Bændablaðið - 09.03.2023, Side 49

Bændablaðið - 09.03.2023, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Rafmögnuð gæði Commiphora. Myrra hefur lengi verið notuð til lækninga og sem ilmefni. Egyptar höfðu myrru handhæga við smurningu látinna til varðveislu, líklega til að dempa nályktina. Í Jóhannesarguðspjalli 19: 39-41 kemur myrra við sögu. „Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum. Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum eins og Gyðingar búa lík til greftrunar. En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasagarður og í garðinum ný gröf sem enginn hafði enn verið lagður í.” Plöntur sem klifra Vafnings- eða klifurjurtir eru plöntur sem vefja sig upp eða nota aðrar leiðir til að lyfta sér frá jarðvegsyfirborðinu og upp í sólarljósið. Stönglar klifurplantna eru grannir, hraðvaxta og sveigjanlegri í vexti en tréna með tímanum og geta orðið tugir metrar að lengd. Aðferðin er plöntunum hagfelld þar sem þær þurfa ekki að mynda eins sterka stöngla og plöntur sem standa undir sér sjálfar. Í náttúrulegum heimkynnum sínum klifra plönturnar upp eftir öðrum trjám eða klettum. Vafningsjurtir eins og humlar og umfeðmingsgras vefja sig utan um önnur tré eða minni jurtir. Klifurjurtir, eins og bergflétta, hafa heftirætur á stofninum sem festa sig við trjábörk eða grjót. Aðrar tegundir eins og rósir mynda króka eða sveigða þyrna til að krækja sig í með og enn aðrar eins og til dæmis vínviður senda frá sér fálmara sem þær vefja við greinar eða annað sem fyrir verður og hífa sig upp með þeim við klifrið. Í sumum tilfellum sveiflast fálmararnir þar til þeir ná snertingu við grein eða eitthvað annað sem þeir geta fest sig við. Stönglar í kafi Margar vatnaplöntur, eins og til dæmis vatnaliljur, mynda stöngulhnýði sem senda frá sér blaðstöngla upp á yfirborðið þannig að blöðin virðast fljóta á vatninu. Í blaðstönglum og blöðum vatnagróðurs er að finna loftrými sem eykur flot þeirra. Mikið af lofti safnast í stöngulhnýðin og stundum má sjá loftbólur rísa frá botni tjarna með mikið af vatnaliljum, lofti sem losnar frá hnýðunum. Nytjar Stönglar og stofnar eru nýttir í margs konar tilgangi. Sem matvæli má nefna stöngulhnýði eins og kartöflur og taró. Hlynsýróp er unnið úr bol hlyntrjáa, aspar og bambussprotar eru stönglar og úr stönglum sykurreyrs er unninn sykur. Kanill er börkur og eitt undirstöðuhráefnið í tyggigúmmí er unnið úr trjáberki Senegalia senegal. Kínín sem er lyf gegn malaríu og bragðefnið í tónikvatni er unnið úr berki kínabarkar, Cinchona officinalis og eiturefnið kúrare úr berki nokkurra suður-amerískra klifurjurta. Viður trjáa er notaður sem byggingarefni og í alls konar stærri og minni muni eins og pappír, báta og skip, hljóðfæri og ótal aðra hluti. Bambusstönglar eru hafðir til bygginga, sem vatnsleiðslur og margt annað og grasstrá eru höfð í húsþök. Orðið tannín er dregið af latneska heitinu yfir eikarbörk, tannāre, sem var og er líklega enn notaður til að lita leður. Korkur og náttúrulegt gúmmí er unnið úr berki og bast og margs konar þræðir úr stönglum líns, hamps og fleiri jurta. Úr berki pálmatrjáa eru unnir þræðir sem notaðir eru í mottur og ofnir eru í kaðla. Egyptar voru fyrstir, svo vitað sé, til að búa til pappír úr stönglum papírusplantna. Raf er steinrunnin trjákvoða barrtrjáa sem þótti og þykir enn mikið gersemi og úr því búnir til skartgripir og skrautmunir. Friðrik I Prússakonungur gaf Pétri mikla snemma á 18. öld heilan sal skreyttan með rafi. Í seinni heimsstyrjöldinni var salurinn tekinn niður, fluttur til Prússlands og eyðilagðist líklega í lok stríðsins. Árið 2003 var endurgerð salarins opnuð almenningi eftir áratuga endurgerð. Í fyrstu Jurassic Park myndinni á flugan sem risaeðlu DNA fannst í að hafa varðveist í rafi eins og margir eflaust muna. Reykelsi og myrra Olíukvoða sem safnað er úr stofni trjáa af ættkvíslinni Besweelia er notuð í reykelsi og ilmvötn. Samkvæmt kristinni trú færðu vitringarnir þrír úr austri Jesúbarninu við fæðingu þess gull, reykelsi og myrru. Reykelsið sem um ræðir var líklegast búið til úr slíkri kvoðu. Myrra er einnig trjákvoða sem vellur úr smávöxnum og þyrnóttum trjám og runnum sem tilheyra ættkvíslinni Blaðamaðurinn og baobabþykkblöðungurinn. Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson. Einföld gerð af vafningsjurt. Mynd / wikimedia.org Jarðarberjaplöntur mynda ofan- jarðarrenglur sem eru jarðlægir sprotar sem skjóta rótum og mynda blöð. Mynd / strawberryplants.org Kartöflur eru stöngulhnýði. Mynd / knowyourproduce.com Lengdartrefjar gera stofn pálma ótrúlega sveigjanlega og með ólíkindum hvað þeir geta staðið af sér hvassa hitabeltisstorma. Mynd / wikimedia.org Þróun sprotavaxtar frum- og æðplantna. Mynd / royalsocietypublishing.org/

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.