Ský - 01.12.2000, Qupperneq 60
okkur konunum. Ef það klikkar fylgir
annað á eftir.
LAUFEY BRÁ: Og hvaða tíska er þetta
sem við erum að fara eftir? Það eru
alltaf einhverjir hommar að hanna á
okkur fötin! Þeir eru að hanna á ein-
hverja unga litla klæðskiptinga með
engar mjaðmir og hvað eigum við að
gera? Drekka bara vatn?
KOLLA: Þetta er alveg rétt, hönnuðirnir
eru langflestir hommar.
LAUFEY BRÁ: Ég sá klæðskipting á
dragkeppni og hugsaði með mér: Þetta
er hinn fullkomni kvenlíkami. Bíddu nú
við, hvað er að gerast? Þetta var karl-
maður! Þetta sem við erum að reyna að
vera!
BRYNDÍS: En hvað erum við að reyna
að vera? Mér finnst það athyglisvert.
Ég er nú bara ánægð með mig. Mér líð-
ur betur og betur eftir því sem ég eldist
því að ég verð alltaf meira og meira
„ég".
LAUFEY BRÁ: Já, við hér erum kannski
allar ánægðar með okkur, en margar
IÐA BRÁ: Þegar ég var átján ára mátaði
ég stærsta kjólinn sem ég fann f
Sautján. Ég komst ekki úr honum, reif
hann og þurfti að fá hjálp í búnings-
klefanum til að fara úr honum. Og ég
var ekkert feit. Enda hreytti ég líka í
stúlkuna þegar ég fór: „Þessi föt ykkar
eru á fóstur!" og fleygði kjólnum í
hana. Á hvern var þetta eiginlega?
BRYNDÍS: Ég lendi oft í því að vera látin
máta einhverjar stærðir númer 10 og
12 þegar ég er augljóslega númer 16.
Svo er kallað: „Hvernig passar þetta?"
og þá segir maður: „ ... hm ... ég næ
þessu ekki upp fyrir hné ... " og svo er
komið áfram með stærra og stærra
þangað til að maður fer í algera niður-
lægingu og hugsar: Ég er bara fíll og
það er ekkert til á mig hérna.
KOLLA: Starfsfólkið er líka kannski bara
alltof ungt. Ég hef lent í því að heyra
stúlku hjá mér segja við fertuga konu
að einhverjar gallabuxur væru rosalega
flottar á svona tvítuga stelpu. Hún
skildi ekkert í því að konan varð sár.
... —
; • o
1 fll mBB ám
1 sfrnh _ijri
■ /' ^
unglingsstelpur eru með hausinn ofan í
klósetti og æla til þess að vera eins og
þessar fyrirmyndir. Það er bara stað-
reynd.
KOLLA: En þessar búðir fyrir unglings-
stelpur selja bara föt í pínulitlum
stærðum. Ef stelpa er með einhvern
vöxt eða svolítið þybbin getur hún ekk-
ert verið í þeim merkjum sem eru í
tísku. Þessar stelpur vilja auðvitað frek-
ar vera í Top Shop-fötum heldur en ein-
hverju úr Hagkaup.
BRYNDÍS: Ég held að við eigum bara að
taka það pláss sem við þurfum !
IÐA BRÁ: Er þetta ekki bara vandamál
yfirleitt með þjónustu á landinu? Ég
ætlaði að kaupa pylsu um daginn og
konan sagði: „Þetta eru ekki SS-pylsur."
Ég spurði hvernig pylsur þetta væru og
hún svaraði: „Þetta eru mjög vondar
pylsur."
Sílikon og háralitur
EVA BERGÞÓRA: Það er líka alltaf talað
um það í þessum kvennablöðum hvern-
ig á að grennast í stærð 10 á tveimur
vikum. Eins og það sé takmarkið í líf-
inu.
LAUFEY BRÁ: Og allar konur fara i
megrun fyrir brúðkaup eða árshátíðir.
Hvað í andskotanum á það eiginlega
að þýða? Ekki er kynlífið betra ef mað-
ur er fimm kílóum léttari?
EVA BERGÞÓRA: Ef konum líður betur
Laufey Brá: „Og hvaða tíska er
þetta sem við erum að fara
eftir? Það eru alltaf einhverjir
hommar að hanna á okkur
fötin! Þeir eru að hanna á ein-
hverja unga litla klæðskiptinga"
þannig finnst mér ekkert að því. Konur
sem t.d. fá sér sílikonbrjóst af því að
þær misstu brjóstin við barnsburð; ef
þeim líður betur á eftir þá sé ég ekkert
að því.
MARGRÉT: Erum við ekki að finna af-
sökun fyrir þessu endalausa óöryggi
okkar? Allt væri betra ef við værum
léttari eða með stærri brjóst?
LAUFEY BRÁ: Ef fólk er með einhverja
minnimáttarkennd finnst mér það bara
besta mál að fara í lýtaaðgerð. Við
stöndum alltaf og dæmum aðrar kon-
ur.
EVA BERGÞÓRA: Ég held samt að konur
séu ekkert á móti sílikonbrjóstum.
ANNA MARGRÉT: Mér finnst það nú
oftar karlmenn sem finnst þetta eitt-
hvað ógeðfellt.
EVA BERGÞÓRA: Það er kannski þessi
metingur, hún er ekki með ekta, eins
og þú sért meiri manneskja ef þú ert
með ekta.
IÐA BRÁ: Ég hef verið spurð af konu
hvort ég sé ekki bara dökkhærð í raun
og veru. Ég sagði: „Jú örugglega, ég
hef litað það svo lengi." Þá sagðist kon-
an sjá það vegna þess hvað augnabrún-
irnar mínar væru dökkar. Ég svaraði:
„Blessuð vertu, þær eru litaðar líka."
Ég hefði átt að segja: „Og ég er líka
með silíkonbrjóst," til að gera útslagið.
Það eru konur sem gera grín að manni
af því að maður vill vera sætur.
EVA BERGÞÓRA: Kona sem ég þekki fór
til miðils og hann sagði: „Það er kona
hérna sem spyr hvort þú sért með litað
hár." Þegar hún svaraði játandi sagði
hann: „Hún segir að þú eigir að halda í
þinn upprunalega lit." Hver færi að
segja svona lagað upp úr gröfinni?
Þarna tók nú miðilinn litla áhættu.
BRYNDÍS: Við konur verðum bara að
vera vakandi fyrir öllu. Við getum ekki
58 Iský