Ský - 01.12.2000, Síða 48

Ský - 01.12.2000, Síða 48
Þórunn Sigurðardóttir afar valdamikil. Hún hefur safnað ótrúlegum vöidum á sínar hendur, enda er konan fræg fyrir hvað hún er frek og veður yfir alla. Að hluta til á hún líka áhrif sín að þakka því að hún var framarlega í Alþýðu- bandalaginu og menningarelítunni þar. Hún er búin að vera æðsti stjórnandi menningarborgarinnar og verður nú hæstráðandi á Listahátíð og maðurinn hennar - hún er sterki aðilinn í sam- bandinu - er þjóðleikh ú sstjóri, þetta eru ansi mikil völd,“ sagði einn viðmæl- andinn. Annar nefndi Björk Guðmunds- dóttur sem gríðarlega áhrifamikla konu þar sem hún sé örugglega langfrægasti íslendingurinn. Hún sýni þeim fordæmi sem stefna hátt í tónlist og leiklist. Ahrif rithöfunda sem rækta sálarlíf þjóðarinnar eru talin rnikil. „Guðrún Helgadóttir hefur til að mynda með öll- um sínum snilldarlegu bamabókum haft mikil áhrif sem uppalandi þessarar þjóð- ar,“ var sagt. Einn er þeirrar skoðunar að það séu nokkrar skáldkonur sem hafi haft afgerandi áhrif á hugsun okkar og hugmyndir um nútímann. Þar vildi hann nefna Málfríði Einarsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur og Fríðu A. Sigurðardóttur. Þá voru myndlistarkonur nefndar sem taldar eru hafa mikil áhrif á nútíma- samfélag okkar með listsköpun sinni. Þetta em konur sem eru ekkert sérlega á- berandi en verk þeiina tala og hafa áhrif. Þær eru flestar um og yfir fertugt og hafa sérstaka stöðu í listheiminum vegna kynferðis síns og hugmynda um heim- Tekjuhæstu konur landsins 1999* Lilja Hrönn Hauksdóttir kaupmaður í Cosmo tísku- verslunum kr. 1.730.000 á mánuði mið- að við síðustu skattaskýrslu inn. Til dæmis Steinunn Þórarinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rósa Gísladóttir, Ragna Róbertsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir. Enn einn hópurinn sem var nefnd- ur, þar sem konur hafi áhrif með skrif- um sínum og kennslu, em menntakon- ur. „Þetta eru konur sem ekki em mjög áberandi almennt í þjóðfélaginu þó svo að þær séu vel þekktar í háskólasamfé- laginu. Sjónarmið þeirra hafa haft um- talsverð áhrif á sjónarhorn okkar og hvernig við höfum nálgast þjóðfélags- rannsóknir. Helga Kress, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Irma Erlings- dóttir, Ulfhildur Dagsdóttir og Guðrún Nordal." Ur vísindasamfélaginu var einnig nefnd Bryndís Brandsdóttir jarð- fræðingur sem er sögð hafa mikil áhrif innan þess geira. Einn viðmælandinn vildi leggja áherslu á hinn nafnlausa fjölda sem stóð fyrir kvennafrídeginum og tók þátt í honum. „Þetta framtak sýndi hvað konur geta þegar þær standa saman og að samfélagið lamast þegar þær taka sér frí.“ Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir (sérsvið; tann- réttingar) kr. 1.324.000 á mánuði mið- að við síðustu skattaskýrslu Rannveig Rist forstjóri ÍSAL kr. 1.027.000 á mánuði mið- að við síðustu skattaskýrslu Rakel Olsen forstjóri Hraðfrystihúss Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi kr. 879.000 á mánuði miðað við síðustu skattaskýrslu *Heimild: Frjáls verslun 46 I Ský
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.