Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 33
almenningi, laus við alla fyrirhöfn og óþrifnað, er kynd-
ingu fylgir; öll fyrirhöfnin í því fólgin, að styðja á hnapp
með hæfilegum fyrirvara (1—2 tímum) áður en bað á að
takast. Ætla má, að þetta hafi gerbreytingu á baðsiðum í
för með sjer, og hana til stórmikilla bóta, og meira en hægt
er að gera sjer ljóst fyrirfram. — Vafalaust mun þó betra
að stækka miðstöðvarof ninn, sem fyrir er, til mikilla muna,
5. mynd. Baðherbe7-gi G. E., læknis, með t
Œ- E - L»ftcar ■fí'.Uuof',, J
[ rri
v J - j —^ JÍÍq -a3 tf. ror O
SntL^tnc}.
afhituðum gufubaðsldefa.
eða setja annan, þar eð baðherbergin eru vanalega hellu-
lögð, steinlímd og máluð, en ekki þiljuð innan, og komast
því illa af með geislahitun einvörðungu. Þessir rafbaðofn-
ar eru auk þess afar hentugir þar sem raforka er, en ekk-
ert bað, því að víða hagar svo til í húsum og á sveitaheim-
ilum, að til eru smáherbergi lítið notuð (ruslakompur!),
eða jafnvel ónotuð stór herbergi, þar sem auðveldlega má
afþilja klefa til baðs (sjá meðf. teikningu nr. 6). Útbúa
má ofninn svo, að hann hiti sjálfur ágjafarvatn sitt, en
Heilbrigt líf
31