Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 35

Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Aktu á gæðum AMMANN JARÐVEGSÞJÖPPUR Í MIKLU ÚRVALI GÆÐI SEM ENDAST Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Brynja hefur stoppað upp fjölmarga hana í gegnum árin með góðum árangri. Þeir sem vilja hafa samband við hana geta hringt í s. 844-7633 eða gegnum Facebook. Brynja náði þeim glæsilega árangri nýlega að verða í þriðja sæti á Evrópumeistaramóti hamskera í Salzburg með auðnutittling, sem hún stoppaði upp. Mynd / Aðsend „Fyrir nokkrum árum langaði mig að læra að renna leir og í framhaldinu að gera eitthvað öðruvísi en aðrir eru að gera hér á landi. Auðvitað varð það svo fuglatengt hjá mér. Þannig að leirlistin mín er lína af sérmerktum, handrenndum bollum og könnum með fríhendis teiknuðum fuglamyndum. Leirtauið þolir uppþvottavél og engir tveir bollar eru eins, hvorki í laginu né skreytingunni. Fólk hefur tekið þessu mjög vel, þetta eru eftirsóttar tækifærisgjafir, stundum sérpantaðar. Þeir fást hjá mér á vinnustofunni á Selfossi en einnig í Safnbúð Listasafns Íslands við Reykjavíkurtjörn. Þannig að leirvinnan gengur mjög vel og er frábær viðbót í annars mjög skemmtilegt listaflæði á heimilinu,“ segir Brynja. Spennandi verkefni fram undan Brynja situr ekki auðum höndum núna. „Fram undan er uppstoppun fugla fram á vor samhliða leir- brennslu og skreytingum með fuglamyndum til að eiga eitthvert úrval leirmuna fyrir sveitamarkaði og hugsanlega á Hrafnagili á Akureyri seinna í sumar. Í vetur fór ég á leirnámskeið í Englandi til að læra að handmóta fuglastyttur. Ég hlakka til að gefa mér góðan tíma í að nýta mér þá tækni í ró og næði og sjá hvað kemur út úr því. Að endingu langar mig bara að þakka Bændablaðinu og landsbyggðarfólki fyrir mjög góða samfylgd og samstarf síðustu þrjátíu árin. Ég hef kynnst virkilega góðu fólki sem ég er þakklát fyrir að hafa kynnst og hafa fengið að vinna fyrir. Ég held að það megi alveg segja það að án þess hefði ég ekki haldið úti þessu starfi svona lengi, og ekki náð þessum árangri sem ég náði núna á síðustu vikum. Þetta er allt spurning um samstarf og hvatningu, til að halda áhuga og metnaði til að gera betur. Þannig að, takk fyrir mig,“ segir Brynja stolt og ánægð með vinnuna sína og lífið sjálft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.