Ský - 01.12.2000, Side 42
og undirbúa það jafnvel árum saman. Voru ein-
hverjir efnilegir og frægir með þér í bekk?
Já, já. Einn bekkjarbróðir minn var til dæmis barnabarn
Maós formanns í Kína, annar var þingmaður frá Kól-
umbíu og svo var prinsessa frá Saudi-Arabíu í bekknum.
Og frægir kennarar náttúrlega?
Já, margir mjög frægir. Uppáhaldskennarinn minn var
David Gergen sem var hægri hönd fjögurra Bandaríkja-
forseta, byrjaði með Nixon og endaði með Clinton. Það
var hjá honum sem ég fékk hugmyndina að bókinni um
leiðtogana og hann hjálpaði mér við undirbúning hennar.
Hvort kaustu George W. Bush eða Al Gore í hjarta
þínu?
Bush, ekki spurning. Gore er svo ömurlegur og ótrúlega
lítt afgerandi hugmyndafræðilega. Ég hitti reyndar Ge-
orge W. Bush í New Hampshire með kennaranum mínum
og bekkjarsystkinum í forkosningunum í febrúar. Til stóð
að hitta Al Gore en við lentum í hálku þannig að okkur
seinkaði til hans og þá höfðu lífverðir umkringt hann af
öryggisástæðum. Bush er sannarlega ekki fullkominn en
þeir sem tala um hann sem blóðþyrstan morðingja eru
að draga upp mjög ranga mynd af ágætismanni.
Hittirðu einhvern tíma Biil Clinton?
Nei, en það væri gaman ef maður gætti þess að halda sig
í þokkalegri fjarlægð því maðurinn hefur mjög aðlað-
andi framkomu.
Ertu stjórnsöm og frek?
Já, ég held að stjórnsemi sé einn af mínum stærstu göllum
og ég vinn markvisst að því að breyta því. Maður á að
gefa fólki svigrúm til að vera það sjálft og ná árangri á
eigin forsendum.
Þú kemur manni fyrir sjónir sem fullkomin og
lastalaus. Hverja af dauðasyndunum sjö hefurðu oft-
ast gerst sek um (leti, heift, losta, ágirnd, matar-
græðgi, öfund og hroka)?
Matargræðgi og leti. Mér finnst ótrúlega gott að liggja
uppi í rúmi þótt ég leyfi mér það sjaldan. Góð náttföt,
engin dagskrá og dásamlegt rúmið er það besta sem ég
veit.
Þegar þú varst kennari í Háskólanum í Reykjavík
vissi ég að kvenkyns nemendur þínir þráðu að vera
þú. Er eitthvert vit í því?
Nei, það er alls ekkert vit í því þó að vissulega gleðji það
mig að nemendur hafi kannski getað litið á mig sem fyr-
irmynd.
Hefur þig einhvern tíma langað til að vera karl-
maður?
Ég hef stundum kastað því fram þegar ég stend frammi
fyrir einhverjum vanda að ég vildi óska að ég væri karl-
maður. Þetta gerðist til dæmis þegar ég fékk ekki starf
sem ég sótti um þegar ég var 23ja ára, á þeim forsendum
að ég væri ung móðir. Þegar ég hugsa málið í víðara
samhengi hvarflar ekki að mér að í raun sé nokkuð betra
að vera karlmaður og því langar mig akkúrat ekki neitt
til þess.
Ef þú mættir gleðja verst settu þegna Garðabæjar,
hvað myndir þú færa þeim?
Ég held að stór galli á allri þessari umræðu sé sá að við
einblínum um of á krónur og aura á meðan annað ekki
síður brýnt situr á hakanum því tilfinningar, sjálfsmynd,
sjálfstraust og líðan fólks byggist á svo mörgu öðru. Þeg-
ar ég ólst upp var aldrei til afgangur á heimilinu þótt
pabbi stritaði látlaust. Við gátum ekki alltaf leyft okkur
allt fjárhagslega en við fengum annað í staðinn. Mamma
eyddi til dæmis miklum tíma með okkur, gaf okkur at-
hygli, ást og tilfinningar. Og það er það sem mér þykir
verst í dag, þrátt fyrir að ég geti ekki kvartað yfir pen-
ingaleysi, að ég hef ekki veitt börnunum mínum jafnmik-
inn tíma og athygli og ég fékk frá foreldrum mínum. Það
held ég að sé mun stærra vandamál í samfélagi nútímans
en peningaleysi.
Með hvaða orðum viltu að Guð taki á móti þér við kom-
una í himnaríki?
Að ég hafi stuðlað að því að fleirum liði betur en verr.
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ert blaðamaður Skýja
40 ský