Ský - 01.12.2000, Page 80

Ský - 01.12.2000, Page 80
Fj árfest með áskrift Viðskíptavinum VÍB býðst fjölbreytt úrval sjóða í áskrift þar sem hægt er að skuldfæra banka- reíkning eða greíðslu- kort mánaðarlega. Undanfarið hefur úrvalið fyrir við- skiptavini VÍB aukist rnikið. Nýjustu vörur VÍB eru ASTRA-söfnin en þau eru fjögur talsins; Astra-grunnsafn, Astra-heimssafn, Astra-vaxtarsafn og Astra-21. öldin. Þessi söfn bjóðast í áskrift og henta breiðum hópi fjárfesta. Einnig býður VÍB áskrift að þeim hluta- félögum á aðallista VÞÍ sem hafa verið rafvædd. Kostir áskriftar eru margir. Reglu- legur sparnaður án fyrirhafnar, urn margar sparnaðarleiðir er að velja og innstæðan er alltaf laus. I áskrift er dregið úr áhrifum verðsveiflna þar sem kaupum er dreift yfir lengri tírna og einnig fá viðskiptavinir í áskrift afslátt af gengismun sjóða. Hlutabréfasjóðir dreifa áhættu með kaupum í mörgum hlutafélögum og fela því í sér talsverða áhættudreifingu. VÍB býður upp á þrjá hlutabréfasjóði sem veita skattafrádrátt: Hlutabréfasjóðurinn hf. Eignir sjóðsins eru mjög dreifðar því fjárfest er bæði í innlendum og erlend- um hlutabréfum sem og innlendum skuldabréfum. Vaxtarsjóðurinn hf. Fjárfest er í innlendum hlutabréfum og þau félög vaiin í sjóðinn sem eru talin Astra-21. óldin 100% erlend hlutabréf Astra-Vaxtarsafnið 85% erlend hlutabréf 15% innlend hlutabréf Avftxtun Astra-Heimssafnið 100% erlend hlutabréf Astra-Grunnsafnið 80% alþjóðleg hlutabréf 20% skuldabréf ------------- Áhætta ---------► eiga góða vaxtarmöguleika í framtíð- inni. Hlutabréfamarkaðurinn hf./ HMARK Fjárfest er í erlendum hlutabréfum ein- göngu og er stefna sjóðsins að fjárfesta í stórum og öflugum félögum á banda- rískum hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar árið 2000 Landsbréf Það hefur verið auðvelt að hagnast á hlutabréfaviðskiptum undanfarin ár. A þessu ári hefur þróunin snúist við. I stað látlausra hækkana hefur komið nokkur afturkippur í verð hlutabréfa jafnt hér heima sem erlendis. Það hefur endur- speglast í neikvæðri ávöxtun á öllum helstu hlutabréfavísitölum það seirt af er ársins. Margir spyrja sig því hvort fjárfest- ing í hlutabréfum sé vænlegur kostur eins og staðan er í dag. Reyndin er hins vegar sú að það er aldrei hægt að tíma- setja markaðinn nákvæmlega. Jafn- framt sýnir reynslan að til langs tíma litið eru ávöxtunarmarkmiö best tryggð með þátttöku á hlutabréfamörkuðum. Mikilvægasti þátturinn í uppbyggingu verðbréfa- safns er góð áhættu- og eignadreifing. Landsbréf bjóða upp á mjög fjöl- breytta flóru verðbréfa- og hlutabréfa- sjóða, jafnt innlenda sem erlenda sjóði. Ohætt er að segja að hin sígilda speki um að best sé að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni eigi betur við núna en mörg undanfarin ár. Kostir góðrar eignadreifingar korna einmitt skýrast fram þegar niðursveiflur verða á mörk- uðum. Lykilatriði í góðu eignasafni er rétt samsetning hlutabréfa og skuldabréfa, þar sem tekið er tillit til aldurs og áhættuþols viðkomandi. Best er að hafa peningana í áhættudreifðu verðbréfa- safni og eru hlutabréfasjóðir besti kost- urinn til að ná því markmiði. Kaup á hlutabréfum einstakra félaga eru að jafnaði afar áhættusamur kostur þegar um er að ræða ævisparnað fólks. Ef byggja á upp eignasafn í einstökum bréfum þarf viðkomandi að eyða tíma í að ákveða þá uppsetningu sem hann er sáttur við og í framhaldi af því þarf hann að fylgjast vel með því sem er að gerast á mörkuðunum. Ekki hafa allir tíma né áhuga á að fylgjast svo náið með og er því mun hentugra að njóta aðstoðar fjármálaráðgjafa við uppbygg- ingu eignasafnsins. Með tiltölulega lágri fjárhæð má fjárfesta í innlendum jafnt sem erlendum hlutabréfasjóðum og láta þar með sérfræðinga um ávöxt- un peninganna. Þeir hafa greiðan að- gang að þeim upplýsingum sem skipta máli og kunna að túlka þær, sem ekki er síður mikilvægt. 78 I Ský

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.