Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Side 8
— Föroya fiskimannafélag, Óli Jakobsen.
— Alþýðusambandi Noregs, Leif Haraldseth.
— AlþýSusambandi Svíþjóðar, Harry Fjallström.
— TCO í Svíþjóð, Esbjörn Melin.
Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga var boðið að senda fullrrúa á
þing okkar, en fyrir helgi sendi framkvæmdastjóri þess, Kersten, kveðjur
sínar til þingsins, en sagðist ekki komast vegna anna í þessari viku, m. a.
væri þá framkvæmdastjórafundur sambandsins og aðrir fundir tengdir hon-
um.
Við höfðum einnig boðið fulltrúa frá verkalýðssamtökunum á Grænlandi,
en þau hafa ekki séð sér fært að þiggja það, vegna anna við undirbúning
kjarasamninga.
Þá býð ég hjartanlega velkomna sem gesti okkar fyrrverandi forseta AI-
þýðusambandsins, þá Guðgeir Jónsson og Helga Hannesson. Hannibal Valdi-
marssyni hafði líka verið boðið, en því miður þá gat hann ekki verið hér.
Ég hafði einnig vænst þess að Björn Jónsson, kjörinn forseti Alþýðusam-
bandsins frá síðasta þingi, gæti verið hér með okkur við setninguna, en af
því gat ekki orðið. Ég legg því til að þingið sendi honum svohljóðandi skeyti:
„34. þing Alþýðusambands íslands sendir þér árnaðaróskir með þökk
fyrir frábært forystustarf innan íslenskrar verkalýðshreyfingar um áratuga
skeið frá unga aldri. Þér og fjölskyldu þinni óskum við allra heilla.
34. þing Alþýðusambands fslands."
Agætu félagar og heiðruðu gestir.
Fyrir þessu Alþýðusambandsþingi liggja mikil verkefni. Við erum ný-
komin frá kjarabaráttu, sem stóð yfir megnið af þessu ári, þar sem barist var
fyrir því að hrinda þeirri kjaraskerðingu, sem launafólk hefur orðið fyrir á
undanförnum árum. Jafnhliða þessum samningum gaf núverandi ríkisstjórn
yfirlýsingu um að hún muni beita sér fyrir ýmsum félagslegum umbótum til
lausnar vinnudeilum. Ríkisstjórnin hefur þannig lýst yfir samþykki sínu við
þá heildarlausn, sem varð niðurstaða vinnudeilunnar. Ég trúi því þess vegna
ekki að óreyndu, að hún geri neinar þær ráðstafanir sem myndu leiða til
skerðingar á samningunum.
Við hljómm að standa einhuga vörð um að kaupmátturinn, sem samið hef-
ur verið um, verði ekki skermr.
Kjaramálin eru hér á dagskrá þingsins og mun það móta sína stefnu í
þeim fyrir næsm framtíð.
Stefnuyfirlýsing Alþýðusambands íslands var samþykkt á síðasta þingi og
ákveðið að hún gilti aðeins út kjörtímabilið. Kosin var milliþinganefnd til
6