Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 27
Minnst 20 mínútna hvíld er nauðsynleg eftir baðið. Er
þá hollt að drekka glas af vatni, gosdrykk eða te.
Baðhitinn: Baðendur hafa sjálfir í hendi sér, hve heitt
þeir baða, bæði með því, hve mikið og ört þeir gefa á, og
eins með því, hve hátt þeir liggja í baðstofunni. Heitast er
á efsta bekk uppi við loft. Baðhitinn miðast við þann, sem
liggur á miðbekk, og er bestur, þegar mælirinn í sömu hæð
sýnir -þi 45° til + 55°.
Þessar einföldu reglur virðast ekki innihalda neina
leyndardóma, sem örlagaríkt gæti orðið að brjóta, — en þó
er það svo. Það er einkum eitt atriði, sem menn ef til vill
koma ekki auga á af sjálfsdáðum. En það er þó megin-
atriði, sem greinir finnsku baðstofuna frá öllum svipuð-
um böðum, og gerir yfirburði hennar umfram þau, einkum
í mildilegri meðferð á baðendunum, svo að hún þolist bet-
ur en öll hin. Það er fólgið í því að stökkva heitu vatni á
ofninn til þess að fá gufu. — Þegar komið er inn í hitaða
baðstofu, „er þat hús ákafliga heitt“, eins og stendur í
Eyrbyggju. Þar er þurr hiti. Rakamælir sýnir 40—50%
raka, Hitinn er ef til viil það mikill, að menn svitna skjót-
lega þar inni. Svitabað í þurrum lofthita er notað í svoköll-
uðu rómversku baði, og er það talið reyna mjög á hjartað.
Þurra loftið sogar beinlínis svitann út úr líkamanum.
Heita vatnið, sem gefið er á baðofninn, eykur rakann á
augabragði. Rakamælir sýnir skjótlega 80—90% raka. Þá
er loftið vel rakt, og menn finna Ijetta, ósýnilega gufu, sem
Finnar kalla Loyloy. Þessi raki hjálpar svitaholunum til
að opnast, og þessi litli skortur á, að loftið sje fullmettað af
gufu ýtir milt og þægilega undir svitamyndunina, en reyn-
ir lítið á hjartað. Sé köldu vatni aftur á móti stökkt á ofn-
inn, verður gufan grá og hrá og andardrátturinn verður
þyngri. En sje loftið full-mettað af rakanum, hvort heldur
er af köldu vatni eða köldum veggjum, verður gufan glóru-
Heilbrigt líf
25