Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 48

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Í öðrum pistli um vernduð afurða- heiti er aðallega horft til reynslu notenda kerfisins og merkjanna í ESB. Vernduð afurðaheiti skila fjölda kosta til hagaðila sem þau nýta, m.a. sanngjörnu endurgjaldi og viðskiptaumhverfi fyrir bændur og framleiðendur. Hafa skal í huga að vernduð a f u r ð a h e i t i hafa ekki verið innleidd á kerfisbundinn hátt í öllum meðlimalöndum E S B , a f þeim sökum er þekking og áhrif þeirra á neysluhegðun mismikil eftir löndum. Hins vegar er stóra myndin mjög skýr, að á sameiginlegum Evrópumarkaði hefur verndun afurðaheita aukið virði landbúnaðarafurða verulega, tryggt gagnsæi í viðskiptum með merktar vörur innan ESB og um leið samfelld vinnubrögð í viðskiptum með verndaðar vörur til landa utan Evrópu. Megnið af tölulegum upplýsingum koma úr ríflega ársgamalli samantekt um innleiðingu verndarinnar á um 3.200 verndaðra evrópskra afurðaheita í „evalutaion of GIs and TSGs protected in the EU“. Samvinnufélög verndaðra afurðaheita Samvinnufélög um vernduð afurðaheiti nefnast „Consortium“ og eiga við um félög hagaðila viðkomandi verndaðs heitis, frumframleiðenda s.s. bænda og afurðastöðva um rekstur og markaðssetningu sameiginlegs merkis sem einnig verndar sín afurðaheiti. Sala afurðanna er ekki hlutverk samvinnufélaganna, heldur keppa þau sín í milli á markaði. Gott dæmi er Parma Ham á Ítalíu sem má finna í öllum helstu verslunum á Íslandi. Sameiginlegt merki samvinnu- félagsins er gyllt kóróna sem undantekningalaust er mest áberandi á umbúðum í efra vinstra horni. Að auki ber Parma Ham ávallt „Protected Designation of Origin“ merkið til marks um upprunavernd, ofan kórónunnar efst í vinstra horni. Samvinnufélagið sinnir sameiginlegri markaðssetningu, setur staðal og gæðaeftirlit um framleiðsluna, stýrir framleiðslumagni og berst gegn matvælasvindli og fölsuðum útgáfum. En sjálf salan fer fram í hverju fyrirtæki fyrir sig, í samkeppni við hin fyrirtækin. Í samvinnufélagi Parma Ham eru nú 150 framleiðendur, um 3.600 svínabændur og 80 sláturhús, sem árið 2021 framleiddu 8 milljónir af heilum Parma Ham lærum, hvar 36% eru flutt út úr Evrópu. Samvinnufélögin tileinka sér hugarfarið „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Helstu þættir Samkvæmt skýrslunni hafa vernduð afurðaheiti virkað vel, og jákvæð merki um notkun kerfisins komu fram í könnunum hjá hagaðilum sem það nýta. Helstu ókostir við notkun merkjanna er mismikil þekking neytenda á þeim milli landa. Kostnaður hins opinbera, þ.e. ESB og meðlimalanda, af rekstri kerfisins er metinn á eingöngu 0,12% af virði heildarsölu merktrar vöru. En meðaltal aukins virðis í sölu er margfaldur sá kostnaður fyrir merktar vörur í ESB. Kerfi verndunar var sett á fót til að skipta máli í viðskiptalegu tilliti fyrir einstaka hagaðila, frumframleiðendur og matvælaframleiðendur, auk opinberra aðila. Áhrif kerfisins á sjálfbærni og dýravelferð hafa einnig farið vaxandi og munu þróast áfram innan kerfisins. Á árabilinu 2010- 2020 fjölgaði skráningum í kerfið um 27%. Sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir bændur og framleiðendur Jákvæð áhrif eru á viðskiptaumhverfi og verðmyndun á markaði. Laga- umhverfið tryggir sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir bændur og matvælaframleiðendur sem nýta vernduð afurðaheiti. Samningsstaða notenda verndunarinnar er sterkari og virði afurða í kerfinu eykst. Helstu þættir sem skýra þessa niðurstaða eru: Sama meðferð umsókna, sama hvaðan þær koma, og eftirlit á öllum stigum virðiskeðjunnar er það sama alls staðar. Vernd hugverkaréttar Innleiðing eftirlits með hug- verka rétti í kerfi verndaðra afurðaheita hefur gengið að óskum, hugverkaréttur er algjört lykilatriði í vernd einstakra hefða og þekkingar. Notendur kerfisins eru með þátttöku sinni tryggðir gegn svikum þeirra sem reyna að misnota vernduð afurðaheiti, með fölsuðum útgáfum og blekkingum gagnvart neytendum. Reglulegt aðhald á markaði er árangursríkasta vopnið í baráttu við svindl. Viðskiptasiðferði og markaðshlutdeild Samantektin sýnir að vernduð afurðaheiti hafa jákvæð áhrif á viðskiptasiðferði, bæði innan