Bændablaðið - 09.03.2023, Síða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
fyrir tiltekin gen en einfaldast er að
hamra þetta þannig á tölvuna en þetta
eru nákvæmlega sömu tölugildin
og Stefán notaði í sínum fyrstu
ritgerðum en skrifaði þá niðurdregna.
Þetta eru að sjálfsögðu nákvæmlega
sömu genin og sumir fóru síðar að
tákna með bókstöfum með tilvísun til
enskrar tungu og tóku einnig upp að
skrifa það sem yfirskrift í venjulegri
textalínu. Í hverju erfðavísasæti eru
tvær útgáfur gensins, annað frá föður
en hitt frá móður. Oft er aðeins hægt
að ákvarða annað genið í sætinu út frá
lit gripsins. Í slíkum tilvikum mun ég
tákna óráðna genið með X.
Þegar þetta er dregið saman þá lítur
þetta þannig út. Í A sætinu er genið
A1 ríkjandi gen sem gefur hvítan eða
gulan lit hjá einstaklingnum. Séu
bæði genin í erfðavísasætinu A1 þá
segjum við einstaklinginn arfhreinan
hvítan og hann eignast aldrei nema
hvít afkvæm. A2 gefur gráan lit ef
hitt genið er A2 eða A5. og verður
rætt talsvert nánar síðar um ýmislegt
tengt A2 geninu. A3 gefur hins vegar
goltóttan lit sé hitt genið tilsvarandi
því sem áður er sagt í sambandi við
A2 genið.
Komi A4 í stað A3 í dæminu að
framan verður gripurinn botnóttur.
A5 er svokallað áhrifalaust gen og
víkjandi þannig að sé gripurinn
arfhreinn A5A5 þá kemur næsta
erfðavísasæti til sögunnar hér á eftir
og ræður dökkum lit. A5A5 er næst
algengasta arfgerðin hjá íslensku fé,
A1AX er sú langalgengasta en vegna
þess að A1 genið er ríkjandi getum
við ekki útfrá litnum einum og sér
aðgreint arfblendna og arfhreina gripi.
Að lokum lýsir Stefán A6 geninu
sem gaf grábotnóttan lit. Ýmislegt
bendir til að okkur hafi tekist að
týna þessu geni úr stofninum eins og
síðar verður rætt.Snúum okkur þá að
B sætinu. Þegar kindin er A5A5 þá
kemur B sætið til sögunnar og stjórnar
því hvert grunnliturinn verður svartur
eða mórauður hjá einstaklingnum. B1
genið gefur svartan lit og er ríkjandi. B2
er víkjandi gen og í arfhreinum B2B2
einstaklingum skilar það mórauðum
lit. Af þessu leiðir að aldrei fæðast
undan tveim mórauðum foreldrum
nema mórauð afkvæmi meðan
undan tveim svörtum foreldrum
er mögulegt að fá mórauð lömb.
Þannig er hreinræktun á mórauðu fé
sáraeinföld og hefur verið stunduð af
mörgum góðum fjárræktarmönnum
hér á landi eins og ég mun ræða síðar
í greinaflokknum.
Síðasta erfðavísasætið er svonefnt
S sæti. Þar eru tveir erfðavísar. Ef
einstaklingur er A5AX (nema ekki
A1) BXBX þá kemur S sætið til
sögunnar og stjórnar því hvort
einstaklingurinn verði einlitur eða
tvílitur. Hér finnast tvö gen. S1 er
ríkjandi gen og skilar okkur gripum
með hreina dökka liti leyfi arfgerðin
það að öðru leyti. S2 er aftur á móti
víkjandi genið í sætinu og gefur tvílit
ef grunnurinn er dökkur litur.
Hliðstætt og með mórauða litinn
þarf gripurinn að vera S2S2 til þess
að tvíliturinn komi fram.
Hvar skal byrja, hvar skal enda?
Ómögulegt er fyrir mig að finna
neina rökrétta röð á því sem mig
langar að spjalla um og tengist litum
hjá íslensku sauðfé. Hér að framan
ræddi ég að mögulega væri A6
erfðavísirinn sem gaf grábotnóttan
lit horfinn úr stofninum. Heyrt hef
ég suma efast um að genið hafi verið
að finna hjá íslensku fé. Það er fyrra.
Stefán segir frá tilvikum í ritgerð sinni
auk útreikninga sem hann birtir. Auk
þess byggir hann á frásögnum af
geninu frá Austurlandi. Ég man að
ég ræddi við hann um A6 genið og
sagði Stefán mér nákvæmlega hvar
þetta fé var að finna. Um aldamótin
þegar Bsb. Suðurlands var að byrja
að flytja hrútasæði til vesturheims
þá fékk Sveinn Sigurmundsson ákall
að vestan um að finna þetta gen.
Við gerðum okkur vonir um að hafa
höndlað genið þegar við völdum
Vestra 00-853 frá Þjóðólfshaga 2 á
stöð. Hann var grábotnóttur. Auðvita
reyndist hann venjuleg A2A4 gripur
líkt og ég held að allt grábotnótt fé
í landinu sé i dag. Oft reyndi ég að
skoða grábotnótta hrúta í skýrsluhaldi
fjárræktarfélaganna þar sem ég
hafði litagreiningu á einhverjum
afkvæmafjölda þó að því miður
ynnist mér aldrei tími til að forrita
leit að geninu í skýrsluhaldinu. Það
gæti einhver góður maður tekið að
sér í dag núna þegar skýrsluhaldið
nær orðið til nánast alls fjár í landinu.
