Ský - 01.08.2013, Page 40
Denzel Washington hefur verið á toppnum í Hollywood lengur en
flestir aðrir og engin merki eru um að hann hverfi þaðan í bráð. Þetta
hefur gerst jafnvel þó að hann þyki oft erfiður í samstarfi, sé ráðríkur
á tökustað og fari lítið eftir óskum framleiðenda um að taka þátt í
markaðssetningu kvikmynda. En leikhæfileikar hans eru óumdeilanlegir
og fáir hafa jafnmikla persónutöfra þegar hann vill beita þeim.
TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDiR: ÝMSIR
Denzel er ekkert lamb að leika sér við
en á móti kemur að hann er frábær
leikari," sagði Baltasar Kormákur
þegar hann var spurður um samstarfið við
Denzel Washington en Baltasar leikstýrði
honum í 2 Cuns. Og álit Baltasars samsvarar
því sem margir þeirra sem unnið hafa með
Denzel Washington segja um þennan
frábæra leikara, að hann geti verið erfiður
og vilji ráða og sé ekkert að leyna því þegar
honum mislíkar eitthvað. En eins og komið
hefur margoft í Ijós þá borgar sig að láta
þolinmæðina ráða í samskiptum við
Washington því hann er óhemju vinsæll
leikari og kvikmyndir sem hann hefur leikið í
hafa yfirleitt fengið góða aðsókn. Sem dæmi
um hvernig Washington getur hagað sér
gagnvart meðleikurum sagði einn með-
leikari hans í Courage Under Fire (1996) að
það hefði verið hræðilegur tími meðan tökur
á kvikmyndinni stóðu yfir. „Persónan sem
hann lék átti að vera verulega illa við þá
persónu sem ég lék og Denzel var ekkert að
skipta um skoðun þegar kom að raunveru-
leikanum og gerði líf mitt nánast óbærilegt
og var ég þeirri stund fegnastur þegar
tökum lauk."
Þessi ummæli eru harkaleg og ekki margir
sammála en þau segja nokkuð um stíl
Washingtons sem leikara. Hann lifir sig inn í
hlutverkin og sleppir ekki tökum á hlut-
verkinu þegar vinnudeginum lýkur. Og til
marks um jákvæðari áhrif hans á aðra leikara
sagði Tom Hanks eftir að þeir höfðu leikið
saman í Philadelphia (1993): „Þegar upp var
staðið þá lærði ég meira um leiklist með því
að fylgjast með Denzel en af nokkrum
öðrum leikara sem ég hef unnið með."