Ský - 01.12.2000, Síða 12

Ský - 01.12.2000, Síða 12
Ikingut Er Villiljós fimm sögur eða ein? Kvikmyndir nútímans eru ekki lengur einhamar, það er síður en svo skilyrði að sagan sé ein, hetjan ein og útkom- an ein. Þannig er orðið áberandi frá- sagnarform í kvikmyndum að segja mismunandi sögur í upphafi - að því er virðist - sem svo taka að renna saman og tengjast að einhverju eða öllu leyti þegar líða tekur á. Villiljós, ný kvikmynd gerð eftir handriti Huldars Breiðfjörð, er kleyf- huga kvikmynd, ef svo má að orði komast. Hún er fimm sögur í einni mynd, fimm söguþræðir sem spinn- ast sundur og saman smátt og smátt og mynda örlagavef ólíkra persóna sagnanna fimm, sem svo er lýst af aðstandendum myndarinnar: „í Reykjavík nútímans stefnir allt í ósköp venjulegt kvöld þar til raf- magnið fer af ... Ólétt stúlka festist í hraðbanka um leið og hún fær hríð- ir. Líkbílsstjóri berst við draug með hjálp páfagauks og hefur ofsaakstur um dimmar göturnar. Rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fer út um þúf- ur þegar eldri hjón reyna að leggja þeim lífsreglurnar. Flugvél með hljómsveit innanborðs villist af leið á meðan tónlistarmenn- irnir, eins og aðrir þetta kvöld, reyna að sjá Ijósið í myrkrinu. Og hvað ger- ir fullkomnunarsjúki kærastinn þeg- ar hann kemur að kærustunni í rúm- inu með blindum manni? Skutlar honum heim?" Sögunum fimm er leikstýrt af fimm mismunandi leikstjórum, þeim Degi Kára Péturssyni, Ingu Lísu Middleton, Ásgrími Sverrissyni, Ragnari Braga- syni og Einari Þóri Gunnlaugssyni en meðal leikara eru Ingvar E. Sigurðs- son, Eggert Þorleifsson, Björn Jör- undur, Edda Björgvinsdóttir, Egill Ólafsson og margir fleiri. -fin B í Ó Ikingut Islensk fjölskyldumynd sem gerist fyrir 300 árum á norðanverðum Ströndum. Dag einn rekur ísjaka á land og með honum kemur grænlenskur drengur. Koma hans setur allt á annan endann í hjátrúarfullri sveitinni. Aðalpersóna myndarinnar er sonur prestsins á staðnum, en hann vingast við hinn grænlenska jafnaldra sinn. Þetta er fjörug ævintýramynd sem að sögn framleiðenda byggist meira á alls kyns tæknibrellum en jafnan sjást í íslensk- um bíómyndum. Handritið er eftir Jón Steinar Ragnarsson og leikstjóri er Gísli Snær Erlingsson. Unbreakable Bruce Willis leikur David Dunne sem sleppur óslasaður úr hörmulegu lest- arslysi þar sem allir aðrir farast. í kjöl- farið birtist ókunnugur maður, leikinn af Samuel L. Jackson, sem útskýrir fyrir honum af hverju hann slapp. Þær upplýsingar kollvarpa lífi Dunne. Há- spennumynd með dulrænu yfirbragði eftir M. Night Shyamalan, sama leik- stjóra og handritshöfund og gerði hina frábæru mynd The Sixth Sense. Þegar Trölli stal jólunum Þessi sígilda jólasaga Dr. Theodores Seuss segir frá því er grænhærða og hjartasmáa skrímslið Trölli kemur til byggða á aðfangadag í þeim erinda- gjörðum að stela jólunum. Það er Jim Carrey sem leikur Trölla með miklum tilþrifum eins og hans er von og vísa. Carrey er með öllu óþekkjanlegur í gervinu en það fer þó ekki milli mála hver er á ferðinni þegar hann byrjar að geifla sig, fetta og bretta. Leikstjóran- um Ron Howard (Appoilo 13, Back- draft, Splash) þykir hafa tekist vel að fanga drungalegt andrúmsloft sögu Dr. Seuss og fyrir vikið er myndin tæplega við hæfi allra yngstu bíógesta. Saving Grace Hvað á virðuleg ensk smábæjarhúsfrú að gera þegar eiginmaður hennar stekkur út úr flugvél án fallhlífar og skil- ur hana eftir með fjallháan bunka af áður óþekktum skuldum? Marijúana- ræktun er örugglega ekki fyrsta svarið. Það er þó einmitt ráðið sem Grace Trevethen, leikin af Brendu Blethyn, grípurtil í örvæntingu sinni. Drepfyndin og afbragðsvel leikin mynd þar sem Blethyn brillerar í aðalhlutverkinu. Litlu síðri er Craig Ferguson, en hann leikur garðyrkjumanninn sem fær hana með sér í landbúnaðinn. I0 ský
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.