Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 36
ílát rjett undir mælinum. Kemur þá fram munur á mæli-
stigum mælanna, og er hann því meiri, sem loftið er þurr-
ara, sökum þess að uppgufun af vatni (þarna úr ræmunni)
hefir alltaf kælingu í för með sjer, og því meiri, sem loftið
er þurrara og gerir uppgufunina örari. Þessi kæling kem-
ur þarna fram á þeim mælinum, sem ljereftsræman er
fest við. Þessi rakamælir er alltaf rjettur, ef fyrir því er
sjeð, að setja vatn í vatnsílátið a. m. k. einum stundar-
fjórðungi áður en af er lesið og gæta þess, að vatnið, sem
notað er, sje álíka heitt og hitastig herbergisins.
Nú er eftir að vita, hve mikill munurinn á að vera á
mælunum, þegar baðað er, til þess að fá hið rjetta rakastig,
og um leið hið rjetta gufubað, því að mælarnir breytast
fljótt eftir hverja „ágjöf“. Eftir því sem meira er gefið á,
nálgast þeir báðir sömu töluna og rakastigið hækkar. En
í byrjun baðs er oftast langt á milli þess hitastigs, sem
mælarnir sýna, og táknar það þurrt loft, lágt rakastig, allt
niður í „rómverskt“ bað, sem reynir mjög á svitakirtlana.
Meðfylgjandi tafla, lesin línurétt, sýnir þetta mjög greini-
lega innan þeirra takmarka, sem best eru talin, og ætti
hún að vera fest upp í baðstofuna, við hliðina á hitamæl-
unum, þ. e. rakamælinum, eins og þeir heita báðir saman.
Þurri hitamælirinn (herbergishitinn) Raki hitamælirinn (í súglausu lofti) Tilsvarandi raki (svona hér um bil)
a) Fyrir börn: lægst + 35° milli + 34° og-|- 35<= 93°/0 - 95+
hæst + 40° þ37° - + 40° 83+ - 95+
b) Fyrir fullorðna: lægst + 40° þ37° - + 40° 83+ - 95+
f + 45° þ41,5°- + 45° 80+ - 95+
best i til til til
( + 50° p 41 °- + 44,5° 59+ - 74+
hæst + 55° þ 40,5° - + 44° 40+ - 52+
34
Heilbrigt líf