Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 „Síðasta ár var mér erfitt og ég er að tjasla mér saman,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ikea og Spaðans. „ N æ s t a skref hjá mér er heilsuhælið í Hveragerði enda ætla ég að nýta mér allt sem er í boði til að ná heilsu á ný, hvort sem það eru leirböð, heilun, nudd eða notkun á hug- víkkandi efnum.“ Þórarinn er himinlifandi yfir ráðstefnunni. „Fyrirlesararnir eru breiður hópur og mjög vel valdir og þeir tala til margra ólíkra hópa. Að mínu mati eru tvö áberandi sjónarmið sem koma fram. Annars vegar sjónarmiðið um varúð og hins vegar þeirra sem hafa stundað rannsóknirnar og þau stangast á við hræðsluáróðurinn sem oft er áberandi í umræðunni um hugvíkkandi efni.“ Þunglyndi og lyfjafíkn „Mín saga er sú að ég var þungt haldinn af þunglyndi og var haldinn nýtilkomnum fíknisjúkdómi á læknaávísuð lyf og leið hreint út sagt hræðilega illa. Ég ákvað því að prófa hugvíkkandi efni, sveppi, MDMA og DMT, og losnaði við þunglyndið og lyfin nánast samstundis í framhaldinu og mín saga því hálfgerð kraftaverkasaga án þess að ég geti né vilji fullyrða nokkuð um reynslu annarra.“ Þórarinn segir að kosturinn við DMT sé að virkni þess sé stutt, um það bil tíu mínútur, og það því hraðvirkt. „Líkaminn framleiðir sama efni og þekkir það og efnið fer því hratt inn og hratt út og líkaminn þarf ekki að brenna DMT upp í lifrinni eins og til dæmis áfengi.“ Vonandi búinn með mitt „Ég tel að það sem ég hef gert dugi fyrir mig og ég sé mögulega búinn með mín ferðalög á hugvíkkandi efnum og þurfi ekki meira. Löngunin til að halda þessu áfram er ekki til staðar, ólíkt því sem var þegar ég hætti að drekka áfengi á sínum tíma. Þá langaði mig í drykk, alveg eins og eftir að ég hætti að reykja, þá langaði mig í sígarettu. Satt besta að segja er reynslan af hugvíkkandi efnum ekkert sérlega skemmtileg meðan á henni stendur og meira að segja erfið þegar maður er að takast á við áföll. En eftir á er hún mjög góð og satt best að segja æðisleg í mínu tilfelli. Mín reynsla tónar við það sem fyrirlesararnir eru að segja.“ Dagana 12. og 13. janúar var haldin í Hörpu ráðstefnan „Psychedelics as Medicine“. Markmiðið með ráðstefnunni, sem var á vegum Eden stofnunarinnar, var að upplýsa og fræða um hugvíkkandi efni og þau tækifæri sem felast í að leyfa og hefja geðmeðferðir með hjálp slíkra efna. Á ráðstefnunni kom fram, svo ekki verður um villst, að viðhorf manna, ekki síst vísindamanna, til hugmynda um hugvíkkandi efni og notkun þeirra er að breytast. Í tengslum við ráðstefnuna komu til landsins nokkrir af þekktustu alþjóðlegum sérfræðingum og vísindamönnum heims á sviði rannsókna og meðferða með hugvíkkandi efni og héldu erindi. Fyrirlesararnir fjölluðu um störf sín og rannsóknir á fjölbreytilegan hátt og kynntu niðurstöður sem gefa vísbendingar um árangur við notkun hugvíkkandi efna í baráttunni við geðheilbrigðisbresti á borð við þunglyndi, kvíða, áföll, fíkn og tengda sjúkdóma og raskanir. Um tuttugu erlendir gestir voru meðal fyrirlesara, auk þess sem nokkrir Íslendingar tóku þátt í pallborðsumræðum. Meðal þeirra sem tóku þátt voru rithöfundurinn Michael Pollan, dr. Julie Holland, dr. Sherry Walling, dr. Páll Matthíasson og Héðinn Unnsteinsson. Auk þess fóru sex fyrirlesarar af ráðstefnunni, Ben Sessa, Danielle Schlosser, Will Siu, Rick Doblin, Páll Mattíasson, Haraldur Erlendsson og lögreglufulltrúinn Sarko