Töpuð litagen
Ekki nóg með að okkur hafi mögulega
tekist að tapa A6 geninu. Annar
litaerfðavísir hefur einnig tapast hjá
íslensku sauðfé en það var erfðavísir
fyrir ríkjandi svörtum lit. Stefán
greinir frá þessu í doktorsritgerð sinni
og hefur eftir Páli Zophoníassyni. Ég
spurði Stefán nánar um þetta gen.
Hann sagðist hafa séð gögn hjá Páli og
þegar þessi tvö stórveldi á þessu sviði
lögðu saman vissu þeir áreiðanlega
sem sínu nefi nam. Þetta fé sagði
Stefán að hafi með vissu fundist í
Gufudalssveit á fyrri hluta síðustu
aldar en væri nú áreiðanlega með
öllu horfið. Gen fyrir ríkjandi svörtu
mun vel þekkt og rannsakað hjá Dala
kyninu í Noregi.
Eftir þessar dapurlegu fréttir um
týnd litargen hjá íslensku sauðfé
er rétt að enda þennan pistil á
jákvæðari nótum. Í grein Emmu
og samstarfsmanna er sagt frá Úlfi
19-507 í Hlíð í Lóni sem þau Bjarni
og Kristín áttu. Hrúturinn sýndist næst
því að vera grámórauður að lit. Hér er
samt áreiðanlega um nýtt gen að ræða
vegna þess að þegar haldið er undir
hann dökkum ám fóru að fæðast hvít
afkvæmi. Samkvæmt minni þekkingu
er þetta fyrsta dæmi um slíkt hjá sauðfé
í okkar heimshluta, að það fæðist hvít
afkvæmi þegar æxlað er saman tveim
dökkum kindum. Hér er áreiðanlega
komið verðugt verkefni fyrir unga
vísindamenn að rannsaka nánar og
hljóta af heimsfrægð. Við Bjarni
ræðum saman vikulega nær eingöngu
um sauðfé. Eftir að ég las um hrútinn
í grein Emmu hef ég aflað mér frekari
upplýsinga um málið en fram koma
í áðurnefndri grein. Hrúturinn sjálfur
er dauður. Bjarni segir hins vegar að
genið hafi fyrst komið fram hjá móður
Úlfs. Segist hann sérstaklega hafa sýnt
mér þessa á, þegar ég var þar einhverju
sinni í fjárstússi með honum, og spurt
mig hvaða litur væri á ánni. Segir mig
ekki hafa sýnt þessu neinn áhuga en
því miður löngu gleymt. Undan Úlfi
munu nú til tveir synir hans sem sýnt
hafa sams konar litaerfðir hjá sínum
afkvæmum og faðir hans gerði.
Rannsóknaefniviðurinn bíður eftir
færum vísindamanni og fær hann
áreiðanlega í kaupbæti mikla fræðslu
um íslenska sauðfjárrækt hjá Bjarna.
Jón Viðar Jónmundsson,
sjálfstætt starfandi
búvísindamaður.
Úlfur 19-507 frá Hlíð í Lóni bar stórfenglegustu stökkbreytingu í litaerfðavísi sem dæmi eru um hér á landi. Þó að
hann sé dauður sjálfur lifir stökkbreytingin hjá einhverjum afkvæma hans. Mynd / Harpa Dagbjört Bjarnadóttir
Sagt er frá leit Jóns Viðars Jónmundssonar og Sveins Sigurmundssonar
að A6 geninu fyrir vesturheimska fjáreigendur í greininni. Þar kemur Vestri
00-853 til sögunnar. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Talsett Vinnuvélanámskeið á netinu
Vélaskólinn
www.velaskolinn.is
MARKAÐSSJÓÐUR
SAUÐFJÁRAFURÐA
Íslenskt lambakjöt auglýsir eftir
umsóknum í sjóðinn fyrir 2023.
Styrkhæf eru verkefni sem talin eru styrkja
verðmætasköpun í matvöruhluta íslenskra
sauðfjárafurða. Falli undir að teljast nýsköpun,
vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf.
Umsóknarfrestur er til og með 14.mars 2023.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá
framkvæmdastjóra í netfanginu
haflidi@icelandiclamb.is
Kúabú til sölu.
Kúabúið í Akbraut í Rangárþingi ytra er til sölu.
Jörðin er leigujörð í eigu Hagakirkju.
Einbýlishús 210fm og lausagöngufjós með 47 legubásum og mjaltabás byggð árið 2010.
Framleiðsluréttur í mjólk 133.206L
Góð tún og sterkur stofn mjólkurkúa.
Öll nauðsynleg tæki og tól til búskapar fylgja.
Verð: 170.000.000.-
Allar nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali í síma
896 9565 eða loftur@husfasteign.is
Kúabú til sölu.
Kúabúið í Akbraut í Rangárþingi ytra er til sölu.
Jörðin er leigujörð í eigu Hagakirkju.
Einbýlishús 210fm og lausagöngufjós með
47 legubásum og mjaltabás, byggð árið 2010.
Framle slu é tur í mjólk 133.206L.
Góð tún og sterkur stofn mjólkurkúa.
Öll nauðsynleg tæki og tól til búskapar fylgja.
Verð: 170 .000,-
Allar nánari pplý ingar veitir
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali
í síma 896 9565 eða loftur@husfasteign.is
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta