Ský - 01.04.2012, Page 44

Ský - 01.04.2012, Page 44
Eggaldinmauk • 2eggaldin • 3 msk sesamsmjör (tahini) • 4 hvítlauksgeirar • safi úr 1/2 sítrónu • salt • 1 tsk timjan • 1/4tskcummin • 2 msk ólífuolía • svartar ólífur til skreytingar TEXTI: RAGNHEIÐUR ÞÓRDÍS GYLFADÓTTIR MYND: PÁLL KJARTANSSON Ekki er ýkja langt síðan eggaldin fór að sjást í mat- vörumörkuðum hérlendis. Þessi bjúglaga ávöxtur er ættaður frá Indlandi og er mikið notaður í asískri og mið-austurlenskri matargerð. Eg hef sárasjaldan notað eggaldin í mat, þá helst hef ég grillað eggaldin- sneiðar sem meðlæti með öðrum mat. Nýlega var ég stödd erlendis og bragðaði þá „baba ganoush", eða egg- aldinmauk, á líbönskum veitingastað. Rétturinn er mjög vinsæll í Miðjarðarhafslöndunum og er þá borinn fram með bökuðu brauði eða sem forréttur. Ég prófaði ýmsar útgáfur og hef notað hann sem álegg á hrökkbrauð, ídýfu með grænmeti eða snakki og jafnvel í stað sósu á ham- borgara og pítur. Eggaldinmauk er hrein hollusta og er því tilvalin tilbreyting fýrir alla sem vilja hollt og bragð- gott álegg eða meðlæti með mat. SKY 1. Stillið ofninn á grillhita. 2. Stingið nokkur göt í eggaldin með gaffli og hitið í ofni á grilli í u.þ.b. 10 mín eða þar til húðin er orðin svört og krumpuð. Snúið u.þ.b. tvisvar. 3. Lækka ofnhitann í 180°C, undir- og yfirhita, og hitið í u.þ.b. 20 mín, setjið í kæli smástund. 4. Á meðan er hvítlaukur og salt marið saman í mauk. 5. Takið eggaldin úr kæli, skerið þau í tvennt eftir endilöngu og skafið úr hýðinu með skeið. 6. Pressið mesta safann úr með eldhúspappír. 7. Setjið í skál og stappið með gaffli eða maukið örstutt með töfrasprota þar til maukið verður gróft. 8. Bætið við hvítlauksmauki, sesamsmjöri, sítrónusafa, timjan og cummin og hrærið saman. 9. Smakkið til og bætið við salti ef þarf. 10. G erið grunna dæld í miðjuna og hellið ólífuolíu yfir. 11. Skreytið með ólífum og berið fram með brauði, grænmeti eða snakki. 44 SKÝ 2. tbl. 2012

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.