Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 122

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 122
• Kortleggja þarf vinnumarkaðinn og þau störf sem þar eru og skilgreina æski- lega þróun í þeim efnum með tilliti til markmiða ASI í atvinnumálum um góð störf og hátt launastig. Þessi úttekt þarf í senn að taka mið af vinnumark- aðinum í heild og staðbundnum aðstæðum. • Núverandi námskipan á framhaldsskólastigi verði endurskoðuð eftir því sem tilefni gefst til og nýjar námsbrautir skilgreindar þannig að þær fullnægi sem best aðstæðum og markmiðum í atvinnumálum og kröfum og væntingum ungmennanna um spennandi og framsækna menntun. • Gefa þarf uppbyggingu námsbrauta með áherslu á verk- og tæknimenntun forgang fram yfir hefðbundið bóknám. Við stofnsetningu nýrra námsbrauta verður að leggja sérstaka áherslu á að auka framboð á starfsnámi á fjölmörg- um sviðum framleiðslu og þjónustu. Námið verði skipulagt í lengri og styttri námsbrautum sem öllum ljúki með viðurkenndu mati til starfa og frekara náms. Þessi uppbygging verður að byggja á almennum grunni en jafnframt er mikilvægt að fræðslustofnanir fái svigrúm og hvatningu til að laga fram- boð á námi að staðbundnum aðstæðum og þörfum. Þannig geta og eiga fram- haldsskólarnir að verða virkir þátttakendur í atvinnuuppbyggingu hver á sínum stað. • Mikilvægt er að við upphaf náms og meðan á námi stendur eigi nemendur kost á öflugri námsráðgjöf og aðstoð ef vandamál koma upp eftir að nám er hafið. Slík ráðgjöf byggir á því að kanna áhugasvið og hæfni nemandans og tengja það því námsframboði sem er til staðar jafnframt því sem nemandinn er upplýstur um þætti eins og atvinnulíkur og kjör. I gegnum slíka námsráð- gjöf eiga einnig að skapast skilyrði fyrir atvinnulífið til að koma á framfæri upplýsingum um stöðu og væntanlega þörf fyrir starfsmenn á mismunandi sviðum. I skólunum þarf að veita nemendum fræðslu um réttindi og skyldur sem fylgja því að vera þátttakandi í atvinnulífinu. • Framboð á fjölbreyttu og áhugaverðu verk- og starfsnámi byggir á því að skólinn búi við hagstæð rekstrar- og þróunarskilyrði. Mikilvægur liður í því að skapa þessi starfsskilyrði er að tengja skólann sterkum og lifandi böndum við atvinnulífið; verkalýðshreyfinguna og fyrirtækin. Auka þarf til muna áhrif atvinnulífsins á uppbyggingu, framkvæmd og stjórnun náms á fram- haldsskólastigi. Samhliða verður atvinnulífið að taka á sig ríkari ábyrgð. • Með námskrá á að skilgreina markmið og gæðakröfur í námi á framhalds- skólastigi. Henni verður síðan að fylgja eftir með virku eftirliti bæði innan skólanna og utan frá þannig að nemendur fái tilskylda menntun eins og þeir eiga rétt á. Nauðsynlegur þáttur í slíku eftirliti er að leita kerfisbundið eftir viðbrögðum og ábendingum frá atvinnulífinu sjálfu. Mikla áherslu verður að leggja á að nemendur séu ekki blekktir með innihaldsrýrum starfsmennta- brautum heldur verði þeim boðið nám sem hefur raunverulegt gildi í at- vinnulífinu. • í ljósi þess að verkaskipting milli framhaldsskóla mun fara vaxandi á sviði 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.