sameiginlegs Evrópumarkaðar, þar sem sameiginleg áhrif kerfisins nýtast öllum sem það nota, en líka í útflutningi verndaðra afurðaheita frá Evrópu sem er um 20% af heildarsölu merktra vara. Vernduninni eru þar þökkuð veruleg áhrif til aukinnar eftirspurnar frá löndum utan ESB. Þegar sjö lönd innan ESB og vernduð afurðaheiti þeirra voru skoðuð m.t.t. heildarsöluandvirðis verndaðra afurðaheita þessara landa innan Evrópu árin 2019-2020 var samanlagt virði sambærilegt en öll samanlögð sala mat- og drykkjarvöru fimm ESB landa: Frakklands, Ítalíu, Portúgal, Spánar og Bretlands (sem endanlega gekk úr ESB um áramót 20-21). Markaðskannanir sýna einnig að mörg vernduð afurðaheiti njóta mikillar þekkingar neytenda utan framleiðslulandanna. T.d. Champagne, Gouda Holland, Parmigiano Reggiano og Scotch Whisky, sem 50% neytenda fjölmargra landa í ESB segjast þekkja. Skýr og áreiðanleg upplýsingagjöf til neytenda Gagnsæi er lykilatriði í kerfinu, upplýsingar um vernduð afurðaheiti eru öllum aðgengileg á vefslóðum ESB. Síðan „GI View“ er einföldust til notkunar við leit að einstökum vernduðum afurðaheitum, héruðum og löndum sem nýta verndina. Til að nálgast upplýsingar í dýptina má nálgast uppfærðan lista yfir vernduð heiti í „EU geographical indications register“, auk þess sem útdráttur úr umsókn um hvert skráð heiti og þau sem eru í umsóknarferli má sjá á „eAmbrosia public module“. Öryggi upplýsinga er tryggt með aðhaldi í öllum stigum virðiskeðjunnar og á vernduðum heitum á markaði. Markaðsrannsóknir um þekkingu Hafliði Halldórsson. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Vernduð afurðaheiti – áhrif á bændur og framleiðendur Franskir alifuglar, vernduð afurðaheiti. Upprunaverndað Echíré smjör. Ágangspeningur og uslagjald Á dögunum birti dóms- málaráðuneytið úrskurð þar sem kærð var sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að synja beiðni um smölun ágangsfjár úr afgirtu landi tiltekinnar jarðar. Í s tu t tu máli var það n i ð u r s t a ð a ráðuneytisins að það hefði verið röng ákvörðun hjá lögreglu- stjóranum að vísa málinu frá sem gert hafði verið með vísan til lagatæknilegra atriða. Þannig séu lög nr. 21/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. í fullu gildi og lögreglustjóranum hafi því borið að taka beiðni viðkomandi um smölun ágangsfjár til formlegrar meðferðar. Í úrskurðinum er hins vegar ekki vikið að því, né tekin afstaða til þess hvort grípa hefði átt til aðgerða. Úrskurðurinn hefur vakið talsvert umtal og jafnvel kátínu hjá einhverjum sem hafa séð fyrir sér þá Geir og Grana úr Spaugstofunni að smala fé. Þó efalítið væri það hin besta skemmtun fyrir lögreglumenn landsins að fá tækifæri til að smala fé endrum og eins þá gera lögin ekki ráð fyrir að lögreglan sjái um slíkt, þótt henni sé gert að skipuleggja smölun verði ágangur búfjár með slíkum endemum að þess gerist þörf. Í fjórða kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. eru nokkuð ítarleg ákvæði um hvernig eigi að bregðast við þegar vart verður ágangs búfjár. Í 31. og 32. gr. laganna er fjallað um ágang búfjár úr afrétti í heimahaga og í 33. gr. er fjallað um ágang búfjár úr einu heimlandi í annað. Sammerkt er í báðum þessum tilfellum að sveitarstjórn eða öðru yfirvaldi ber að hlutast til um smölun á kostnað eiganda búfjár. Í 2. mgr. 33. gr. sem bættist við lögin árið 1997 kemur síðan skýrt fram að sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum að mati lögreglustjóra skuli hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Í 34. gr. laganna er fjallað um það þegar búfé gengur ítrekað óboðið í afgirt lönd, veldur þar tjóni og eigandi búfjárins sinnir ekki boði um að afstýra frekara tjóni. Við slíkar aðstæður getur komið til greiðslu uslagjalds samkvæmt lögunum. Margar ástæður geta verið fyrir því að búfénaður gengur inn í afgirt land og líklega er það sjaldnast ætlan búfjáreigandans að fénaðurinn leiti þangað. Girðingar sem hafa orðið fyrir skemmdum af völdum veðurs eða snjóa eru Hilmar Vilberg Gylfason. Það fylgja því skyldur bæði að eiga búfé og eiga land og á það bæði við þegar land er í landbúnaðarnotkun og nýtt til frístunda. Mynd / Myndasafn Bbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.