Ský - 01.12.2000, Side 20
FYRST & FREMST
Þórhallsdóttir
sópransöngkona og
Daníel Þorsteinsson
píanóleikari
Eyjafjörður
mærður á
geisladiski
Akureyringar og aðrir Eyfirðingar
eru sem kunnugt er afar stoltir af
sinni heimabyggð og þykir fjörður-
inn sinn hinn fegursti sem um getur
á byggðu bóli. Skiljanlega, auðvitað!
Þessi ætt(f)jarðarást Eyfirðinga hefur
nú ratað á geisladiskinn „Það ert þú!
Eyjafjörður - Ijóð og lag".
Lögin og Ijóðin á disknum eiga öll
rætur sínar að rekja til Eyjafjarðar
þar sem höfundar tengdust firðinum
órjúfanlegum tilfinningaböndum á
einn eða annan hátt. Björg Þórhalls-
dóttir sópransöngkona og Daníel
Þorsteinsson píanóleikari flytja lögin.
Björg er frá Akureyri og stundar nám
í Lundúnum í Ijóða- og óperusöng
en Daníel er búsettur í höfuðstað
Norðurlands og er meira að segja
bæjarlistamaður. Þau gefa diskinn út
sjálf en um tilurð hans segir Björg:
„Fyrr á árinu vorum við beðin að
flytja nokkur lög eftir eyfirsk tón-
skáld. í kjölfar þess könnuðum við
hversu mikið af efni væri til þar sem
saman færu eyfirsk Ijóð og lög. í Ijós
kom að efniviður var nægur og afar
gaman að fá tækifæri til að kynna
þessi eyfirsku menningarverðmæti
fyriröðrum landsmönnum."
/
Rappar
Gunnarshólma
- og spílar
á flautu
með naflanum
___ur
óskílum
Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen eru dúettinn Hundur í óskilum.
Á Akureyri metur fólk frumleikann
meira en svo að það nefni hljóm-
sveitirnar sínar nöfnum sem inni-
halda einhverjar myndir af orðinu
„sól". Tveggja manna hljómsveitin
Flundur í óskilum er ágætt dæmi.
Hún hét áður hinu kaldhæðnislega
nafni Börn hins látna, þar áður Blóm
og kransar en um nöfnin segir annar
meðlimanna, Hjörleifur Hjartarson:
„Það er til svo mikið af góðum nöfn-
um að við viljum endilega komast í
gegnum eins mörg og við getum.
Við höfum nokkuð lengi gengið
undir nafninu Hundur í óskilum,
aðallega vegna þess að við létum
prenta svo mörg nafnspjöld með þvi
nafni. Við erum ekki ennþá búnir
með þau svo við verðum að halda
nafninu eitthvað lengur."
Hundur í óskilum telur auk Hjörleifs
Eirík Stephensen og leikur að sögn
Hjörleifs aðallega lög eftir aðra í
frjálslegum útsetningum.
„Við spilum meðal annars Undir blá-
himni í þungarokksútsetningu, Sig-
valda Kaldalóns með flamenco-ívafi
og svo röppum við Gunnarshólma,
svo eitthvað sé nefnt."
Af öðrum sérkennum sveitarinnar
má nefna áhættuatriði fyrir blokk-
flautur, þar sem spilað er með nös-
um, augum og jafnvel naflanum og
þá staðreynd að hljómsveitin var um
árabil eina hljómsveitin á íslandi sem
var eingöngu skipuð skólastjórum.
-fin
18 ský
Framundan:
Listasafnið á Akureyri
Þar stendur yfir sýning sem nefnist „Heim-
skautsiöndin unaðslegu” sem safnið og
Stofnun Vilhjálnis Stefánssonar standa fyrir
nteð stuðningi Menningarborgarinnar. Sýn-
ingin gefur innsýn í ævi og störf Vilhjálms,
lífssýn hans og arfleifð sent landkönnuðar og
mannfræðings, en er um leið kynning á þeim
málefnum samtímans sent varða umhverfi,
nýtingu auðlinda, sjálfbæra þróun og h'fvæn-
leika samtelaga á norðurslóðum.
Kaffí Karólína og Deiglan
Aðalsteinn Þórsson myndlistarmaður opnar
sýningu í Deiglunni og á Kaffi Karólínu 13.
desember. Sýningin stendur út desember og
í byrjun febrúar er fyrirhuguð sýning Aðal-
heiðar Eysteinsdóttur bæjarlistamanns á
kaffihúsinu. A Karólínu Restaurant stendur
nú yfir sýning myndlistarmannsins Jónasar
Viðars og mun hún standa vel fram á næsta
ár, en á veitingahúsinu standa sýningar yfir
hálft ár í senn. meðan skipt er um sýningar á
mánaðarfresti á kaffihúsinu.
Leikfélag Akureyrar
Gleðigjafarnir eftir
Neil Simon
Sprengfjörugur gamanleikur sem frumsýnd-
ur var í haust og gengur enn. Sýningar fyrstu
tvær helgamar í desentber og aftur milli jóla
og nýárs. Síðustu sýningar. Gleðigjafarnir
eru staðfærðir upp á íslenskar aðstæður og
gerast í þessari uppfærslu á Akureyri. Sýn-
ingin hlaut afar góðar viðtökur gangrýnenda
og aðsókn hefur verið góð. í aðalhlutverkum
eru Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal.
Tveir misjafnlega vitlausir
Trúðleikur eftir Aðalstein Bergdal. Frum-
sýnt í byrjun desember og sýnt allar helgar í
ntánuðinum og þétt milli jóla og nýárs. Það
er hinn vinsæli Skralli trúður sem nú hefur
tengið annan ennþá vitlausari trúð í lið með
sér og uppátæki þeirra eiga sér engin tak-
mörk. Auk Aðalsteins leikur Skúli Gautason
í sýningunni. Skemmtun fyrir alla tjölskyld-
una - ekki síst þá yngri.
Sniglaveislan eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson
Ný leikgerð eftir þessari vinsælu skáldsögu
Olafs Jóhanns verður frumsýnd 26. janúar.
Samstarfssýning Leikfélags Akureyrar og
Leikfélags íslands í iðnó. Gunnar Eyjólfs-
son leikur aðalhlutverkið, Gils Thordersen
stórkaupmann. Karólína Restaurant býður
leikhúsgestum upp á sniglaveislu eftir sýn-
ingar. Spennandi og kröftug saga. Sýningar
allar helgar frá frumsýningu og fram í mars.