Ský - 01.12.2000, Page 45

Ský - 01.12.2000, Page 45
Rannveig Rist. „Það er mikill sómi að Rann- veigu og gaman að sjá hana þar sem hún er, það er alltof sjaldgæft að konur veijist til for- ystustarfa í fyrirtækj- um." Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. „Ingibjörg Sólrún er raunverulegur leið- togi vinstri aflanna, hörkutól, pólitískur fæter og eini pólitíkus- inn hér sem getur í raun staðið Davíð Oddssyni á sporði. Émmmmmmmm Ástríður Thorarensen. „Ef Davíð hlustar ekki Þórunn Sigurðardótt- ir. „Hún er afar valda- mikil. Hún hefur safn- að ótrúlegum völdum á sínar hendur, enda er konan fræg fyrir hvað hún er frek og veður yfir alla." birtast hvað oftast í tímaritum og á sjónvarpsskjánum. Almennt var þó samþykkt að konur hefðu náð að hafa mjög mikil áhrif á tilteknum sviðum og smitað þannig út frá sér út í samfélagið, margar hefðu sett mikilvægt fordæmi á ýmsum sviðum og orðið öðrum konum fyrirmynd, sýnt þeim frarn á að ástæðu- laust sé að láta kynferði hamla því að þær komist áfram. „Það eru örugglega margar hetjur að vinna vígin smátt og smátt án þess að við tökum mikið eft- ir því,“ sagði einn. „Það eru kannski áhrifamiklar konur sem við gerum okk- ur ekki grein fyrir að hafi mikil áhrif en gera það samt, sem fyrirmyndir. Til dæmis fyrsti kvenflugstjórinn; það get- ur verið manneskja sem er ekki træg eða nafntoguð en hefur sitt að segja.“ Kvenráðherrarnir Þegar tjallað er um áhrif hafa margir til- hneigingu til þess að líta fyrst á stjórn- málasviðið. Kvenskörungar í stjómmál- um hafa gjarnan beygt undir sig karlaveldið og orðið afar valdamiklir. Kleópatra, Elísabet fyrsta, Katrín mikla, Margrét Thatcher, Indira Gandhi og Golda Meir, svo nokkrar séu nefnd- ar, hat'a stýrt og ráðið ríkjum. Við Is- lendingar höfum hins vegar aldrei haft konu sem forsætisráðherra en státum hins vegar af því að eiga fyrsta lýðræð- islega kjörna kvenkynsþjóðarleiðtog- ann í heimi og þótt það sé ekki nema þess vegna, þá er Vigdís Finnbogadóttir ofarlega á blaði jþeirra sem nefna áhrifa- miklar konur á Islandi. „Eg held að kjör Vigdísar og glæsi- leg framganga hafi haft mikil áhrif til örvunar kvenna hér á landi og eins um allan heim, þar sem hún var fyrsti lýð- ræðislega kjörni þjóðarleiðtoginn sem var kona. Það voru ekki ákvarðanir Vigdísar eða pólitísk áhrif sem skiptu mestu heldur það að hún skyldi vinna karlhlunkana sem hún keppti við og hvað hún stóð sig vel og veitti upp- örvandi fordæmi. Ég nefni hana hik- laust númer eitt,“ sagði einn viðmæl- andi Skýja. Konum í stjómmálum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum áratugum Konur í stjórnunarstöð- um ná mun betri árangri en karlar. Þær leita ekki persónulegrar upphefðar í sama mæli, hafa meiri yfirsýn og eru ábyrgari, vandvirkari og samvinnu- fúsari en karlforstjórar. Hér á landi stjórna karlar þó nær öllum stærstu fyrirtækjunum. en á það hefur verið bent að um ieið séu áhrif þeirra sem gefa sig að stjórnmál- um að minnka í þjóðfélaginu, völdin hafi smátt og srnátt færst annað. Athygli vekur að nú þegar fjórar konur sitja í ríkisstjóm, þá eru flestir sem rætt var við vegna þessarar greinar á því að þær konur hafi sáralítil völd. Almennt virð- ist vera talið að þær hafi lítil sem engin áhrif. „Ég sé ekki að á þingi eða í ríkis- stjóm séu konur sem ráða neitt sérstak- lega miklu, vissulega ekki innan Sjálf- stæðisflokksins. Akveður Halldór Ásgrímsson ekki allt í Framsókn?" spyr einn þeirra sem rætt var við. Annar spurði svipaðra spuminga: „Ræður Siv til dæmis einhverju í umhverfismálum? Em menn vissir um að Sólveig Péturs- dóttir hafi skipað þann hæstaréttardóm- ara sem hún taldi hæfastan? Ég leyfi mér að efast um það.“ Annar viðmæl- andi orðaði það þannig: „Ég vona að Valgerður og Ingibjörg Pálmadóttir hafi einhver áhrif en veit það samt ekki.“ Sá fjórði sagði kvenráðherrana daufgerða og að einstakir skeleggir kvenþingmenn hafi meiri áhrif en ráðherramir. Stjórn- arandstæðingarnir Kolbrún Halldórs- dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir voru nefndar fyrir að „hafa sýnt dugnað og vasklega framgöngu og haft áhrif á um- ræðu og skoðanir fólks,“ eins og það var orðað. Margrét Frímannsdóttir, sem var fyrsta konan til að stýra einum af gömlum flokkunum og eini flokksleið- toginn í síðustu þingkosningum, hefur engin áhrif lengur, að mati eins viðmæl- anda en aðrir nefndu hana ekki á nafn. Sú sem var oftast nefnd og kom fyrir hjá öllum viðmælendum var Ingi- ; : Slcý

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.