Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 92

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 92
í lok febrúar 1974 var gengið frá nýjum kjarasamningum, sem fólu í sér mjög miklar grunnkaupshækkanir. Þessu fylgdi 6,18% hækkun verðbóta frá 1. mars 1974. Þar sem þetta tvennt fór saman steig kaupmátrur mjög í marsmánuði 1974. Á mynd 1, sem sýnir á myndrænan hátt kaupmátt kaup- taxta verkamanna á árunum 1972 til 1980, sést hve hratt og hversu hátt kaupmáttur reis á þessum tíma. Afturkippurinn sem fylgdi í kjölfarið var fyrst í stað mjög hraðfara og stóð í heilt ár. A árinu 1975 má segja að nærri hafi tekist að halda í horfinu með bráðabirgðasamkomulaginu 26. mars og samningnum 13. júní. A mynd 1 sést að kaupmátturinn sveiflast um 100 stiga markið á árinu 1975. Á árinu 1976 sígur kaupmátturinn nokkuð og er að meðaltali í 96.5 stigum á því ári. Kjarasamningarnir, sem gerðir voru 22. júní 1977, komu í kjölfar þriggja ára tímabils, sem var launafólki mjög óhagstætt. Þetta tímabil var lengst af einnig óhagstætt þjóðarbúskapnum í heild sinni, þar sem saman fóru stökk- breytingar olíuverðs og verðfall á þýðingarmestu útflutningsvörum okkar. Ef litið er á mynd 1 sést, að með samningunum 1977 var kaupmætti launa lyft verulega. Kaupmáttur taxtakaups verkafólks stefndi með þeim samn- ingum nokkru hærra en náðist á árunum 1972-1973. Á árinu 1977 var kaupmáttur kauptaxta verkamanna 105,1 stig að meðaltali (1971 = 100) og var að meðaltali 9% betri en árið á undan. Á árinu 1978 batnaði kaupmátt- urinn enn um 7—8% og var á því ári 113,2 stig að meðaltali og var þó undir högg að sækja vegna íhlutunar stjórnvalda í kjarasamningana frá 1977. Svo sem sjá má af mynd 1 er kaupmátturinn æði sveiflukenndur síð- ustu árin og endurspeglar það fyrst og fremst hina öru verðlagsþróun. Á árinu 1979 rýrnaði kaupmáttur taxtakaups verkamanna um tæp 2%. Þann 25. júní var gert samkomulag um 3% hækkun launa og samningar voru þá bundnir til ársloka 1979. í apríl 1979 voru sett lög „um stjórn efnahagsmála o. fl." (Ólafslög). Með lögum þessum var áður gildandi verðbótaákvæðum breytt. Breytingarnar fela m. a. í sér frádrátt eða viðbót við verðbætur vegna breyttra viðskiptakjara og frádráttarlið vegna breytinga á tóbaks- og áfengisverði auk þess sem afnuminn var verðbótaaukinn, sem bætti upp tafirnar, sem eru á verðbóta- hækkunum. Á sjö fyrstu verðbótatímabilunum eftir setningu Ólafslaga hefur viðskiptakjaraákvæðið mælt verðbótaskerðingu í sex skipti, en aldrei við- auka á verðbætur. Með rýrari verðbótaákvæðum en áður lækkaði kaupmatt- ur allmikið einkum eftir mitt ár 1979. Þessi þróun hefur haldið áfram á yfir- standandi ári, allt þar til nýir kjarasamningar voru gerðir 27. okt. sl. Áætl- anir benda til þess, að kaupmáttur taxtakaups verkamanna verði á árinu 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.