Bændablaðið - 09.03.2023, Side 63

Bændablaðið - 09.03.2023, Side 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiSÝN BLÓÐ- HLAUP TVEIR EINS GJALDA BERA BLANKUR MYLSNA FRJÁLST KVARTANIR KK NAFN AÐGÁT EIRULEYSI VERKFÆRI VISNA ÁVÖXTUR TÆTA ÁVÖXTUR FYRIR- BOÐIFUGL TVEIR EINS RÍKI Í EVRÓPU FÚLVIÐRI ÖFUG RÖÐ GNÆFA BORG UTAN SLEKT FULL- FRÍSK AÐALS- TIGN DRYKKUR LEGG ENDA- VEGGUR RÚST SKORPA AUÐ- KENNDUR ÓSKUNDI SVERFA HER- BORG ÖFUG RÖÐ NEÐRA SÆGUR ÞÖKK RÍKI Í AFRÍKU LÉLEG KVK NAFN ÁRÁS HENTA SKJÁLFI ÁBURÐUR SÉRDEILIS FJARLÆGÐ STOÐ KK NAFN TALA ÓVARINN UMFRAM TVEIR EINS SPOR STÍA ÍÞRÓTT ÁTT REFUR TÓNN STEIN- HISSA SKOT AFLVAKI JURT UPP- SPRETTA SÝTA M Y N D : Y U R IY K V A C H ( C C B Y -S A 4 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ T H IS .I S • K R O S S G A T U R .G A T U R .N E T 192 FRAM- VEGIS OFURSELJA EFTIR- LÍKING KVK. NAFN LJÓMA VERKFÆRI FORDÆMA Á F E L L A S T TRÉ  ARKAR- BROT F Ó L Í Ó ÍLÁT KYRTLA K E R TVEIR EINS R R K A S Í N A A N S I EKKI NOKKRU ÖFUG RÖÐ E N G U FÓÐRA FRJÓ- KORN BJÁSTUR Ó M A K ERFIÐ REIÐI T R A U Ð FÆÐI FJANDI GRUNA SPIL SKRIK U N G U R LAGFÆRA LÆTI STREYMIR R U S K NÓTA VERNDA R ENÝR N Æ R ÞOLI ÁVÖXTUR A F B E R ÖFUG RÖÐ BAUKUR I H SJÓNAR- MIÐ IKEMST G R Ó F LÍFFÆRI HLJÓTA L U N G A ÁBREIÐA STEIND L A KHRJÚF A A ÓVISS KUNNÁTTA E F I N S BRÚSK FUGL S K Ú F ERFIÐITVEIR EINS H FUGL PATA K R Á K A ÍÞRÓTT BLÖSKRA S K V A S S Ó F Ú S FESTA DREITILL K R Æ K J A TVEIR EINS NÆGILEGT T TFRÁ- BITINN P U N K T A FREKAR TVEIR EINS G J A R N A RGLÓSA U R M A S T J A Á R SLÓ LEIKUR H H J A Ó R HIRÐU- LEYSINGI K S SMUGA Ó G Ð A I T VARÐ- VEISLA SKILAR SÉR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ T H IS .I S • K R O S S G A T U R .G A T U R .N E T 191 Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler www.bbl.is Byggðasafn Árnesinga er með sína starfsemi í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ ásamt því að sjá um Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Rjómabúið á Baugsstöðum. Margt er því að sjá í söfnum Byggðasafns Árnesinga. Húsið, sem hefur staðið af sér sunnlensku rigninguna frá árinu 1765, er aðaldjásn safnsins þar sem ganga má um alla bygginguna og setja sig í fótspor kaupmannsins, vinnukonunnar eða vikapiltsins. Húsið á Eyrarbakka er í hópi tíu elstu húsa landsins og var um langt skeið frægt fyrir athafnasemi íbúa þess og áhrif á sunnlenskt mannlíf. Þar var engum í kot vísað. Í Húsinu er forvitnileg saga rakin fram til okkar daga en í viðbyggingunni, Assistentahúsinu frá 1881, eru vel valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir, þar á meðal verslunarsagan þegar Bakkinn var og hét sem helsti verslunarstaður Sunnlendinga. Í borðstofu Hússins eru sérsýningar safnsins haldnar og er um þessar mundir verið að vinna að athyglisverðri sýningu sem opnar 1. apríl og fjallar um Ásgrím Jónsson listmálara frá Rútsstaða-suðurkoti í Flóa en hann var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka árin 1890 til 1892. En utan Hússins er margt að sjá. Eggjaskúrinn er tileinkaður minningu Peters Nielsens, faktors Lefolii-verslunar á Eyrarbakka, sem rannsakaði náttúruna og skrifaði greinar um íslenskar fuglategundir. Hann beitti sér fyrir friðun íslenska hafarnarins árið 1913. Fuglar og útblásin egg úr íslenskri náttúru eru í Eggjaskúrnum. Rétt vestan Hússins er lítið gamalt timburhús, Kirkjubær að nafni. Þar er sagt frá draumum og veruleika alþýðunnar í héraðinu 1920 til 1940 þegar útvarpið, mjólkurbúið og stígvélin komu til sögunnar. Hinum megin á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Það var stofnað utan um varðveislu síðasta áraskipsins sem smíðað var á Eyrarbakka, Farsæls, tólfróins teinærings sem smíðaður var af Steini Guðmundssyni skipasmið árið 1915. Steinn Guðmundsson í Steinsbæ á Eyrarbakka (1838-1916) var afkastamikill skipasmiður og smíðaði tæplega 400 árabáta og áraskip á sinni löngu starfsæfi. Það vinnulag hafði hann að bölva ekki á meðan kjölurinn var lagður að nýjum bát. En hvað um það þá er Farsæll eini báturinn sem til er smíðaður af Steini skipasmið á Eyrarbakka. Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka má fræðast um bátinn Farsæl, fiskveiðiaðferðir og sjómannslífið og myndar safnið tengsl við Þuríðarbúð á Stokkseyri sem er reist til minningar um Þuríði Einarsdóttur, sögufræga sjókonu. Austan Stokkseyrar er Rjómabúið á Baugsstöðum, lifandi minnisvarði um merkan þátt í atvinnusögu landsmanna í upphafi 20. aldar. Til útflutnings voru framleiddir ostar og smjör sem „Danish butter“. Rjómabúið á Baugsstöðum hefur varðveist í upprunalegri gerð og eru vélar þess gangsettar þegar allar aðstæður eru fyrir hendi. Við Byggðasafn Árnesinga starfa þrír starfsmenn í fullu starfi auk sumarstarfsmanna. Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga í Árnessýslu, er eigandi safnsins. Tekið er á móti gestum á auglýstum opnunartímum og einnig er tekið á móti hópum og skólum allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu www.byggdasafn.is. Lýður Pálsson, safnstjóri á Byggðasafni Árnesinga. Mynd / Lýður Pálsson. MENNING Söfnin í landinu: Meira en bara Húsið Mynd / Ólafur Hannesson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.