Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 45

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Betra start með Exide rafgeymum Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Allir litir komnir Vetrardekk fylgja öllum nýjum bílum á meðan birgðir endast! Verð 5.350.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! af tekjum fyrir nokkrum árum. Nú erum við að nota mest af þessari ull í annað, til dæmis sængurull, Lopaloft og fleira. Þannig að í dag er þetta aðeins um 6,5 prósent af sölu og vöxtur ólíklegur. Magn af íslenskri ull hefur minnkað og við þurfum að fá sem mest fyrir hvert kíló. Þannig fá ullarinnleggjendur mest fyrir sitt. Í dag skiptir meira máli hversu áhugasamir prjónarar eru,“ segir Sigurður. Talsverðar fjárfestingar Að sögn Sigurðar hefur Ístex á undanförnum misserum ráðist í talsverðar fjárfestingar í tæknibúnaði til að reyna að mæta hluta þeirrar eftirspurnar sem hefur verið umfram afkastagetu þess. „Við settum upp dokkuvél og mötunarkerfi fyrir kembivélar í Mosfellsbæ. Ný spunavél er nú í smíðum á Ítalíu. Það er áætlað að hún verði tilbúin í haust. Næsta verkefni er svo ný kembilína sem gæfi þann möguleika að auka framleiðslu um þriðjung. Þá er handprjónabandið að fá OEKOTEX 100-viðurkenningu, sem þýðir að það inniheldur engin hættuleg efni. Umhverfismál og sjálfbærni eru að verða sífellt mikilvægari. Allt kostar þetta sitt, en tækifærin eru til staðar til að sækja á.“ Á Blönduósi er líklega stærsti örbylgjuofn landsins Ístex er að langmestu leyti í eigu íslenskra sauðfjárbænda. Það tekur við um 98–99 prósentum af allri íslenskri ull, frá bændum um allt land til að standa straum af sinni vöruframleiðslu og -þróun. Í Ullarþvottastöðinni á Blöndu ósi, sem er í eigu Ístex, hefur einnig verið ráðist í fjárfestingar. „Þar var skipt um þurrkkerfi í haust, þegar við skiptum út olíuofni fyrir þeytivindu og líklega stærsta örbylgjuofni á Íslandi. Orkusjóður styrkti þetta verkefni upp á 15 milljónir. Við þessa breytingu á Blönduósi sparast bæði rafmagn og tæplega 100 tonn af olíu á ári. Því miður tapaðist mikilvægur tími við uppsetningu á örbylgjuofninum vegna Covid-19 – bæði í vor og síðan aftur í haust. Við erum með góðan hóp á Blönduósi og bjartsýn á framhaldið þegar allt verður komið á sinn stað,“ segir Sigurður. Engin ull seldist í byrjun Covid-19 „Fyrir þremur árum, þegar faraldurinn byrjaði, seldist nánast engin ull og suma ull hefðum við ekki getað gefið. Þess vegna var verð lækkað til bænda á þeirri ull sem seld var beint erlendis. Hins vegar héldum við verði á þeirri ull sem notuð var í handprjónabandi óbreyttu, líkt og lambsull, hvítum fyrsta flokks og sauðalitum. Í Noregi voru til dæmis öll þessi verð sett í núll krónu flokkinn. Verðið hefur hækkað síðan þá sem betur fer. Við reynum alltaf að greiða eins hátt verð til bænda og hægt er,“ segir Sigurður. Hann segir að sem fyrr sé langmest greitt fyrir hvíta ull, þar sem hún hafi mun meira notagildi. „Það er auðveldara að lita hana, en mislitu ullina. Ef þú færð of mikið af einhverju hráefni sem þú hefur ekki not fyrir þá lækkar afurðaverðið fyrir það.“ Að sögn Sunnu Jökulsdóttur, þróunar- og gæðastjóra Ístex, þá hefur stór hluti af vöruþróun undanfarin ár snúist um að auka notagildi og verðmæti á annars flokks ull. „Hér hefur margt áunnist en aðallega höfum við einbeitt okkur að mislitum öðrum flokki. Nýlega bættum við við flokkum fyrir annars flokks sauðaliti. Þannig geta bændur flokkað frá sauðaliti sem standast ekki fyrsta flokks kröfur frá, en áður fór þessi ull í mislitan annan flokk. Bændur fá betur greitt fyrir og við fáum meira af því hráefni sem við þurfum í okkar framleiðslu. Þetta þarf allt að haldast í hendur.“ Eignarhald Ístex að stærstum hluta hjá LS Fyrir um einu ári síðan varð ákveðin breyting á eignarhaldi Ístex. „Boðið var upp á að bændur gætu keypt hluti í gegnum ullarkaup. Þá hefur félagið haft hlutabréf til sölu til áhugasamra. Það er margt fram undan hjá félaginu sem mikilvægt er að styðja og því ekki ólíklegt að frekari eignarhaldsbreytingar muni eiga sér stað til að tryggja fjármagn í frekari fjárfestingar,“ segir Sigurður spurður um eigendahópinn. Sigurður segir að eignarhlutir í félaginu séu mjög dreifðir. Í dag séu alls 2.473 hluthafar skráðir í félaginu, þar af eru Landssamtök sauðfjárbænda með stærsta einstaka hlutann, en síðan einstaklingar eða félög tengd einstaklingum. Afkoma Ístex og vörusala Árið 2021 var hagnaður Ístex eftir skatta rúmlega 93 milljónir. Fyrir síðasta ár stefnir í að hagnaðurinn verði í kringum 60 milljónir. Sala á hráull, sem er þvegin ull en ekkert unnin, nam alls um 80 milljónum króna, sem að langmestu leyti fer til útlanda. Áður var hlutdeild hráullar um 25 prósent í vörulínu Ístex. Söluandvirði handprjónabands á síðasta ári var rúmar 800 milljónir, þar af eru um 500 milljónir vegna sölu út fyrir landsteinana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.