Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 43
En auk þess sem offitan er lýti á mannlegum líkama, lýti,
sem margir leggja fje og fyrirhöfn í sölurnar til þess að
losna við ef hægt væri, getur hún haft í för með sjer
sjúklegar líffærabreytingar og truflað eðlilega líffæra-
starfsemi, ef veruleg brögð eru að henni.
Þegar um er að ræða skaðsamlegar afleiðingar offitu,
eru það einkum hjartað og æðakerfið, sem koma til greina.
Offita hefir í för með sjer aukið erfiði fyrir hjartað, og
er augljóst mál, að hjartað þarf meira fyrir að hafa að
dæla blóðinu um of þungan og fyrirferðarmikinn líkama
en holdgrannan. Aukin vinna krefst örari blóðrásar, örari
hjartastarfsemi. Það er aukin vinna að hreyfa of feitan
líkama, líkt og það er erfiðara að bera byrði en ganga
laus.
Offita hefir oft hækkun á blóðþrýstingi í för með sjer,
og reynir það æðakerfið sem heild.
Feitu fólki hættir allmjög til lungnakvefs og mæði. Það
svitnar oft mikið og einkum hættir feitum konum við
að fá afrifur og útbrot undir brjóstum, vegna þessa aukna
svita, og yfirleitt þar, sem tveir húðfletir liggja hvor að
öðrum.
Hægðatregða siglir oft í kjölfar offitu, ef til vill vegna
hreyfingarleysis og óhentugs mataræðis, og hið sama
gildir um magakvef.
Offita veldur einnig því, að mótstöðuaflið í hitasóttum,
t. d. lungnabólgu, er minnkað, og er það oft langþreytt
hjarta, sem eigi þolir áreynsluna. Þá má loks geta þess, að
feitt fólk þolir meiriháttar skurðaðgerðir fremur illa.
Af þessu yfirliti má ljóst vera, að offita er hvergi nærri
meinlaus kvilli, þegar öllu er á botninn hvolft, og er að
vísu leitt að valda feitlagnu fólki, er þetta les, áhyggj-
um. En sú er bót í máli, að mikið getur hver og einn gert
sjálfur til þess að verjast þessum kvilla og byggja honum
út, þótt hann hafi komist inn fyrir þröskuldinn.
Heilbrigt líf
41