Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 39
Jóharrn Sœmundsson:
OFFITA
Öll meltanleg fæða, er vjer neytum, leysist upp í melt-
ingarfærunum og verður fljótandi. Meltingarsafarnir og
efnakljúfar þeirra leysa fæðuna sundur að svo miklu leyti,
sem það er hægt. Fæðan síast síðan gegnum þarmaslím-
húðina, uppleyst í vatni, inn í blóðið og berst með því
um allan líkamann, heim til hverrar frumu.
Hver fruma tekur til sín það, er hún þarfnast, ekki ein-
ungis til viðhalds sjer, heldur einnig allt, sem hún þarfn-
ast til að geta unnið hlutverk sitt í frumusamfjelagi lík-
amans. Jafnframt skila frumurnar frá sjer úrgangs- og
slitefnum út í blóðið. En líkaminn losnar við þessi efni
jafnóðum, aðallega með andardrættinum, þvaginu og svit-
anum.
Þannig er byggt upp og rifið niður í sífellu, og skipst á
efnum. Það er þetta, sem nefnt er efnaskipti líkamans.
Það er alkunnugt, að sumt fólk heldur sömu þyngd
mánuðum, árum og jafnvel áratugum saman. Þessi stað-
reynd hefir opnað augu manna fyrir því, að líkaminn ætti
í fórum sínum einskonar furðulegar metaskálar, þar sem
allt er metið og vegið, án þess að oss sje þetta ljóst. I raun
og veru eru þessar metaskálar líka til í líkamanum, og er
það einkum starf skjaldkirtilsins að vaka yfir efnaskipt-
um líkamans og stilla þeim í hóf.
Efnaskipti líkamans eru eldlaus bruni. Franski eðlis-
fræðingurinn Lavoisier, sem hálshöggvinn var á stjórnar-
Heilbrigt líf
37