Ský - 01.12.2000, Síða 26

Ský - 01.12.2000, Síða 26
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra *Ef þú gætir breytt einum hlut i þjóðfélaginu í dag, hvað myndi það vera? „Ég myndi vilja ná árangri í að minnka fíkniefnavandann." *Hver er merkasta konan á íslandi í dag og af hverju? „Vigdís Finnbogadóttir. í fyrsta lagi fyrir það að vera fyrsta konan í heiminum sem er kjörin þjóðarleiðtogi í almennum kosningum. Þannig ruddi hún brautina fyrir aðrar konur. Einnig fyrir það að hafa tekist að starfa með þeim hætti að einkalíf hennar varð aldrei áberandi á embættisferlinum." *Hver er merkasti maður á íslandi í dag og af hverju? „Haildór Ásgrímsson. Hann er ábyrgur og með hugsjón fyrir þessa þjóð til framtíðarinnar." *Aðeins örlítil prósenta kvenna er forstjórar hjá íslenskum fyr- irtækjum. Er okkur sama? „Nei, mér er ekki sama. Það er mjög áríðandi að konur nái lengra í viðskiptalífinu þar sem þær hafa alla burði til þess. Ég trúi því að ný lög um fæðingarorlof muni hafa mikil áhrif á framtíðina. Algert jafnrétti í þessum málum mun breyta þeirri afstöðu að verra sé fyrir fyrirtæki að ráða konur í störf. Með þeim lögum á ekki að skipta máli fyrir atvinnurekendur hvort þeir ráða karl eða konu til starfa." *Hvað finnst þér um stöðu umhverfismála á íslandi? „Hún er góð, enda hafa alþjóðlegar úttektir sýnt það. Það er mjög mikilvægt að vel sé haldið á þessum málum þar sem sér- staða íslands liggur einmitt í náttúru landsins. Enda vekur umhverfisvæn orkustefna okkar athygli." *Finnst þér fslendingar vera fordómafullir gagnvart öðrum kyn- þáttum? „Fordómarnir eru ekki mjög sýnilegir í dag. Ég óttast samt að ef á reyndi myndum við því miður ekki hafa víðsýni til að bera til að standast það próf." *Myndir þú íhuga lögleiðingu á sölu áfengis annars staðar en í Ríkinu ? „Ég væri tilbúin til þess að fara í gegnum þá umræðu. Ég útilo- ka ekki að rétt sé að breyta löggjöfinni þannig að meira frjáls- ræði væri um sölu á léttu víni og bjór og farið væri í gegnum heilbrigðissjónarmið og hagsmuni verslunarinnar." *Hvað finnst þér um rétt samkynhneigðra til að ala upp börn? „Ég hef staðið að því að auka rétt samkynhneigðra til þess að ala upp börn. Ég hef gert þetta af hugsjón - ég sé enga ástæðu til þess að þeir megi ekki gera það." *Truflar þessa nýja bylgja af nektarstöðum á íslandi þig? „Já, ég get ekki neitað því. Mér finnst miður hvað þetta er orð- ið algengt hér. Það hefur hins vegar verið hert eftirlit á þessum stöðum og reynt að færa þá í það form sem hægt er að lifa með. Því miður er fylgifiskur slíkra staða oft vændi og þar að auki er hætt við að í einhverjum tilfellum séu stúlkur hér gegn vilja sínum." 24 |si<ý
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.