Bændablaðið - 09.03.2023, Side 8

Bændablaðið - 09.03.2023, Side 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 FRÉTTIR Eigendur jarðanna Vilmundarstaða, Breiðabólstaðar 2, Steindórsstaða, Rauðsgils, Búrfells, Ártúns og Skógarsels í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarbyggð vekja hér með athygli búfjáreigenda á að ekki er heimilt að beita búfé í lönd jarðanna nema með leyfi viðkomandi landeigenda. Verði ágangur búfjár í eigu annarra en landeigenda í lönd jarðanna verður leitað atbeina sveitarstjórnar eða eftir atvikum lögreglu til að láta smala ágangsfénu þangað sem það á að vera á kostnað eigenda þess sbr. 33. gr. laga nr. 6/1986. Er búfjáreigendum bent á að beita fé sínu í afrétt eða í þau heimalönd þar sem þeir mega beita því. Reykholtsdal 24. febrúar 2023 Landeigendur Til búfjáreigenda Samanburður á kostnaðarsamsetningu á Íslandi og í samanburðarlöndum eins og hún kemur fram í skýrslunni. Þó svo ræktunarkostnaður sé ekki ósvipaður á Íslandi og í nágrannalöndunum er samsetning kostnaðar ólík. Munar þar um hve aðgangur að landi er hér góður og landleiga þar með lítill hluti kostnaðar. Vélakostnaður er mun hærri hér á landi, enda er umfang ræktunar minna og sennilega mun minni skilvirkni og afkastageta í þeim vélum sem hér eru notaðar vegna þess. Á móti kemur að kostnaður vegna varnarefna er mun minni hér á landi. Kornrækt: Innlend kornrækt samkeppnis- hæf við erlenda framleiðslu – Kostnaður við ræktun og tekjur af uppskeru svipuð og í nágrannalöndum Kornrækt er ákjósanleg viðbót við landbúnað á Íslandi og flest bendir til þess að kornrækt geti verið ábatasöm atvinnugrein hér á landi. Hún getur aukið verðmætasköpun og styrkt atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum. Auk þess styður aukin framleiðsla á korni við fæðuöryggismarkmið stjórnvalda. Þetta er meðal niðurstaðna Daða Más Kristóferssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hann greinir þjóðhagslega þætti kornræktar í lokaskýrslu starfshóps matvælaráðherra um eflingu kornræktar. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar þann 16. mars næstkomandi. Í kaflanum lagði Daði mat á samkeppnishæfni íslenskrar kornræktar hér miðað við framleiðslukostnað og tekjur í ríkjum sem núna framleiða korn sem notað er á Íslandi. Í honum sést að kostnaður íslenskrar byggræktar miðað við meðaltal ólíkra búa í Evrópu er sambærilegur. Þó ræktunarkostnaður sé svipaður er samsetning kostnaðar harla ólík. Munar þar helst um hve aðgangur að landi er hér góður og landleiga því lítill hluti kostnaðar. Vélakostnaður er aftur á móti mun hærri hér á landi enda umfang ræktunar minna sem skilar sér í minni skilvirkni og afkastagetu þeirra tækja sem eru í notkun. Dreifing meðaltekna eftir meðalstærð ræktunar sýnir að Ísland fellur nokkurn veginn í miðjuna í samanburði við Danmörk, Þýskaland, Svíþjóð, Finnland og Bretland. Landauðlindir Íslands Daði Már segist lengi hafa verið bjartsýnn fyrir hönd jarðræktar. Frá aldamótum hefur verð á matvælum hætt að lækka og verið á uppleið. Eftir því sem verðið hækkar þá eykst framleiðslan. Stóri takmarkandi þáttur matvælaframleiðslu erlendis er landrými, en í Evrópu er landeigandi og sá sem nýtir landið til framleiðslu ekki sami aðilinn. Því fylgir að ef landbúnaðarframleiðsla verður ábatasöm hækka landeigendur leiguverð. „Landverð hefur farið vaxandi víðast hvar, þar með talið á meginlandi Evrópu. Rannsóknir á íslenska landmarkaðinum sýna að sú þróun hefur ekki náð til Íslands,“ segir m.a. í kafla Daða Más. Getur staðið undir sér Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að kornrækt gæti með hagkvæmum hætti tekið yfir markaðinn fyrir korn á Íslandi til lengri tíma. Bent er á það í skýrslunni að kornræktin þyrfti ekki á auknum stuðningi að halda, en hann takmarkast nú við jarðræktarstuðning. Ef aðeins er miðað við bygg- markaðinn þá er heildarverðmæti hans í dag um 600 milljónir króna. Miðað við forsendur sem settar eru fram í skýrslunni eru áætlaðar tekjur af þeirri framleiðslu samanlögðum launagreiðslum rúmlega 25 meðal kúabúa, eins og þau eru í land- búnaðarreikningum Hagstofu Íslands. „Eins og fram kemur í annarri umfjöllun skýrslunnar má ætla að byggmarkaðurinn geti vaxið í um 30 þúsund tonn, sem mundi þýða þreföldun þessarar tölu. Aðrar korntegundir