Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 30
en var ljettur, endingargóður,1) fljótur að hita og þó spar-
neytinn, og kostaði ekki meira en venjulegt baðker. Það
er því ekki að undra, þótt Rásánen verkfræðingur við
Kastor-ofnaverksmiðjuna hjá Helsingfors hafi síðan ekki
haft undan að fullnægja erlendri eftirspurn, uns stríðið
skall á.
2. mynd. Finnska baðstofan í Golfskálanum. A myndinni sjest bað-
ofn, heitavatnsgeymir og legubekkir. Steinahrúgu sjest votta fyrir
upp úr kassanum á ofninum. Hliðarvatnskassinn sjest og á horni
hans ílátið, sem notað er til að gefa, á steinana. Hrísvöndur er yfir
heitavatnsgeyminum.
IV. Hin nýja tækni veitir ótal möguleilca til ágæts baðs.
Nokkrir hinna nýju finnsku ofna hafa komið hingað og
teynst prýðisvel. Sá fyrsti var settur í Golfskálann 1938
1) Að vísu reyndist þessi frumsmíði ekki sem best, enda síkynntur
nótt og dag, sökum ofsalegrar aðsóknar íþróttafrömuða allra þjóða,
uns hann ofhitnaði og eyðilagðist. íslensku íþróttamennirnir höfðu
þá gert itrekaðar tilraunir til að fá bað, en ekki tekist.
28
Heilbrigt líf