Ský - 01.12.2000, Side 58
og ég finn ekki fyrir því að það sé eitt-
hvað minna hlustað á mig af því að ég
er kona. Ég get samt (myndað mér að í
peningabransanum sé miklu meira
karlaveldi.
LAUFEY BRÁ: Konur og karlar eru bara
ólíkar verur. í leiklistarskólanum voru
strákarnir alltaf að sýna hvað þeir gætu
gert, spila og syngja og hitt og þetta.
Svo komum við stelpurnar skríðandi
fram og allt sem við gerðum þurfti að
vera algerlega pottþétt.
BRYNDÍS: Svo er nú eitt í sambandi við
þetta launamisrétti okkar, til dæmis ef
ég yrði ólétt og væri í sambúð og væri
kannski frá vinnu í þrjá mánuði vegna
grindargliðnunar. Hvernig væri nú ef
vinnustaður mannsins míns bæri líka
ábyrgð á þessu af því að þetta er líka
hans barn?
ANNA MARGRÉT: En nú er samt að
birta framundan með þessum nýju
fæðingarorlofslögum, ekki satt?
BRYNDÍS: Það er bara fæðingarorlof. Ef
svona staða kemur upp, að kona er frá
vinnu á meðgöngu verður vinnuveit-
andi hennar að borga. Auðvitað er
horft á þetta þegar kona er ráðin til
vinnu.
IÐA BRÁ: Barneignir halda aftur af
launum. Ég varð ólétt rétt eftir að ég
útskrifaðist og á meðan ég var í barn-
eignarfríi hækkuðu strákarnir í launum
á þriggja mánaða fresti.
BRYNDÍS: Mérfyndist mjög sjálfsagt að
fyrirtæki tækju jafnan þátt í því þegar
par ákveður að eignast barn saman.
Mér finnst þetta fáránlegt.
KOLLA: Talandi um barneignir, þá held
ég að fæðing sé eitt það erfiðasta sem
konur lenda í. Það er ein aðstaða hérna
í Reykjavík til að fæða börn og hún er
bara ekki nógu góð.
EVA BERGÞÓRA: Ég er alveg sammála.
Þetta er mjög skrýtin lífsreynsla, allt í
einu hafa allir leyfi til að pota í brjóstin
á manni og þrífa í mann með einhverj-
um ruddaskap.
IÐA BRÁ: Ef maður biður einhvern um
að líta eftir barninu á meðan maður fer
í sturtu er horft á mann eins og maður
sé frekja.
KOLLA: Svo er maður vakinn klukkan
sex á morgnana við það að kona er að
skúra inni hjá manni og rekst (vögguna
hvað eftir annað.
ANNA MARGRÉT: Ég get semsagt ekki
hlakkað til þessarar lífsreynslu!
LAUFEY BRÁ: Staðreyndin er sú að það
er ýmislegt sem við konur gerum ekki af
því við erum hræddar við að einn góðan
veðurdag verði potað í okkur og sagt:
„Nei, góða mín, þú ert nú bara hrokafull
og svo ertu þremur kílóum of þung."
Súlustaðirnirog
íslenskir karlmenn
ANNA MARGRÉT: Ég flutti heim fyrir
rúmu ári eftir átta ára dvöl erlendis og
stóð í þeirri trú að jafnrétti væri lengra
komið á Islandi en annars staðar. Svo
komst ég til dæmis að því að nýjasta
tískubylgjan á landinu var klám og
nektarstaðir. Finnst ykkur íslenskir karl-
menn ekki vera ansi „macho"?
MARGRÉT: Ég held að þessi nektar-
staðamenning hafi komið upp um ís-
lendinga.
LAUFEY BRÁ: Mér finnst þetta bara
ekki nógu gott, mér finnst þetta ekki
nógu faglegt! Ég vil taka þessar konur
á leiklistarnámskeið!
EVA BERGÞÓRA: Ég fór inn á svona stað
þegar þeir voru að byrja á íslandi og
þar var ein íslensk að strippa og hún
gerði þetta svo þunglamalega; svona
„Æi, allt í lagi þá, ég skal klæða mig
úr"-f ílingur.
