Bændablaðið - 09.03.2023, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
Á landsmótsári er kynbótamatið
reiknað tvisvar til að skera úr
um hvaða hestar ná lágmörkum
afkvæmaverðlauna. Fyrri keyrslan
byggir þá á öllum dómum að
loknum vorsýningum á Íslandi og
stýrir sætaröðun hestanna sem mæta
á Landsmótið. Alltaf ríkir mikil
eftirvænting að sjá hvaða hestar
ná þessum áfanga. Aðalkeyrsla
kynbótamatsins er svo að haustinu
að loknum öllum dómum hvers árs.
Áður hefur verið skrifað um
áhrif þróunar kynbótamatsins
síðustu ár og mögulegar skýringar
á breytilegum niðurstöðum þess.
Hvað afkvæmahross varðar
hafa áhrifin líklega verið mest á
hryssurnar vegna forvalsins en þó
líka einhver á þá stóðhesta sem ná
fyrstu verðlaunum.
Röðun hrossa, á alþjóðavísu,
breyttist svo nokkuð með síðasta
skrefi þróunarinnar, þegar hætt var
að leiðrétta fyrir landi.
Lágmörk afkvæmahesta eru 118
stig í kynbótamati aðaleinkunnar
eða aðaleinkunnar án skeiðs, sýnd
afkvæmi þurfa að minnsta kosti
að vera 15 fyrir fyrstu verðlauna
hesta og 50 fyrir heiðursverðlauna
stóðhesta. Hvert afkvæmi sem
sýnt er hefur talsverð áhrif á
lokaniðurstöðu kynbótamatsins
en þau áhrif eru meiri fyrir fyrstu
verðlauna hesta en heiðursverðlauna
hestana, þar sem hvert og eitt
afkvæmi bætir hlutfallslega
meira við. Fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi eru viðurkenning á ágæti
stóðhestsins til framræktunar og
heiður og afrek að ná slíkum áfanga.
Niðurstöður kynbótamatsins nú sýna
að forvalið hefur talsverð áhrif á
fyrstu verðlauna hestana sem og þá
aldur afkvæmanna þegar þau mæta
til dóms.
Æðsti heiður hvers ræktanda
hlýtur að vera að ná heiðurs-
verðlaunum fyrir afkvæmi. Það
var heldur betur mjótt á munum
á stóðhestum sem náðu þessum
áfanga á Landsmótinu, sér í lagi á
fyrsta og öðru sæti. Þar voru jafnir
að stigum Sjóður frá Kirkjubæ
og Jarl frá Árbæjarhjáleigu en
aðeins kommur skildu kappana að,
hnossið hlaut Sjóður. Ef rýnt er í
gögnin er lýsing afkvæmahestanna,
sem byggir á kynbótamati og
kynbótadómum sýndra afkvæma,
oft keimlík milli fyrstu verðlauna og
heiðursverðlauna. Heiðursverðlaun
eru tryggð viðurkenning á
framræktunargildi einstaklingsins
með mjög miklu öryggi og
áreiðanleika.
Ljósvaki frá Valstrýtu
Ljósvaki frá Valstrýtu er tólf vetra
gamall undan Oddsdótturinni Skyldu
frá Hnjúkahlíð og Álfssyninum
Hákoni frá Ragnheiðarstöðum en
móðir hans var Hátíð frá Úlfsstöðum
sem hlaut 10 fyrir tölt á Landsmótinu
2006. Ljósvaki er ræktaður af
Guðjóni Árnasyni sem á hestinn
með Árna Birni Pálssyni. Ljósvaki
fór í sinn hæsta dóm á Landsmótinu
2016 á Hólum í Hjaltadal. Þar hlaut
hann 8,54 í aðaleinkunn sýndur sem
klárhestur. Fyrir sköpulag fékk
Ljósvaki 8,22 þar af 9,0 fyrir höfuð
og samræmi en fyrir kosti fékk
hann 8,75. Þar hæst ber að nefna
einkunnina 10 fyrir bæði tölt og
stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og
fegurð í reið og 9,0 fyrir fet, hægt tölt
og hægt stökk. Ljósvaki hefur staðið
sig afar vel í keppni og á síðustu
tveimur Landsmótum hefur hann
verið í A-úrslitum í B-flokki gæðinga
og kórónaði árangur sinn með því
að landa sigri á því síðastliðna.
Af 296 fæddum afkvæmum hafa
16 skilað sér í dóm en meðalaldur
sýndra afkvæma er aðeins 5 ár. Það
er verðmætur eiginleiki að hross
komi fljótt til og skili sér í dóm.
Ljósvaki á líklegast ekki langt að
sækja það en afi hans Álfur frá
Selfossi hlaut heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi aðeins tíu vetra gamall. Það
verður því spennandi að fylgjast með
hvort ekki skili sér fleiri afkvæmi
Ljósvaka í dóm innan skamms.
Hæst dæmdu afkvæmi hans
eru tveir stóðhestar sem komu
fram á nýliðnu landsmóti en það
eru þeir Tindur frá Árdal undan
Aðalsdótturinni Þrumu frá Árdal og
Dreyri frá Blönduhlíð sem er undan
Kötlu frá Blönduhlíð, dóttur Glyms
frá Innri-Skeljabrekku,.
Kynbótamat:
Aðaleinkunn: 121 Sköpulag: 111
Hæfileikar: 116 Mæting: 118
Dómsorð afkvæma:
Ljósvaki frá Valstrýtu gefur stór hross.
Höfuðið er skarpt með vel opin augu
en stundum með djúpa kjálka. Hálsinn
er frekar vel settur, langur og grannur.
