Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 17
Gunnlctugur Einarsson:
BAÐSIÐIR FVRR OG NÚ
FINNSKAR BAÐSTOFUR
I. Hinn forni baðsiður.
Sögulegar heimildir færa rök að því, að gufubaðstofur
hafi verið allvíða til hjer á landi snemma á söguöld, eins-
og annarsstaðar á Norðurlöndum. Má ætla, að fornmenn
hafi flutt með sjer baðsiðinn þaðan. Gufubaðstofurnar
náðu meiri og meiri útbreiðslu hjer á landi. Talið er, að
á Sturlungaöld hafi þær verið mjög útbreiddar, meira og
minna um allar sveitir landsins. Þær voru þá ýmist gerð-
ar sem sjálfstætt hús, — oftast í húsaþyrpingunni, og
var ýmist innan- eða utangengt í þær, — eða þær voru
jarðhýsi, annaðhvort sjálfstætt eða oftar undir íbúðar-
herbergjunum. Upprunalegri gerð þeirra er allvel lýst í
Eyrbyggju: . . . „lét Styrr gera baðstofu heima undir
Hrauni, ok var grafin í jörð niðr og var gluggr yfir ofn-
inum, svá at utan mátti á gefa, ok var þat hús ákafliga
heitt“, . . . „ok er þeir kómu í baðit, lét Styrr byrgja bað-
stofuna ok bera grjót á hlemminn, er var yfir forstof-
unni“, . .. „síðan lét hann gefa utan baðit í glugg, er yfir
var ofninum; var þá baðit svá heitt, at berserkirnir þoldu
eigi í baðinu, ok hljópu á hurðirnar“.
I Víga-Styrs sögu ok Heiðarvíga segir ennfremur um
sömu baðstofu, að húsið hafi allt verið af nýjum viðum,
„ok et rammbyggilegasta; tröppur váru fyrir húsinu upp
at ganga“.
Þessi stuttorða lýsing felur í sjer flest þau meginskil-
Heilbrigt líf
15