Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 31
(sjá mynd nr. 2 og 3), og hefir hann á hlið sjer fleyg-
myndaðan heitavatnskassa, til að skvetta úr, og auk þess
eirpípu-vatnslögn kringum eldhólfið til þess að hita
steypibaðsdunkinn. Önnur gerð kom í sjúkraskýli Rauða
Krossins í Sandgerði s. 1. vetur. Sá ofn hefir heitavatns-
kassa með vatnshana og steinakassa til að gefa á (sjá mynd
nr. 4). Þetta má taka af, og setja upp stóran þvottapott,
sem fylgir. Ennfremur hefir hann hitahólf, sem notað er
3. mynd. Grunnmynd af baðstofunni í Golfskálanum.
til sótthreinsunar á umbúðum. Ýmsir fleiri hafa fengið
finnska baðofna, og veita þeir allir, sem um er vitað, prýði-
legt finnskt bað. Gufubaðstofan í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar er af allt annarri gerð. Iíún er hituð með gufu-
miðstöð, steinlímd í hólf og gólf, og gufan framleidd með
því að úða köldu vatni á s.jóðheita gufumiðstöðvarofnana.
Hún á ekkert skylt við finnska baðstofu, eins og hún er.
Gufubaðstofa hefir verið reist á Eyrarbakka og Flateyri,
og veit jeg ógerla um gerð þeirra. Einnig hefir verið byggt
yfir gufuhver að Laugarvatni, Reykholti og í Hveradölum.
Þá mun að mestu tínt til, það sem til er orðið hjer á
landi í þessum efnum, og er það eftirtektarvert, að opin-
Heilbrigt lif
29