Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 STERKI VAGNINN Kynningarverð: 189.000 kr. 400 lítra 750 kg burðargeta Löggilt hífingaraugu Auðveldur í notkun Þessi er algjör nauðsyn á öllum vinnusvæðum. Hentar fyrir nánast hvað sem er! SPARAÐU ORKUNA NOTAÐU TÆKNINA www.diapro.is | diapro@diapro.is | S: 6937700 | Stapahraun 7, 220 Hafnarfjörður LESENDARÝNI Lokaþáttur Verbúðarinnar? Strandveiðifélag Íslands er uggandi yfir þeim bráðabirgðaniðurstöðum sem starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað af sér til matvælaráðuneytisins. Skýrslan er stór og mikil, en breytingarnar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu virðast vera þeim mun minni. Okkur virðist sem hugmyndin sé einfaldlega sú að leggja auknar kvaðir á smábáta, á meðan kvótakóngarnir sleppa stikkfrí – eða standa styrkari fæti, ef eitthvað er. Kvótakerfið er sett á stall, en strandveiðiflotinn fær holskeflu af rógburði í andlitið. Það er augljóst á lista viðmælenda að stærstu og frekustu aðilarnir hafi fengið greiðari aðgang að starfshópunum en litla fólkið, enda vekur það furðu að fjölmargar hugmyndir um strandveiðar séu nánast orðrétt apaðar upp eftir áróðursmaskínu LÍÚ. Hvers vegna eru smábátar, sem framleiða verðmætustu og eftirsóttustu sjávarafurðirnar, gagnrýndir varðandi meðferð á afla? Hvers vegna þarf að skerpa og endurskoða markmið strandveiða frekar en kvótakerfisins? Og af hverju eru grænustu og umhverfisvænstu veiðarnar teknar út fyrir sviga þegar rætt er um kolefnisspor? Ef trúverðugleiki starfshópanna á að vera nokkur förum við fram á fullt gagnsæi og að allur vitnisburður sem starfshópunum barst verði gerður opinber. Við verðum að fá botn í það hvernig komist var að þessum niðurstöðum. Að sama skapi á Strand- veiðifélagið erfitt með að treysta því að slaufun 5,3% kerfisins muni gagnast strandveiðimönnum. Skýrslan er mjög óljós hvað þetta varðar. Ekki liggur fyrir rökstuðningur fyrir afnám kerfisins og lítið er gefið í skyn varðandi hvert þær heimildir ættu að fara, annað en „í sértæka byggðakvóta og/eða strandveiðar“. Skýrasta hugmyndin sem sett er fram er að leggja eigi almennan byggðakvóta niður og færa hann yfir á sértækan byggðakvóta sem Byggðastofnun sér um að úthluta. Er það þá Byggðastofnun sem fær að ráða hvaða byggðarlög fái að lifa eða deyja? Þrátt fyrir að Byggðastofnun hafi úthlutað félögum tengdum starfsmönnum sínum 5.400 tonna aflamarki? Strandveiðifélag Íslands gerir sér grein fyrir því að þetta eru bráðabirgðatillögur. Við gerum ráð fyrir því að viðbrögð smábáta- sjómanna við tillögunum geri það að verkum að starfshóparnir breyti snarlega um stefnu. Ráðherra hefur enn tækifæri til að breyta rétt. Þó að LÍÚ hafi efni á dýrustu lögfræðingunum, almannatenglunum og áróðurs- pésunum, þá telur strandveiðiflotinn um 700 báta. Langþreyta og reiði trillukarla og kvenna þýðir að þolinmæði okkar er að þrotum komin. Verði tillögurnar í þessari mynd að frumvörpum og svo lögum, þá hefur lokaþáttur Verbúðarinnar verið skrifaður. Trillukarlar og -konur munu berjast með kjafti og klóm til að það verði aldrei. Kjartan Sveinsson, f.h. Strandveiðifélags Íslands. Kjartan Sveinsson. „Hvers vegna eru smábátar, sem framleiða verðmætustu og eftirsóttustu sjávarafurðirnar, gagnrýndir varðandi meðferð á afla? Hvers vegna þarf að skerpa og endurskoða markmið strandveiða frekar en kvótakerfisins? Og af hverju eru grænustu og umhverfisvænstu veiðarnar teknar út fyrir sviga þegar rætt er um kolefnisspor?“ spyr Kjartan m.a. í grein sinni. Mynd / VH VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is Bændablaðið kemur næst út 9. febrúar bbl.is Veiðifélag Eystri Rangár óskar eftir að ráða stöðvarstjóra Upplýsingar gefur Birkir Tómasson í síma 897-8082. Veiðifélag Eystri Rangár á og rekur seiðaeldisstöðina Eyjarland sem er staðsett við Laugarvatn. Þar eru framleidd gönguseiði til sleppinga í Eystri Rangá. Stöðin er nú að ganga í gegn um umbreytingar til hagræðingar og betri framleiðslu. Menntun á sviði fiskræktar er kostur. Reynsla á sviði fiskræktar er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, metnað í starfi og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun skv. samkomulagi. Bændablaðið á Instagram & Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.