Bak og lend eru fremur vöðvafyllt
en lendin getur verið gróf. Samræmi
er mjög gott, fótahátt, léttbyggt og
sívalt. Fætur hafa öfluga liði og sinar
en sinaskil eru misgóð. Afturfætur
eru nágengir og framfætur fremur
útskeifir. Hófar eru nokkuð efnisgóðir
með hvelfdan botn en hælar geta verið
slútandi, prúðleiki er jafnan góður.
Afkvæmin eru oftar klárhross en
sé skeið fyrir hendi eru gæðin ekki
mikil. Töltið er takthreint og fremur
skrefmikið með góðum fótaburði en
vantar stundum mýkt, sama á við
um hæga töltið. Brokkið er fremur
skrefgott en fremur sviflítið og rými
getur skort.
Stökkið er skrefgott og hæga
stökkið takthreint en getur skort svif.
Fetið er takthreint en skortir stundum
framtak. Ljósvaki frá Valstrýtu gefur
stór og fótahá hross sem flest eru
sýnd sem klárhross með tölti. Þau eru
yfirveguð og fara ágætlega í reið með
góðum fótaburði og skrefi. Hann
hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Kolskeggur frá Kjarnholtum II
Kolskeggur er fjórtán vetra gamall
undan Hróðurssyninum Kvisti
frá Skagaströnd og Heru frá
Kjarnholtum. Hera er langræktuð
frá Kjarnholtum undan Lyftingu og
Kolskeggi eldri frá þeim bæ. Hann
er ræktaður og í eigu Magnúsar
Einarssonar. Hæstan dóm hlaut
Kolskeggur á vorsýningu á
Sörlastöðum árið 2017 þegar hann
var níu vetra gamall og fór þá í 8,86
í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk
hann 8,74 þar af 9,5 fyrir höfuð og
samræmi, 9,0 fyrir háls, herðar og
bóga og bak og lend. Fyrir kosti fékk
hann 8,94, hæst 9,5 fyrir skeið og
9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag
og fegurð í reið. Á keppnisbrautinni
hefur Kolskeggur verið farsæll og er
þess skemmst að minnast þegar hann
vann A-flokk gæðinga á nýliðnu
Landsmóti á Gaddstaðaflötum. Það
er ljóst af dómsorðum Kolskeggs
að hann skilar ágætlega sínum
eiginleikum til afkvæma sinna.
Hæst dæmda afkvæmið er Þór frá
Torfunesi undan heiðursverðlauna
hryssunni Bylgju frá Torfunesi,
Baldursdóttur frá Bakka. Auk þess
má nefna Kjalar frá Hvammi undan
Kráksdótturinni Krímu frá Hvammi
og Tappi frá Höskuldsstöðum sem er
undan Tign frá sama bæ en hún er
undan Ás frá Ármóti. Meðalaldur
sýndra afkvæma er 8,24 ár og af 153
fæddum hafa 25 skilað sér í dóm.
Kynbótamat:
Aðaleinkunn: 118 Sköpulag: 119 Hæfileikar: 114 Mæting: 112
Dómsorð afkvæma:
Kolskeggur frá Kjarnholtum gefur
hross í rúmu meðallagi að stærð.
Höfuðið er svipgott og skarpt með
vel opin augu. Hálsinn er reistur,
fínlegur, langur og hátt settur við
skásetta bóga en það getur borið
á undirháls. Bakið er breitt með
fremur góða yfirlínu og lendin er
jöfn og öflug. Samræmið er afar gott,
afkvæmin eru fótahá og léttbyggð
með sívalan bol. Fætur eru þurrir
með nokkuð öflugar sinar en frekar
lítil sinaskil. Afturfætur eru nokkuð
réttir en nágengir.
Hófar eru ágætlega efnismiklir
en hvelfingu í hófbotni getur verið
ábótavant, prúðleiki er meðalgóður.
Afkvæmin eru alla jafna alhliðageng.
Töltið er takthreint, rúmt og
skrefmikið með góðum fótaburði,
hæga töltið lyftugott en ekki alltaf
mjúkt. Brokkið er skrefmikið
og rúmt en getur verið ójafnt.
Skeiðgæðin eru misjöfn; skeiðið
er jafnan skrefgott en rými og takti
getur verið ábótavant. Stökkið er
ferðmikið og framhátt líkt og hæga
stökkið sem getur þó verið sviflítið.
Fetið er takthreint en skreflengd
mætti vera meiri. Kolskeggur gefur
framfalleg og léttbyggð alhliðahross
RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS
Halla Eygló
Sveinsdóttir.
Elsa Albertsdóttir.
Hrossarækt:
Stóðhestar sem hlutu viðurkenningu
fyrir afkvæmi haustið 2022
Ljósvaki frá Valstrýtu á Landsmóti á Gaddstaðaflötum 2022 og knapi hans, Árni Björn Pálsson. Mynd / Kolla Gr.
Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslenska hestinn var reiknað eftir alla dóma ársins í lok október 2022 og birt í WorldFeng. Þar kom í ljós
að tveir stóðhestar höfðu náð lágmörkum fyrir fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, Ljósvaki frá Valstrýtu og Kolskeggur frá Kjarnholtum II.
Kolskeggur var þegar búinn að ná þessum áfanga fyrir Landsmótið 2022 en mætti þar ekki með afkvæmahóp, en fékk hins vegar viðurkenningu
á haustráðstefnunni. Þá náði Kjerúlf frá Kollaleiru lágmörkum fyrir heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Kjerúlf frá Kollaleiru og Hans Kjerúlf á Ístölti Austurlands árið 2015. Mynd / Hafrún Eiríksdóttir