IÐA BRÁ: Ég hef í sjálfu sér ekkert á
móti þessum stöðum. Ég er bara svo
hissa á hve margir fara á þá. Ég sá hins
vegar sýnt frá þessu í sjónvarpinu, frá
einkasýningum og svoleiðis. Mérfannst
þetta svo gróft, svo ógeðslegt.
Bryndís: „ ... ef ég yrði ólétt
og væri í sambúð og væri
kannski frá vinnu í þrjá mán-
uði vegna grindargliðnunar.
Hvernig væri það nú ef vinnu-
staður mannsins míns bæri
líka ábyrgð á þessu af því að
þetta er líka hans barn?"
ANNA MARGRÉT: Já, þegar ég fór inn á
svona stað bjóst ég við að það yrði
fyndið. En þetta var bara ekkert fyndið,
þetta var hálfsorglegt allt saman.
LAUFEY BRÁ: Það er engin gleði þarna,
engin fegurð, enginn kynþokki, hvað
eru menn eiginlega að eyða peningun-
um í þetta? Ég myndi skilja það ef
þetta væri eitthvað flott.
BRYNDÍS: dEn þeir gera það! Svo eru
þessar stelpur örugglega á hærri laun-
um en við.
IÐA BRÁ: Viðskiptafundir hjá karl-
mönnum enda alltaf á svona stöðum.
Ég á til dæmis mann sem þarf að fara
út með viðskiptavinum og það er alltaf
beðið um að fara á svona staði á eftir.
BRYNDÍS: Ég hef nú ekkert á móti þess-
um stöðum, ég vil bara að þetta sé á
góðum standard og að við getum verið
stolt af þeim! Nú verðum við að hugsa
um ísland sem ferðamannaland! Ég hef
kynnst þessum stelpum svolítið af því
að þær eru mikið niðri í miðbæ og
koma oft í búðina og þetta eru frábær-
ar stelpur. Ég hef séð margan vesældar-
legri íslenskan dópistann, ég sé ekki
skírskotun til þess að þetta séu slæmar
stelpur.
MARGRÉT: Ég er ekkert á því að það
eigi að banna þetta, en mér finnst
þetta ótrúlega sorglegt og niðurdrep-
andi.
LAUFEY BRÁ: Mér finnst þetta bara
sorglegt fyrir mennina sem fara á þessa
staði.
ANNA MARGRÉT: En við (slendingar
erum kannski bara svona langt á eftir
öðrum löndum í þessu? Fyrir ári síðan
var til dæmis talað um að það ætti að
banna klám.
BRYNDÍS: Við erum haldin svo mikilli
forræðishyggju að vilja ráða yfir öllu.
EVA BERGÞÓRA: Það er nú ekkert langt
síðan að ekki mátti drekka vín milli eitt
og þrjú og það mátti ekki einu sinni
drekka bjór.
BRYNDÍS: Það er svo mikil vitleysa að
vera með lög sem er ekki hægt að fara
eftir. Það er lítilsvirðing við þau. Mér
finnst þetta klámdæmi bara fint, ef
konur vilja þetta sjálfar og hafa upp úr
þessu peninga þá finnst mér þetta ekk-
ert niðurlægjandi.
ANNA MARGRÉT: En hafa konur sjálfar
gaman af klámi?
BRYNDÍS: Hefur Ijósmynd af berum
karlmanni komið þér til? (hlátrasköll)
LAUFEY BRÁ: Það er kannski í lagi ef
þeir eru í boxer-nærbuxum. Um leið og
þeir eru allsberir eða í einhverjum hlé-
barða g-streng er þetta orðið hræði-
legt.
IÐA BRÁ: Mér finnst bara nakinn kven-
líkami miklu fallegri en karllíkami.
BRYNDÍS: Þegar ég vann í Máli og
menningu á sínum tíma barðist ég fyrir
því að hefja sölu á klámtímaritum, en
þar var sölu á þessu hætt 1974 þegar
tíu konur hlekkjuðu sig við blaðarekk-
ana. Mér fannst þetta alger forræðis-
hyggja og það mætti alveg leyfa þetta,
úr því við værum að selja alls kyns
byssublöð og svoleiðis sem væri ekkert
56 I Ský