Gergeria á fund fulltrúa dómsmála- og heilbrigðisráðherra og Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Frá fyrirlestri dr. Sergio Pérez Rosla þar sem hann fjallaði um innleiðingu hugvíkkandi efna í læknisfræði, meðferð, þjálfun og vöxt. Hugvíkkandi efni til lækninga: Breyttir tímar LÍF & STARF Einstök ráðstefna „Við sem stóðum að ráðstefnunni vorum búin að vera að skipuleggja hana í rúmt ár,“ segir Sara María Júlíusdóttir, stofnandi The Eden Foundation, sem stóð fyrir „Psyche- delics as Medicine“ ráðstefnunni. „Viðbrögð fyrirlesaranna við að koma til Íslands og taka þátt í ráðstefnunni voru ótrúlega jákvæð og nánast allir sem við töluðum við og gátu komið komu. Fyrir utan það að vera á Íslandi er ráðstefnan einstök að því leyti að í henni tóku ýmsir ráðamenn í þjóðfélaginu, lögreglumenn og fólk frá dómsmála- og heilbrigðisráðuneytinu og Fangelsismálastofnun þátt og það er nánast óþekkt á svipuðum ráðstefnum erlendis. Fyrir erlendu fyrirlesarana er það mikil viðurkenning og einstakt tækifæri til að koma rannsóknum sínum á framfæri.“ Alltaf haft áhuga á plöntum Sara segir að áhugi sinn á plöntum nái allt til þess þegar hún var barn og var að hjálpa mömmu sinni að vökva pottaplöntur. „Ætli áhugi minn á að nota efni úr plöntum sem hugvíkkandi komi ekki upprunalega þaðan og að ég hef alltaf verið opin fyrir mystíkinni í kringum okkur og því sem við sjáum ekki.“ Það sem leynist í plöntum „Árið 2017 fór ég til Gvatemala til að prófa eitthvað nýtt í lífinu og þá tók ég hugvíkkandi efni, sveppi og peyote-kaktus, í fyrsta sinn. Fyrir þá reynslu var ég með mikla fordóma fyrir öllu slíku en reynslan breytti lífi mínu og þá skildi ég á dýpri hátt en mig hefði getað órað fyrir hvað leynist í plöntum.“ Í framhaldinu hefur Sara lagt stund á nám í sál- og sálmeðferðarfræði með hugvíkkandi efnum. Sara María Júlíudóttir, stofnandi The Eden Foundation, prófaði hug- víkkandi efni árið 2017 og segir að það hafi breytt lífi hennar. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur hefur í fjöldamörg ár bent í ræðu og riti á fáránleika þess sem hefur verið kallað stríðið gegn eiturlyfjum. Hann segir að þrátt fyrir að ráðstefnur af þessu tagi séu að mörgu leyti endurtekningar fyrir þá sem hafa kynnt sér málið sé hann himinlifandi og það sé alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. „Hér er ekki allt nýtt fyrir mér þar sem ég hef lesið mér mikið til um margar þessar rannsóknir og kynnt mér niðurstöður þeirra. Ég hef einnig kynnt mér sögu hugvíkkandi efna í gegnum tíðina og í mínum huga er því ekkert nýtt að fólk hafi notað þau og allt tal um að við séum að uppgötva eitthvað nýtt vitleysa. Það voru allir á þessu fyrir 4.000 árum.“ Þorsteinn Úlfar Björns- son rithöfundur. „Að mörgu leyti er þetta góð ráðstefna. Hér eru saman komnir margir af helstu forkólfum í vísindarannsóknum á sviði hugvíkkandi efna í heiminum til að ræða um hvað er nýjast í þessum fræðum og það er bæði fróðlegt og gagnlegt í mínum huga, segir dr. Páll Matthíasson geðlæknir. „Það sem erindi þeirra sýna hefur komið fram í ýmsum fræðigreinum og er að rannsóknir á notkun hugvíkkandi efna samþætt við sérsniðna viðtalsmeðferð getur hjálpað í glímunni við marga alvarlega geðsjúkdóma, eins og til dæmis þunglyndi sem ekkert annað hrín á. Efnin ásamt viðtalsmeðferð virðast einnig geta hjálpað til í baráttunni við fíknisjúkdóma og áfallastreituröskun sem er gott. Við verðum samt