Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 52

Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – Hvað merkja fjölmörg, misalgeng hugtök? Í þessu tölublaði Bændablaðsins, og næstu níu til viðbótar, birtast hugtök úr umræðu og skrifum um stöðu orkumála og full orkuskipti. Leitast er við að útskýra þau og setja í innra samhengi í þessum stórvægu og yfirgripsmiklu málaflokkum. Alls verður fjallað stutt og laggott um 48 hugtök, fjögur til fimm samtímis í grein í hverju tölublaði. Frumorka, Orkuspá, fjölnýting, stýrikerfi, glatvarmi, flutningstap, vetnisknúnar vélar, þolmörk, skerðanleg orka og metanól; þetta eru allt dæmi um fjölbreytt umfjöllunarefni Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns, rithöfundar og fyrrum þingmanns sem skrifaði m.a. greinarflokk um umhverfismál í Bændablaðið fyrir allnokkrum árum. 1. hluti: Þegar orka á í hlut Frumorka er eitt en orkuframboð eða orkueftirspurn annað. Við hvað miðast orkuspá? Frumorka Orka í boði á Íslandi (sem rafmagn, heitt vatn og eldsneyti) kallast frumorka. Um 85% frumorkunnar er framleidd heima fyrir með endurnýjanlegum hætti. Þar af felast 60% í hitaveitum landsins en 25% er raforka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Óendurnýjanlega orkan, 15%, á formi innflutts jarðefnaeldneytis, er notuð í samgöngum og atvinnurekstri á land, sjó og í lofti. Frumorkan nýtist misvel eftir því hvernig hún er notuð. Við bifreiðanotkun nýtist raforka allt að 90% frá rafhlöðu til að knýja ökutækið en 10% raforkunar verður að varma sem hitar umhverfið. Til samanburðar nær bensínvél að nýta um 30% orku eldsneytisins til að hreyfa bíl en 70% verða að varma til umhverfisins. Orkuframboð Orkuframboð birtst í varma þess heita vatns og gufu sem jarðvarmavirkjanir skila inn á lagnakerfi hitveitna og til landsmanna, enn fremur í raforkunni sem flyst með flutnings- og dreifikerfinu frá raforkuverum til kaupenda og loks í aðgengilegum birgðum jarðefnaeldsneytis, þ.e. olíu, bensíni, þotueldsneyti (svipað og steinolía) og kolum. Orkuframboð (eins og orkunotkun) er gefið upp í kWst (kílówattstundum), MWst (megawattstundum), GWst (gígawattstundum) eða TWst (terawattstundum). Kíló: þúsund, mega: milljón, gíga: milljarður, tera: þúsund milljarðar, ein trilljón). Meðalársnotkun meðalheimilis er um 4.000 kWst á ári. Ársframboð á raforku á Íslandi er rúmlega 19 TWst. Orkueftirspurn Orkueftirspurn er sveiflukennd; háð allmörgum þáttum svo sem mannfjölgun, heilsu og heilbrigði í samfélaginu, efnahagsástandi, náttúrunytjum, nýsköpun, þróun þjónustu og alþjóðamálum. Meginþróunin í áratugi, hér og erlendis, hefur verið í átt til aukinnar orkueftirspurnar. Hraðar breytingar vegna stefnumörkunar, efnahagsáfalla eða mikils uppgangs í atvinnumálum, náttúruvár, eða vegna tækniþróunar geta kallað á aukna og/eða breytta orkueftirspurn (stundum nefnd orkuþörf). Orkuspá Áratugum saman hefur Orkuspár- nefnd gefið út svonefnda Orkuspá. Hún áætlar notkun raforku, jarðvarma og jarðefnaeldsneytis á tilteknu tímabili, á almennum markaði og til stóriðjunnar.Raforku- spá fyrir almenna markaðinn, til 40 ára í senn, er unnin af undirhópi nefndarinnar. Nú liggur fyrir gagnvirkt orkuskiptalíkan Orkustofnunar með innsýn í skipti jarðefna- eldsneytis í nýja orkugjafa og áhrifin á raforkuframboð (www. orkuskiptaspa.is). Gagnvirkt spá- líkan Landverndar er líka aðgengi- legt og þá á sérstakri vefsíðu sem vísað er til á www.landvend.is. Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla standa enn fremur að vefsíðunni www.orkuskipti.is þar sem unnt er að spá gagnvirkt í orkueftirspurn framtíðar. /ATG Ari Trausti Guðmundsson jarð- vísindamaður mun í næstu blöðum útskýra hugtök sem birtast í umræðum um orkumál og orkuskipti. Orka í boði á Íslandi (sem rafmagn, heitt vatn og eldsneyti) kallast frumorka. Um 85% frumorkunnar er framleidd heima fyrir með endurnýjanlegum hætti. Þar af felast 60% í hitaveitum landsins en 25% er raforka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Mynd / ghp Eins og vitað er, er tilraunahús og starfsfólk á Reykjum flutt yfir til Fjölbrautaskóla Suður- lands (FSu). Hins vegar, þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) fékk styrk fyrir tómatatilraun með CO2 auðgun, var gerður samstarfssamningur milli LbhÍ og FSu til að framkvæma tilraunarverkefni. Ve r k e f n i s - stjóri er Christina Stadler hjá LbhÍ. Börkur Halldór Bl. Hrafnkelsson og Elías Óskars- son hjá FSu hafa daglega umsjón með tilrauninni. Helgi Jóhannesson hjá RML sér um ráðgjöf á meðan tilraunin stendur yfir. Verkefnið er unnið í sam- starfi við garð- yrkjubændur og verður þeim boðið í heimsókn. Tilraunin er styrkt af Matvæla- sjóði og Þróunarsjóði garðyrkjunnar Fullnægjandi leiðbeiningar vegna vetrarræktunar á tómötum undir lýsingu við HPS lampa með rafeinda-straumfestu (electronic ballast) og mismunandi styrkleika af CO2 auðgunar eru ekki til á Íslandi. Þess vegna hefur nú farið af stað tómatatilraun með CO2 auðgun hjá FSu á Reykjum í vetur 2022. Þessi tilraun mun standa til vors 2023 og ætlum við sem störfum við tilraunina að kynna uppsetningu hennar. Niðurstöður úr tómatatilraun sem gerð var veturinn 2021/2022 – sjá nánar í 19. tölublaði Bændablaðsins 2022 – voru hafðar til hliðsjónar við skipulagningu tilraunarinnar sem hér er lýst. Þar sem Hybrid topplýsing (454 µmol/m2/s, HPS: LED 2:1) var með jafn mikla uppskeru af tómötum eins og með eingöngu HPS topplýsingu (472 µmol/m2/s) og að enginn rafmagnssparnaður náðist þar sem bætt var afkoma HPS ljóssins með því að minnka ljósakostnað þar sem notað var 1000 W perur í staðinn fyrir 750 W perur verður síðarnefnda ljósmeðferðin (HPS topplýsing með 1000 W perum) notuð í öllum meðferðum í núverandi tómatatilraun. Vitað er að auk lýsingar þá skiptir magn af CO2 einnig máli þegar kemur að vexti plantna og uppskeru af tómötum. Þar sem CO2 kostnaður vegur þungt í heildarrekstrarkostnaði í tómataræktun er mikilvægt að finna út hvort CO2 auðgun endurspeglist í framlegð miðað við uppskeruaukningu eða hvort frekar ætti að takmarka notkun af CO2. Tilraun með stöðugt vaxandi magn af CO2 (0 ppm (mynd Tómatatilraun um áhrif lýsingar og CO2 auðgunar Elías Óskarsson. Christina Stadler. Börkur Halldór Bl. Hrafnkelsson. Mynd 1. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 0 ppm hjá tómataplöntum. Mynd 2. HPS topplýsing (1000 W HPS lampa) og 600 ppm hjá tómataplöntum. Á FAGLEGUM NÓTUM

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.