Ský - 01.12.2000, Page 8

Ský - 01.12.2000, Page 8
Sórfræðíngar Búnaðarbankans Verðbrófa vísa þór veginn ndanfarin ár hefur verð á hlutabréfum hækkað mikið, jafnt innanlands sem utan. Astæður þessa eru margvíslegar, s.s. hagstætt efnahagsumhverfi, ný tækni og miklar væntingar fjárfesta varðandi framtíð fyrirtækja. Þetta hefur leitt til þess að ýms- ar greinar atvinnulífsins hafa verið ofmetn- ar og nú virðast markaðir vera að leiðrétta sig í samræmi við þessa þróun. Við þær að- stæður myndast oft kauptækifæri í áhuga- verðum fyrirtækjum. Á línuritinu má sjá þróun fjögurra vísi- talna frá ársbyrjun 1999, vísitölu Aðallista VÞI, heimsvísitölu Morgan Stanley, vísi- tölu sem inniheldur ríkisskuldabréf með fimm ára líftíma og alþjóða skuldabréfa- vísitölu J.P. Morgan. Á árinu 1999 og í byrjun 2000 skar vísitala Aðallista sig tölu- vert úr með 75% hækkun en vísitalan náði hámarki í byrjun apríl á þessu ári. Frá árs- byrjun 2000 og þar til vísitalan náði há- marki hækkaði hún um 30%. Þá hækkun má telja óeðlilega mikla á svo stuttum tíma enda kom að því að vísitalan lækkaði og þá allverulega. Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. er blandaður verðbréfasjóður sem sýnt hefur hæstu ávöxtun sambærilegra sjóða allt frá stofnun hans, 1. nóvember 1996. Sá góði árangur helgast af traustri sjóðsstjóm sem miðar að því að hámarka ávöxtun sjóðsfé- laga ásamt því að ná sem bestri áhættu- dreifingu. Áhættudreifing er sérstaklega mikil- væg í því árferði sem nú ríkir þar sem einstaka hlutabréf hafa fallið um meira en helming í verði á nokkrum mánuðum. Því hefur Hlutabréfasjóður BÍ allt frá stofnun dreift áhættunni með því að fjár- festa ekki eingöngu í innlendum hluta- bréfum og eru eignir hans í skuldabréfum og erlendum verðbréfum um helmingur af heildareignum. Sjóðurinn hefur verið vinsæll kostur í desember enda bættust við rúmlega 3.000 nýir hluthafar í einum mánuði í fyrra. Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans er fjöl- mennasti hlutabréfasjóður landsins og er fjöldi hluthafa nú að nálgast 10.000. Hann veitir skattaafslátt og er því tilvalinn fyrir hinn almenna fjárfesti sem hugar að hluta- bréfakaupum fyrir áramótin. Hægt er að ganga frá kaupum með einu símtali, s. 525 6050, eða í gegnum intemet- ið, www.bi.is/verdbref. Einnig er boðið upp á beingreiðslur og boðgreiðslur með Visa og Euro. Ávöxtun vs. áhætta Fjárfesting í hlutabréfum er mjög áhættu- söm og því er mikilvægt ef fjárfest er í ein- stökum hlutabréfum að kynna sér viðkom- andi fyrirtæki og markað. Fyrir hinn almenna fjárfesti er áhættuminnst að fjár- festa í hlutabréfasjóði eins og Hlutabréfa- sjóði Búnaðarbankans þar sem fjárfest er í mismunandi tegundum verðbréfa. Sjóður- inn kemur vel út í samanburði við sam- bærilega sjóði og þá sérstaklega þegar ávöxtun og áhætta eru vegin saman. Fjár- festar verða að gera upp við sig hve mikla áhættu þeir eru tilbúnir að taka og fyrir suma getur hentað betur að fjárfesta í skuldabréfasjóðum en hlutabréfasjóðum. í því sambandi má benda á kosti eins og Eignarskattsfrjáls bréf, Hávaxtabréf og Veltubréf. Margir f járfestingarkostir í boði Búnaðarbankinn Verðbréf býður upp á marga ólíka hlutabréfasjóði. Þar á meðal eru alþjóðasjóðir bankans sem henta þeim sem vilja dreifa safni sínu í erlendum bréfum. Þeir heita Alþjóða hlutabréfa- sjóðurinn, Framsækni alþjóða hlutabréfa- sjóðurinn og Internetsjóðurinn. Allir þessir sjóðir nýta reynslu helstu sérfræð- inga heims í sjóðstýringu með því að fjár- festa í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun. Þá býður Búnaðarbankinn Verðbréf einnig upp á sjóðina ÍS-15 og spegilsjóð hans, Icelandic Equity Fund, sem fjárfesta eingöngu í innlendum hlutabréfum. Veraldarvefurinn og fjárfestingar Veraldarvefurinn er ágætis verkfæri fyrir þá sem vilja kynna sér hlutabréfamarkaðinn og taka vel upplýstar ákvarðanir. En hvar á að byrja? Fjármálasíðumar eru eins misjafnar og þær em margar og því er rétt að benda á nokkrar sem koma sér vel í leitinni að réttum upplýsingum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um fjármál eru www.fool.com og www.smartmoney.com mjög aðgengilegar vefsíður. Þar má finna ýmsar greinar um einstök fyrirtæki, atvinnu- greinar og fjármálakennslu. Ef ætlunin er að fylgjast með gengi á fjármálamörkuðum frá degi til dags má benda á www.cnnfn.com. Að lokum má ekki gleyma því að Búnaðar- bankinn Verðbréf er með margverðlaunað vefsvæði, www.bi.is/verdbref, þar sem hægt er að fylgjast með tilboðum og viðskiptum á íslenska markaðnum auk ýmissa annarra upplýsinga. 6 'ský Helga Thoroddsen, innlend stýring, Búnaðarbankinn Verðbréf.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.