Ský - 01.12.2000, Page 89

Ský - 01.12.2000, Page 89
Páll Stefánsson skoðar nokkrar tölur um karla og konur útvarpsfréttum um daginn sagði [ 1 karlkyns fréttamaður frá best rekna fyrirtæki landsins, ísal, og tók síðan fram að þetta væri eina fyrirtækið á lista yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins sem væri stjómað af konu. Karlmenn eru líka fleiri en kvenfólk á íslandi: 139.518 á móti 139.199. Sem sagt 319 fleiri. En konur lifa nær fjórum árum lengur en karlar, meðalaldur þeirra er 81,4 ár á móti 77,5 hjá karl- mönnum. Þetta sést líka vel ef skoðaðir eru þeir landsmenn sem komnir á eftir- launaaldur, það er að segja 67 ára og eldri. Þá eru 14.107 konur á móti 10.528 karlmönnum. Á höfuðborgarsvæðinu búa 2.549 fleiri kvenmenn en karlmenn. Af öllum 123 sveitarfélögum landsins eru konur fleiri í aðeins tíu sveitarfélögum. Og mestur munurinn er í heimasveit Val- gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Grýtubakkahreppi, norður í Suður-Þingeyjarsýslu, en þar búa 202 konur en ekki nema 175 karlar. Hin sveitarfélögin eru Akureyri, Blönduós, Austur-Hérað, Austur-Land- eyjar, Ásahreppur, Kolbeinsstaðahrepp- ur og Kaldraneshreppur á Ströndum, en mesta athygli vekur þó að í tveimur af afskekktari byggðarlögum landsins eru konur í meirihluta, Hrísey þar sem eru 108 karlar og 110 konur og Mjóafjarð- ský 187

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.