Ský - 01.08.2013, Qupperneq 25
NOKKRAR ÁHUGAVERÐAR FJALLGÖNGUR
í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR
í Ijósi þess að sumar fer í hönd er hér stuttur listi yfir nokkrar áhugaverðar
gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur sem allir ættu að ráða við. Farið varlega og
komið heil heim.
0 ESJAN
Skemmtilegasta leiðin á Esjuna er sú hefðbundna upp að Steini og þaðan áfram á
Þverfellshorn eftir atvikum. Litríkt samfélag fjallafólks er á ferð í fjallinu á hvaða tíma
árs sem er.
0 HELGAFELLVIÐ HAFNARFJÖRÐ
Byrjum við Kaldársel. Stutt og skemmtileg ganga eftir skýrri slóð upp á eitt af sjö
Helgafellum landsins. Móbergsfjall af bestu gerð.
0 MOSFELL í MOSFELLSDAL
Hæg og auðveld ganga eftir stikaðri leið frá bílastæði við kirkjugarð á Mosfelli.
Sagan er á hverju strái. Gott verkefni fyrir alla fjölskylduna.
0 ÚLFARSFELL
Gott fjall fyrir byrjendur. Hægt að fara að sunnan eða vestan úr skógræktinni. Hæg
og létt ganga. Skemmtilegt útsýni yfirsundin.
0 MÓSKARÐAHNÚKAR
Ekið að Hrafnhólum frá Mosfellsheiði og svo meðfram túninu að vegarenda. Nýlega
merkt leið með stikum upp á fjallið en skýr stígur þegar kemur upp í skriður. Nokkuð
krefjandi ganga á tignarlegt fjall með stórkostlegu útsýni.
0 SKÁLAFELLÁ HELLISHEIÐI
Lágt og auðvelt fjall sunnan þjóðvegar yfir Hellisheiði. Þegar veður er bjart og kalt er
þetta einn besti útsýnisstaður á suðvesturhorninu. Fjall sem kemur á óvart.
0 AKRAFJALL
Bæjarfjall Akurnesinga. Merkt leið áleiðis á fjallið frá bílastæði við vatnsveitu
Akurnesinga í mynni Berjadals. Skemmtileg ganga hvort sem farið er upp fjallið að
norðan eða sunnan. Metnaðarfullirfjallgöngumenn fara hringinn um fjallið og koma
við á báðum tindum.
0 BOTNSSÚLUR
Ein hæstu fjöll í nágrenni Reykjavíkur og á suðvesturhorninu yfirleitt. Skýr gata frá
Stóra-Botni í Hvalfirði upp á Vestursúlu. Stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Fjallganga
fyrir lengra komna.
kvíða og þegar leið á nóttina var hún farin
að kvíða því að svefnleysi myndi hafa áhrif
á frammistöðu hennar í fjallgöngunni. I
varnaðarskyni tók hún því svefnlyf og
hvarf henni þannig veröldin undir morgun.
Þessi dæmisaga er dregin fram til að
minna okkur á að draumar okkar og þrár
geta auðveldlega fengið okkur til að stefna
svo fast að settu marki að við leggjum
sjálfsagðar öryggisreglur á hilluna og
hugsum aðeins um að standast prófið, láta
drauminn rætast og vera ekki síðri en hinir.
ÓLÍKAR MYNDIR
Undanfarin ár hefur áhugi og þátttaka í
fjallgöngum og útivist aukist hröðum
skrefum og sífellt fleiri skilgreina útivist
sem lífsstíl.
Eins og algengt er með vinsæl áhugamál
stunda menn og konur fjallgöngur af
misjafnlega miklum áhuga og ástríðu.
Margir ánetjast þessu nýja áhugamáli og
stunda það af miklu kappi og vilja helst
ganga á fjöll allan ársins hring. Þeir sem
skipa sér í þennan hóp efna sér fljótlega í
allan nauðsynlegan búnað og fatnað og
sækja sér þekkingu í blöð, bækur og
námskeið í ýmsu sem lýtur að fjalla-
mennsku. Margir aðrir vilja aðeins stunda
þetta áhugamál yfir besta tíma ársins,
ganga á fjöll þegar sólin skín og velja sér
verkefni sem öll fjölskyldan ræður við að
leysa. Þannig getur þetta áhugamál átt sér
tvær mjög ólíkar birtingarmyndir.
A annarri myndinni brýst kappklætt
hörkutól á mannbroddum með ísöxi í
hönd upp klakabrynjuð klettabelti og
veður snjó í hné á leið sinni á tindinn.
Hörkutólið er vel tækjum búið, með GPS-
tæki, áttavita, kort, snjóflóðaskóflu,
snjóflóðaýli og er aldrei eitt síns liðs. Það
er með gott nesti og varafatnað í bakpoka
og tilbúið til að grafa sig í fönn ef þörf
krefiir.
Á hinni myndinni rólar hamingjusöm
fjölskylda upp eftir greiðfærum göngustíg
á fögrum sumardegi. Sólin skín í logninu
og allir eru á stuttbuxum og bol. Blómin
anga og fuglarnir syngja. Afi og amma
leiða barnabörnin en foreldrarnir bera það
yngsta í sérstökum burðarpoka. Þeir eldri
fræða þá yngri um það sem fyrir augu ber
og útskýra leyndardóma náttúrunnar fyrir
námfúsum börnunum. Einhvers staðar á
leiðinni er sest við gnægtaborð heilnæms
nestis í friðsælum bolla eða skógarlaut. Aii
les fýrir börnin úr Skólaljóðunum og feg-
urð landsins heillar.
ÖRYGGIÐ Á ODDINN
(EÐA TOPPINN)
Þessir tveir ólíku hópar og allir sem
fjallgöngur stunda en falla einhvers staðar
milli þeirra tveggja eiga það sameiginlegt
að þurfa að fara eftir nokkrum grund-
vallarreglum sem varða öryggi á fjöllum.
Sá sem heldur til fjalla ætti að halda sig
á göngustígum og vel merktum leiðum. Sé
farið um ótroðnar slóðir kemur til þeirrar
góðu reglu að vera ekki einn síns liðs og
helst að einhverjir viti um ferðir og áætl-
aðan heimkomutíma.
4. tbt. 2013 SKÝ 25