Ský - 01.08.2013, Síða 34

Ský - 01.08.2013, Síða 34
Tyrkjaránið vekur enn umtal og óhug / á Islandi nær 400 árum síðar: HRYÐIUVERK EÐA EINKASJÚRÁN? „Þetta var leifturárás á varnarlaust fólk," segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sem mikið hefur ritað um Tyrkjaránið árið 1627. Voru þetta átök múslíma og kristinna? Tilgangurinn virðist frekar hafa verið sá að taka gísla í þeim tilgangi að fá fyrir þá lausnargjald. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR HJÁLMTÝR HEIÐDAL - SEYLAN EHF. vo má deila um hvers eðlis þessi skyndiárás var. Hryðjuverk? Tæplega, því árásirnar á Islandi þetta örlaga- ríka sumar höfðu ekki yfirlýstan pólitískan tilgang eins og hryðjuverk nútímans. Samt verður að líta á þessa atburði í ljósi alda- langra átaka múslíma og kristinna. Einka- sjórán er ef til vill nær lagi. Tilgangurinn virðist hafa verið sá að taka gísla í þeim tilgangi að fá fyrir þá lausnargjald. Og í leiðinni að afla vista. „Tyrkirnir“ rændu útlendum villutrúarmönnum og þegnum óvinarins til að græða á því. Þetta voru atvinnumenn í sjóránum. Hefð er fyrir að tala um „Tyrkjaránið" í eintölu en þetta voru þó mörg rán sama sumarið. Oftast er talað talað um árásina á Vestmannaeyjar dagana 17. til 19. júlí þetta ár. Sú árás var langverst og mestar heim- ildir eru til um hana. Aður var ráðist á Grindavík, byggðir á Austfjörðum - í Berufirði, á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Auk þess misheppnaðist atlaga að Bessa- stöðum. VORU ÞETTA TYRKIR? Það má líka spyrja hvort rétt sé að kenna ránin við Tyrki þótt það hafi alltaf verið gert á þessum tíma þegar sjóræningjar frá Norður-Afríku áttu í hlut. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur hefur fjallað ítarlega um það í nýrri doktorsritgerð og álítur rétt í sögulegu samhengi að tala um „Tyrki“. Steinunn er á sama máli þótt Tyrkir samtímans vilji réttilega ekki taka sjóránin á sína samvisku. Ræningjarnir voru margir þegnar soldánsins í Istanbúl og voru almennt kallaðir Tyrkir á sinni tíð. Tyrkland var móðurlandið í veldi sold- ánsins en það náði vestur um alla Norður- Afríku, allt til Marokkó. Heitið Tyrkir var haft um alla músh'ma. EVRÓPSKIR TRÚSKIPTINGAR Þarna í Norður-Afríku höfðu sjóræningj- arnir bækistöðvar í kunnum ræningjasetr- um eins og Algeirsborg. Þeir stunduðu iðju sína með vitund og vilja yfirvalda í Istan- búl en voru ekki gerðir út af þeim. Þetta var ekki liður í skipulögðu stríði. Sannleik- urinn er líka sá að þarna voru með margir norðurevrópskir liðhlaupar og trúskipting- ar, einkum frá Hollandi. Steinunn segir að Hollendingar hafi kennt Alsírmönnum að smíða skipin sem notuð voru til sjórána úti á Atlantshafi og þeir voru oft kapteinar á þessum skipum. Jan Janzoon, sá sem stýrði áhlaupinu á Grindavík, var einmitt sh'kur maður og nafnkunnur í sögu sjórána. Jan þessi var þó ekki þegn soldánsins heldur heyrði hann til litlu borgríki sem kallaðist Salé og er nú hluti af höfuðborg Marokkó. 34 SKÝ 4. tbl.2013

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.