um bættar aðferðir í takt við þarfir umhverfisins. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna eru 85 vísindamenn á Spáni, 72 í Banda- ríkjunum, 52 á Ítalíu og 50 vísinda- menn í Ástralíu en enn þá er hægt að styðja í gegnum vefsíðuna www.dublin-declaration.org. Enginn vísindamaður með aðsetur á Íslandi hefur skrifað undir en yfir þrjátíu manns á Norðurlöndum hafa þegar stutt Dyflinnaryfirlýsinguna /ghp Búvísindi: Vísindamenn styðja kjöt- og búfjárrækt Matvælasvik: Mataráhöld upprætt í hundraðavís Hundruð plastvara sem innihéldu fylliefni af jurtauppruna, s.s. bambus og maís, voru upprættar í átaksverkefni eftirlitskerfisins Food Fraud Network gegn óleyfilegri notkun á slíkum efnum í matarílát og mataráhöld. Borðbúnaður sem markaðssettur er sem umhverfisvænn staðgengill plasts hefur á undanförnum árum vaxið mikið á markaði. Bambusvörur af ýmsu tagi, svo sem hnífapör og matarílát, eru til að mynda vinsælar meðal neytenda sem vilja vera vistvænni. Hins vegar eru allmörg dæmi um að vörur, markaðssettar sem náttúrulegar bambusvörur, séu gerðar úr plastefni sem kallast melamín, bambus er síðan notað sem fylliefni. Evrópska matvælaöryggisstofnunin hefur ályktað að notkun á fylliefnum af jurtauppruna sem ætlað er að snerta matvæli þarfnist frekari rannsókna. Melamín-bambusvörur eru því bannaðar. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og Evrópska eftirlitskerfið Food Fraud Network ruddu úr vegi árið 2021 átaksverkefni með tollyfirvöldum sambandsþjóðanna sem miðaði að því að binda enda á ólöglegan innflutning og viðskipti með vörur sem innihéldu slík fylliefni. Alls tók 21 land þátt í samræmdum aðgerðum og leiddi það til verulegrar aukningar á upprætingu ólöglegra vara. Alls voru 748 mál skráð í átakinu sem leiddu til upprætingar og innköllunar á 644 vörum á markaði innan Evrópusambandsins en 104 vörum var hafnað við landamæraeftirlit. Alls voru 580 af þessum vörum nær eingöngu seldar gegnum vefverslanir. Meirihluti ólöglegu varanna kom frá Kína. Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar viðkomandi vara voru krafðir um að taka þær tafarlaust af markaði. Eftirlit á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Herdísi M. Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, lét heil brigðis- eftirlitið hér á landi skoða íslenskan markað í tengslum við átakið. Voru þá fjarlægðar plastvörur sem innihéldu bambusduft. Einnig komu nokkrar tilkynningar gegnum viðvörunarkerfi Evrópu, RASFF, um slíkar vörur sem fylgt var eftir. Eftirlit með íslenskum markaði er enn í gangi. Að sögn Herdísar var fjöldi slíkra vara hér á landi töluverður en í öllu falli settar á markað með góðri trú að vörurnar væru úr bambus, en ekki plast með bambusdufti. Plastefni sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli mega aðeins vera framleidd með efnum sem hafa tilskilin leyfi í samræmi við reglugerðir. Borðbúnaður sem eingöngu er úr melamíni eru leyfileg ef þau uppfylla tilteknar reglur. Vörur úr melamíni sem inniheldur bambus er bannaður. Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts. /ghp Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts. Mynd / Unsplash Dæmi um melamín-plastvörur sem upprættar voru í átaksverkefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.