gætu einnig bæst við og stækkað það umfang enn frekar,“ segir jafnframt í skýrslunni. Einnig er á það bent í skýrslunni að kornræktin sé plássfrek og því líkleg til að dreifast með svipuðum hætti og annar hefðbundinn landbúnaður. „Hún er þar með líklegri til þess að geta orðið stoð undir hagkerfi dreifðra byggða og valkostur í tilraunum stjórnvalda til þess að treysta þær stoðir án þess að krefjast nærri eins mikils stuðnings af hálfu hins opinbera,“ segir Daði Már Kristófersson í skýrslu um eflingu kornræktar sem kynnt verður í næstu viku hjá matvælaráðuneytinu. /ghp Daði Már Kristófersson. Fagþing sauðfjárræktarinnar Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl kl. 10.00. Fundurinn er haldinn af fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Á fagfundi sauðfjárræktarinnar er meðal annars hefð fyrir því að afhenda verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í ræktunar- starfinu. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Fundinum verður streymt beint á netinu og verður hann opinn öllum. Hér má sjá verðlaunahafa árið 2022, talið frá vinstri: Sigurlína Jóhannesdóttir, Snartarstöðum fyrir besta lambaföðurinn, Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum fyrir besta fjárræktarbúið og Vagn Haukur Sigtryggsson fyrir mesta kynbótahrútinn. Sauðfjárbændur: Kalla eftir breytingum á varnarhólfum Á þingi búgreinadeildar sauð- fjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn deildarinnar fari yfir núgildandi sauðfjár- veikivarnarlínur með tilliti til mikilvægi þeirra. Endurmeta þurfi tilgang þeirra og markmið, meðal annars vegna ræktunar íslensks sauðfjár með tilliti til riðuþolinna arfgerða. Í greinargerð með tillögu sauðfjárbænda kemur fram að meginmarkmið sauðfjárveikivarnarlína á liðnum áratugum hafi verið hlutverk þeirra í útrýmingu riðu. Ástand sauðfjárveikivarnarlína sé mjög misjafnt og hafa verið um langa hríð. Sjúkdómastaða í samliggjandi varnarhólfum með tilliti til riðu og jafnvel fleiri sjúkdóma er víða sú sama. Því sé tímabært að endurmeta tilgang og markmið með skiptingu landsins í svo mörg varnarhólf sem raun ber vitni. Tillögur þegar hjá ráðuneytinu um breytingar á hólfum Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir segist hafa lagt til við alla sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra frá því hún tók við yfirdýralæknisembættinu 2013 að það þurfi að ráðast í heildarendurskoðun á löggjöf um dýrasjúkdóma og heilbrigði dýra, nú síðast árið 2021 í tengslum við heildarendurskoðun á riðureglu- gerðinni. Samhliða hefðu verið tillögur um endurskoðun á varnarhólfunum. „Í mínum tillögum er gert ráð fyrir að heimilt verði að undanskilja gripi með verndandi arfgerðir gagnvart riðusmiti, þannig að þeir verði ekki skornir niður í hjörðum þegar tilfelli greinast. Þar lagði ég einnig til að við skyldum ekki leggja af núverandi fyrirkomulag varnarhólfa. Það virkaði vel fyrir þá sjúkdóma sem var verið að glíma við í kringum 1950 til 1960, en er ekki mjög hentugt varðandi glímuna við riðuveiki í dag. Ég lagði þar til eins konar riðuhólf þar sem mjög strangar smitvarnir giltu, svæði sem gætu verið mjög breytileg að stærð og jafnvel hluti af hólfi sem gilti þá í sjö ár. Þetta gæti verið hreppur eða jafnvel bæjartorfa – innan varnarhólfs. Slíkt er í takti við heilahrörnunarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur þannig á málunum, en Ísland hefur innleitt þá reglugerð að hluta.“ Kostar lagabreytingar að breyta varnarhólfum „Ég hef líka talað við matvælaráðherra og hvatt til heildarendurskoðunar og fengið góðar viðtökur, en unnið er að því að koma því á dagskrá. Það að endurskoða varnarhólfin í heild sinni kallar á lagabreytingar og það gerist ekki nema með aðkomu Alþingis og þetta þarf að skoða heildstætt. Aflögn einstakra varnarlína þarfnast þó ekki lagabreytingar,“ segir Sigurborg enn fremur. Hún telur að í ráðuneytinu sé nú þegar unnið að einhverju leyti að undirbúningi að heildarendurskoðun þessara mála, en veit þó ekki hvernig verkefnastaðan er í ráðuneytinu varðandi þessi mál, reiknar þó með að verða höfð til samráðs þegar kemur að útfærslum á nýju skipulagi. /smh Í tillögu frá búgreinaþingi sauðfjárbænda er kallað eftir breytingum á sauðfjárveikivarnarlínum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.