Ský - 01.12.2000, Side 16
FYRST & FREMST
HLJOMSVEITARSTJORINN
Oskar Guðjónsson, saxófónleikari, hefur ásamt hljómsveit sinni, Delerað, gefið út plöt-
una Söngdansar Jóns Múla Árnasonar og búið lögum hins aldna meistara nýstárlegan og
djassaðan búning. Oskar starfar nú í London og spilar reglulega með plötusnúðum á ein-
um stærsta skemmtistað borgarinnar.
Ljósmynd: Páll Stefánsson
Hvað er Deierað?
Þetta er sjö manna band sem ég setti sam-
an af þessu tilefni. A slagverk er Pétur
Grétarsson, á trommur Birgir Baldursson
og Matthías M. D. Hemstock, á kontra-
bassa Þórður Högnason og síðan tveir gít-
arleikarar, Hilmar Jensson og Eðvarð
Lárusson.
Hvenær hóf hljómsveitin störf
við prógrammið hans Jóns Múla?
Þetta byrjaði sumarið 1998 þegar við héld-
um tvenna tónleika í Iðnó við frábærar
undirtektir. í fyrra tókum við prógrammið
svo loksins upp og gefum út núna.
Hvað kemur til að þú djassar
upp gömlu þekktu slagarana
hans Jóns Múla?
Það er svolítið fyndið þegar maður fer að
spá í það að ég er hvítur, íslenskur djass-
tenórsaxófónleikari. Sú setning gengur ein-
hvern veginn varla upp. Svo ég fór að spá:
Bandarískir djassarar eru alltaf að spila
standardana sína svokölluðu, sem eru
söngleikjalög frá 1930 til 1960. Og hvað
kemur upp í hugann þegar litið er til ís-
lenskra söngleikja: Jón Múli Árnason.
Hvernig eru útsetningarnar?
Þekkir fólk þessi gömlu ein-
földu lög í framúrstefnulegum
flutningi djassvirtúósa?
Útsetningarnar eru tiltölulega mikið öðru-
vísi og sumar framúrstefnulegar. Með því
að þurfa ekki að hafa textana og syngja þá
leyfist manni ýmislegt annað og fleiri áttir
opnast. Hingað til hafa lögin náttúrlega
tengst afar sterkum böndum við texta
Jónasar, bróður Jóns, og þetta er í fyrsta
sinn sem dagskrá af þessu tagi er búin til.
En prófraunin á það hvort fólk þekkti og
kynni við okkar túlkun kom á fyrstu tón-
leikunum. Eftir nokkur lög leit ég út í sal
og sá að meðalaldurinn var kringum sex-
tugt. Þá varð mér ekki um sel og hugsaði
með mér að okkur yrði sennilega slátrað
fyrir ósvífnina ...
Og hvað gerðist?
Það var bara stanslaust klapp frá fyrsta
lagi. Ekkert mál.
Ætlar þú að græða á jólaplötu-
flóðinu?
Ja, vandi er um slíkt að spá! Nei, það er nú
ekki ástæðan fyrir útgáfunni. Það hefur
bara myndast sú hefð á íslandi að plötur
séu gefnar út á þessum tíma og þegar Mál
og menning sýndi áhuga á að gefa efnið út
stóð ekki á okkur.
Þú hefur starfað og búið í
London síðustu misserin. Hvað
kom til að þú fluttist þangað?
Það hafði blundað lengi í mér að fara til út-
landa, kynnast öðrum siðum og menningu
og hvemig væri að lifa sem tónlistarmaður
annars staðar en á Islandi. Það eina sem ég
þekkti fram að því var íslenska senan svo
samanburðurinn var vel þeginn; hvað er
gott og siæmt hér heima og hvernig maður
stendur miðað við erlenda kollega sína.
Hvað hefur þú helst unnið við
eftir að þú fluttir út?
Eg hef sýslað hitt og þetta. Spilað í hljóð-
verum inn á plötur og leiksýningar en mest
hef ég verið að spila með plötusnúðum. Eg
er kominn með fast gigg inni á skemmti-
staðnum Home á Leicester Square, sem er
sennilega eitt af þremur helstu diskótekun-
um í London ásamt Ministry of Sound og
Fabric. Þetta er gífurlega stór staður, á
fimm hæðum og vel sóttur.
Hvenig finnst þér að spila með
plötusnúðum?
Það er fyndið til þess að hugsa að ég próf-
aði það í fyrsta sinn á Islandi, þegar út-
varpsstöðin X-ið var að byrja, '92 eða '93.
Þá spilaði ég með Robba Chronic og fannst
það bara skemmtilegt. Þetta er mikil fróð-
leiksnáma fyrir mig því ég næ einfaldlega
ekki að fylgjast alveg nógu vel með því
sem er að gerast í dans- og raftónlist.
Einnig er þetta ein besta æfing fyrir eyrun
sem völ er á því að ég þarf alltaf að vera að
bregðast við því sem plötusnúðurinn er að
gera. Þetta er hreinn spuni og mjög lær-
dómsríkt. Það verður líka einfaldlega að
viðurkennast að plötusnúðar hafa að vissu
rnarki tekið við því hlutverki af hljómsveit-
um að skemmta fólki með tónlist og það er
því fínt að ná að stimpla sig inn í þann
geira ltka.
Líður þér vel á sviði undir þess-
ari pressu?
Þetta er bara hluti af starfinu og mér líður
vel með það. Auðvitað kemur alltaf upp
smáspenningur en það virkar síður en svo
niðurbrjótandi heldur miklu frekar hvetj-
andi og uppbyggjandi þegar ég treysti sjálf-
urn mér og tónlistinni sem ég er að flytja.
Ef maður er að gera eitthvað af viti er svið-
ið besti staðurinn til að vera á.
Hvort líður þér betur í London
eða Reykjavík?
Það er náttúrlega alltaf einhver öryggis-
ventill að koma til Islands, þar sem maður
hittir alla og þekkir alla. Svo er hins vegar
talsvert frelsi í því fólgið að koma inn í
milljónasamfélagið London, þar sem eng-
inn þekkir mann og öllum er sama, og
standa á eigin fótum.
Tekst þér að lifa af tónlistinni
eingöngu þarna úti eða ertu að
þjóna til borðs eða steikja ham-
borgara með þessu?
Þetta er allt að koma. Ég myndi segja að ég
hafi verið í átta mánuði að sinna því að
koma mér áfram og einmitt nú er ég loksins
að sjá fyrir endann á þessu. Ég hugsa að
það taki að minnsta kosti ár, jafnvel eitt og
hálft, að koma sér á framfæri í London,
sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess
að það tekur stundum hálfan daginn að
ferðast milli hverfa í borginni.
Hvert er langtímamarkmiðið
hjá þér í tónlistarvinnu erlend-
is? Stefnirðu á að geta lifað
sæmilega af þessu eða ertu
staðráðinn í að meika það - slá í
gegn?
Nei, síður en svo. Ég held að það sé ekkert
verra í heiminum en að vera frægur. Þetta
er afar einkennilegur misskilningur að það
sé eftirsóknarvert að vera stjarna. Mér er
ómögulegt að skilja það hvernig nokkur
maður getur haft metnað fyrir því einu að
meika það. Það er hið besta mál að leggja
sig fram við að gera góða tónlist eða stunda
einhverja aðra list en þegar það er farið að
skipta mestu máli að vera í réttu fötunum, á
réttu stöðunum, með rétta fólkinu, þá er
eitthvað athugavert við forgangsröðunina.
-fin
14 ! Ský