Bændablaðið - 26.01.2023, Page 44

Bændablaðið - 26.01.2023, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Ístex: Annar ekki eftirspurn eftir prjónabandi – Ullarinnlegg hefur dregist saman en tekjur aukist Starfsemi Ístex hefur nú stór aukist eftir lægð á tímum faraldursins og annar fyrirtækið ekki lengur eftirspurn eftir Lopa – prjónabandi sínu. Þó svo að ullarinnlegg hafi dregist saman um 25 prósent á síðustu fimm árum er til næg ull með bættri ullarflokkun þannig að hún nýtist betur í handprjónaband og aðrar ullarvörur. Á þessu sama tímabili, samhliða samdrætti í ullarmagni, hafa tekjur fyrirtækisins aukist verulega. Aukin eftirspurn í Lopaprjónaband Sigurður Sævar Gunnarsson, fram­ kvæmdastjóri Ístex, er afar þakklátur fyrir góðar viðtökur við lopavörum Ístex. „Prjónarar eru að leita meira og meira í náttúruleg og sjálfbær efni, eins og lopa. Ístex og Lopi hafa jafnframt spennandi sögu þar sem bændur og Ísland spila stórt hlutverk. Það er ekki á mörgum stöðum í heiminum þar sem bændur eiga þvottastöð og spunaverksmiðju. Til þess að tryggja aukna bandvinnslu og mæta eftirspurn er þörf á frekari fjárfestingum á vélbúnaði,“ segir Sigurður, sem kom til starfa hjá Ístex árið 2017 þegar draga fór úr ullarinnleggi bænda inn í fyrirtækið. „Það hefur háð okkur talsvert að hafa ekki undan í bandframleiðslu, sem hefur valdið skorti á hand­ prjónabandi og værðarvoðum. Við höfum aukið framleiðsluna eins og unnt er miðað við tæki og tól. Hún gekk í raun ágætlega á síðastliðnu ári, þrátt fyrir svolítið af bilunum. Starfsfólki hefur fjölgað, en um 70 manns starfa nú hjá Ístex. Ljóst er að fjölga þarf enn meira starfsfólki og bæta við tækjabúnaði,“ segir hann. Prjónaskapur jókst í faraldrinum Rebekka Kristjánsdóttir, sölustjóri Ístex, segir að hjá fyrirtækinu sé úrval af fjölbreyttri hönnun og vönduðum uppskriftum fyrir prjónara, hún telur að árleg útgáfa Lopa prjónabókanna ásamt Lopidesign.is styðji við þennan mikla prjónaáhuga. Covid­ 19 hafði mikil áhrif og margir tóku upp prjónaskap. „Það var sérstakt gleðiefni að ekki bara jókst prjónaáhugi, heldur tóku yngri prjónarar sérlega vel við sér. Lopinn er heppilegur að mörgu leyti fyrir byrjendur, hann fyrirgefur og uppskriftir Lopa eru skýrar og aðgengilegar. Reynsla okkar er, að þegar fólk byrjar að prjóna, líkt og í efnahagshruninu, þá heldur það áfram. Ég tel frekari fjárfestingar sem geta hjálpað til við að auka framleiðslu mjög mikilvægar í ljósi síaukins áhuga á hráefninu um allan heim. Einnig má nefna að ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið við sér sem hefur áhrif á enn meiri eftirspurn.“ Eftir erfið ár í faraldrinum hefur rekstur Ístex verið sterkur síðustu tvö ár. Að sögn Sigurðar hefur salan á vörum Ístex numið meira en 1.200 milljónum og skilað góðum hagnaði. Á síðustu fimm árum hefur ullarmagnið sem Ístex hefur úr að spila minnkað um 25 prósent en sala aukist um 50 prósent, þökk sé handprjónabandinu og þróunarvinnu. Vinsældir víða ,,Vinsældir Lopa teygja sig víða út fyrir landsteinana. Af erlendum prjónurum er mest sótt í það frá Norður­Evrópu, Norður­ löndunum, Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Ísland er í forgangi, en til að ná að framleiða sem mest band eru teknar stærri lotur með tiltekna vöru og því líður lengri tími á milli einstakra lita og tegunda í framleiðslunni,“ segir Sigurður, en Léttlopi er langvinsælasta vara Ístex. Svo koma Álafosslopi og Plötulopi. Aðrar mikilvægar vörur í vörulínu Ístex eru sængurull og Lopiloft sem einangrun í úlpur. „Í Finnlandi er mikill áhugi á okkar Lopavörum og sem dæmi um það má nefna að fimm lopaprjónabækur voru gefnar þar út á síðasta ári af finnskum útgefendum, þar af voru tvær frá okkur; Lopi 40 og afmælisbókin 41 eftir Védís Jónsdóttir,“ segir hann. Öll ull í gegnum ullarþvottastöðina Allri ull er safnað saman á Blönduósi þar sem hún fer í gegnum ullarþvottastöðina. „Um 50­60 prósent fer í spunaverksmiðju okkar í Mosfellsbæ, annað fer í sængurullarframleiðslu eða til aðila í gólfteppabandsvinnslu. Af bandvinnslu í Mosfellsbæ fer um 60 prósent í útflutning. Við höfum engar bandverslanir og seljum bara til umboðsaðila. Hins vegar seljum við ullarsængurnar á vefnum Lopidraumur.is og uppskriftir á Lopidesign.is beint til neytenda. Sala á ull í gólfteppabandsvinnslu hefur minnkað verulega. Áður fyrr skipti þessi sala Ístex og bændur miklu máli og var um 25 prósent Sigurður með grænlitaða ull, en fyrirtækið er með meira en 4.000 uppskriftir í sínum fórum til að vinna með. Myndir / smh Hluti af starfsmannahópi Ístex við nýju dokkuvélina. Jón Haraldsson og Sigurður framkvæmdastjóri við kembivélina. Sunna Jökulsdóttir gæða- og þróunarstjóri og Rebekka Kristjáns- dóttir sölustjóri. Mynd / Ístex Ásgeir Þór Ingason er hér að hnýta hespur. Í DEIGLUNNI Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.