Bændablaðið - 26.01.2023, Side 38

Bændablaðið - 26.01.2023, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 LÍF&STARF Akureyri: Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís upp á samtals 20 milljónir króna til næstu tveggja ára. Styrkurinn verður notaður til að þróa samsett fiskileður. „Vinnan hingað til hefur að mestu leyti verið að afla upplýsinga um sútunaraðferðir, lestur á rannsóknum og spá fyrir um aðgang að hráefni í framtíðinni. Við gerum ráð fyrir nokkrum árum í rannsóknir og tilraunir áður en fyrsta varan verður klár. Hvað hráefni í tilraunir varðar þá hef ég fengið það í litlum skömmtum frá fiskvinnslum. Mig langar þó að komast í samband við fleiri vinnslur og fá fleiri tegundir af roði, t.d. vantar mig enn þá bleikjuroð,“ segir María Dís Ólafsdóttir, annar eigenda nýsköpunarfyrirtækisins AMC. María Dís, sem er lífverk­ fræðingur, og unnusti hennar, Leonard Jóhannsson vélfræðingur, eru með vinnuaðstöðuna heima hjá sér á Akureyri við Spítalaveg 1. Nanna Lín Verkefni Maríu og Leonards hlaut Norðursprotann í hugmynda­ samkeppni síðastliðið vor og hefur verið stutt af fyrirtækjastyrknum Fræ hjá Rannís. Verkefnið fékk nýverið endanlegt nafn og ber heitið Nanna Lín. Nanna Lín er leður gert úr afgangsroði og mun lokaafurðin að sögn Maríu verða sterkt og gott leður í metravís. „Með því að nýta hliðarafurðir til leðurgerðar má til dæmis leysa ýmis gervi­textílefni af hólmi og draga með því úr mengun og losun vegna þeirra. Varan er til að mynda ætluð húsgagnaframleiðendum, bólstrurum og öðrum hönnuðum sem vinna með textíl,“ segir María og bætir við: „Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni sem við eigum fyrir höndum. Með því að bjóða upp á stóra fleti af leðri má ná mun betri nýtni í framleiðslu á vörum, samanborið við leður sútað með hefðbundnum hætti.“ /mhh Bílabúð Benna - verslun Tangarhöfða 8 - 12 590 2000 Frábært úrval af vörum frá T-max! Loftdæla 72 l. 26.450 kr.19.980 kr. Aukahlutataska Fjórhjólaspil Frá 54.900 kr. 48” 18.900 kr. 60” 23.900 kr. Drullutjakkur 36.980 kr. Loftdæla 160 l. 7.980 kr. Dekkjaviðgerðasett Frá 198.900 kr. Jeppaspil 4.980 kr. Festing 19.900 kr. Spilvagga Frá 4.980 kr. Rúlluvarnir MAXIMUM OFF-ROAD RECOVERY Eldsneytisbrúsar 10 ltr. 8.980 kr. 20 ltr. 9.980 kr. B irt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Myndir / Aðsendar Upphengt roð sem búið er að skola og vatnið er að renna af. Það getur þurft að snyrta roðið þegar það kemur frá vinnslunum, því bein og uggar geta verið enn á því. „Ég hef alltaf haft óendanlegan áhuga á hliðarafurðum og því púsli sem því fylgir. Fyrir mér er þetta eitthvað sem þarf að gera og þarf að fullreyna,“ segir María Dís. Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram Um miðjan júlí síðastliðinn rak á land í botni Hrútafjarðar tvo fremur óvenjulega smáhvali. Í fyrstu var ekki ljóst hvaða tegund um ræddi og var talið út frá fyrstu lýsingum að þarna væri á ferðinni marsvín. Við nánari skoðun kom í ljós að um rispuhöfrunga, Grampus griseus, var að ræða og er þetta í fyrsta sinn sem tegundin er staðfest hér við land. Eftir að hræin höfðu verið greind lagði Hafrannsóknastofnun mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin og fór starfsmaður stofnunarinnar og sótti hræin. Rispuhöfrungur skal það vera Heiti tegundarinnar á ensku er Rissos´s dolphin, á norsku kallast hún arrdelfin, á færeysku Risso´s springari og á dönsku Risso´s delfin. Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja því til að tegundin hljóti nafnið rispu­ höfrungur, enda er það eitt aðaleinkenni hennar hve rispuð húð hennar er. Ungtarfur og kýr Við krufningu kom í ljós að dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmis verkefni, til dæmis fyrir Evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga (SUMMER) sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Ein stærsta höfrungategundin Samkvæmt því sem segir á vef Hafrannsóknastofnunar er rispuhöfrungur ein stærsta tegundin í ætt höfrunga. Þeir verða 3 til 4 m langir og geta orðið allt að 500 kíló að þyngd og eru náskyldir grindhvölum. Tegundin er algeng í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Í Norður­Atlantshafi er aðal útbreiðslusvæði þeirra, í Miðjarðar­ hafi og við strendur Íberíuskaga og Frakklands, en finnst þó allt norður til Færeyja. Tegundin kýs nokkuð mikið dýpi, og finnst oft í landgrunnsköntum á 400 til 1000 metra dýpi. Fæða tegundarinnar er aðallega kolkrabbar og smokkfiskar. Kjörhitastig hennar er 15 til 20 °C en finnst þó stundum í kaldari sjó, þó mjög sjaldan undir 10 °C. Því er ljóst að hafsvæðið í kringum Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir tegundina, sérstaklega fyrir norðan land þar sem hvalirnir fundust. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun. /VH Rispuhöfrungar, Grampus griseus, draga nafn sitt af því hve rispuð húð þeirra er. Mynd / wikipedia Hafrannsóknastofnun: Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.