einnig að horfa til þess að margar þessara rannsókna eru enn í gangi og því ekki lokið og ekki enn komið í ljós hver áhrif þessara efna eru í stórum hópum sem eru ekki sérvaldir. Það er til dæmis enn erfitt að segja til um hverjar aukaverkanirnar geta orðið til lengri tíma og það er það sem rannsóknirnar sem nú eru að hefjast eiga að leiða í ljós. Ég tel að enn sem komið er sé ekki hægt að fullyrða neitt um hversu gagnleg þessi efni eru. Til þess þarf að bíða þar til niðurstöður úr þeim rannsóknum liggja fyrir,“ segir Páll. MDMA leyft sem geðlyf Á ráðstefnunni kom fram að MDMA verður leyft sem geðlyf í ákveðnum tilfellum í Bandaríkjunum árið 2024. Páll segir að eftir að lyfið verði leyft þar gefi það tóninn fyrir önnur lönd og telur að niðurstaðan verði á sama veg annars staðar. „Ég vil þó benda á að það eru alltaf að koma fram nýjar rannsóknir og þær geta haft áhrif á leyfisveitinguna.“ Væntingar geta haft áhrif á niðurstöður „Að mínu mati er full ástæða til að fara varlega. Við vitum að eftir því sem rannsóknum fjölgar og að þeir sem eru að framkvæma þær eru ekki allir jafntrúaðir á ágæti meðferðanna og þeir sem þær fá heldur ekki sannfærðir um ágæti þeirra, að þá dregur úr þeim miklu áhrifum sem sjást í fyrstu litlu rannsóknunum. Ég tel líka að jákvæðar væntingar þeirra sem taka þátt í fyrstu rannsóknunum geti haft jákvæðar niðurstöður á þær, enda slíkt vel þekkt úr öðrum rannsóknum.“ Leit að nýjum vopnum „Ég held að leiðin til að ná árangri með þessum efnum sér sú sem þeir rannsakendur sem hér eru nota, það er að segja með rannsóknum og að afla upplýsinga. Við erum að leita að nýjum vopnum ef svo má segja í baráttunni við illvíga sjúkdóma sem við þurfum betri meðferðir við. Ég vara eindregið við því að fólk sé að nota þessar meðferðir einhvers staðar úti í bæ. Í fyrsta lagi veit fólk ekki hvaða efni það er að fá og taka og í hvaða magni og hins vegar hefur komið fram í rannsóknum að við inntöku þessara efna geta komið fram miklar tilfinningar og vanlíðan. Því er nauðsynlegt að slíkar meðferðir fari fram í umsjón fagfólks sem hefur fengið til þess þjálfun og í vernduðu umhverfi,“ segir Páll. Dr. Páll Matthíasson, geðlæknir. Full ástæða til að fara varlega „Ég kom til Íslands sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og ég sé ekki eftir því. Fyrirlesararnir hafa sett rannsóknir sínar vel fram og fyrirlestrarnir því áhugaverðir og góðir,“ segir Olivia Onyeador. „Hér er eitthvað fyrir alla, fræðileg umfjöllun, persónulegar reynslusögur, pallborðsumræður og spurningar úr sal og þeir sem eru hér sem áheyrendur koma víðs vegar að og úr mörgum þrepum samfélagsins.“ Olivia er frá Maryland-ríki í Bandaríkjunum þar sem hún starfar við klínískar rannsóknir á lungum en vonast til í framtíðinni að leggja meiri áherslu á starf tengt sálfræði og sálfræði- meðferðum. „Eitt af því sem vakið hefur athygli mína er sú skoðun margra fyrirlesaranna að hugvíkkandi efni ein og sér komi ekki til með að lækna öll sár. Til að efnin gagnist að fullu er því nauðsynlegt að taka þau undir leiðsögn manneskju sem hefur til þess þjálfun og getur stýrt reynslu þess sem efnið tekur þannig að hún verði jákvæð og nýtist á jákvæðan hátt.“ Olivia Onyeador leggur stund á klínískar rannsóknir. Efnin sem slík lækna ekki öll sár Enduruppgötvun Þórarinn Ævarsson. Mín reynsla tónar við það sem fyrirlesararnir segja Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.