Ský - 01.12.2000, Síða 61
N
Þjóðsögur eru einhver dýrasti arfur hverrar
þjóðar. Þær veita einstaka innsýn í hugarheim
genginna kynslóða, líf þeirra, reynslu og örlög,
trú og hjátrú. Þar birtist okkur að auki kynja-
veröld hins dulúðuga og yfirnáttúrulega.
Með útgáfu á íslensku þjóðsagnasafni Vöku-
Helgafells er nú aðgengilegt á einum stað úrval
þjóðsagna frá fyrstu eltefu öldum byggðar í
landinu, dregið saman úr aragrúa þjóðlegra
rita, fornra og nýrra, samtals á áttunda hundrað
sögur. Margar þeirra eru alkunnar, aðrar ger-
semar sem ekki hafa verið handbærar almennum
lesendum.
Þjóðsögurnar eru hér flokkaðar á nýjan hátt,
stafeetning og málfar fært til nútímahorfs, getið
sögumanna, skrásetjara eða annars uppruna
sagnanna ásamt því hvar þær hafa verið birtar.
Útgáfunni fylgir sérstök lykilbók til að auðvelda
notkun safnsins. Þar er að finna ýtarlega ritgerð
um þjóðsögur, eðli þeirra, uppruna og ástæður
þess að farið var að safna þeim á 19. öld.
Þá eru þar margvfelegar skrár, s.s. um manna-
og staðanöfn.
Ritstjórar verksins eru Ólafur Ragnarsson,
Margrét Guðmundsdóttir og Sverrir Jakobsson.
íslenskt þjóðsagnasafn hefur að geyma úrval
úr einstæðum sagnabrunni, arf sem þjóðinni
hefur safnast í aldanna rás.