Ský - 01.12.2000, Page 24
Kvenna
Ágústa Hólm
Jónsdóttir,
háseti
á frystitogara
Hvernig er hin dæmigerða íslenska kona
og á hvaða málefni trúir hún? Hvað finnst
okkur konum í raun og veru um ísland
árið 2000? Anna Margrét Björnsson
tók púlsinn á skoðunum nokkurra ís-
lenskra kvenna.
Ljósmyndir: Páll Stefánsson
*Ef þú gætir breytt einum hlut í þjóðfélaginu í dag, hvað
myndi það vera?
„Ég myndi lækka skatta."
*Hver er merkasta konan á íslandi í dag og af hverju?
„Mér finnst Andrea nektardansmær virðingarverð fyrir að
þora að gera það sem hún gerir. Eflaust hefur hún mætt
mótlæti en hana hefur ekki skort hugrekki til að láta draum
sinn rætast."
*Hver er merkasti maður á íslandi í dag og af hverju?
„Kári Stefánsson hjá íslenskri erfðagreiningu. Ég held að
hans vinna eigi eftir að hjálpa mörgum í framtíðinni. "
*Aðeins örlítil prósenta kvenna er forstjórar hjá íslenskum
fyrirtækjum. Er okkur sama?
„Nei, okkur er ekki sama en ég held að þessi mál eigi eftir
að fara batnandi."
*Finnst þér íslendingar vera fordómafullir gagnvart öðrum
kynþáttum?
„Já, þeir eru frekar fordómafullir. Ég hef tekið eftir því í tali
fólks. Ég held að fólk sé hrætt við þróunina sem hefur orðið
á Norðurlöndunum. Við viljum vera svo miklir íslendingar —
þetta er sjálfsagt þjóðrembingsháttur."
*Myndir þú íhuga lögleiðingu á sölu áfengis annars staðar
en í Ríkinu ?
„Já, mér finnst að það ætti að leyfa sölu á léttu víni og bjór
í matvöruverslunum."
*Hvað finnst þér um rétt samkynhneigðra til að ala upp
börn?
„Þeir ættu að hafa allan rétt til þess."
*Þurfa karlmenn meira á konum að halda en konur á karl-
mönnum?
„Já ... aðeins. Við konur erum jarðbundnari, við höldum
þeim við efnið."
*Truflar þessa nýja bylgja af nektarstöðum á íslandi þig?
„Nei, og ég hef komið inn á slíkan stað. Mér finnst þetta
allt í lagi svo framarlega sem ekkert vændi fer þar fram."