Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 46
um hæfilega háum. Um hollustuna þarf ekki að fara
mörgum orðum, því að fólki er nú fullkunnugt um bæti-
efna- og saltauðgi grænmetis og heppileg áhrif þess á
meltinguna.
Þá er hinn fæðuflokkurinn, sem leyft er að neyta, en
það er eggjahvíturík fæða.
Eggjahvítuefnin eru ekki fitandi. Magur fiskur, svo
sem þorskur og ýsa, magur mjólkurostur, kjúka, magurt
kjöt, bæði hvítt og dökkt, svo sem fuglakjöt, svínakjöt,
kálfskjöt, nautakjöt og kindakjöt: allt þetta má feitlagið
fólk borða. Einungis verður að gæta þess að taka fituna
frá og forðast feitar sósur eða feiti með þessum mat. Lík-
aminn hefir sjerstök ráð til þess að afgreiða eggjahvítu-
ríka fæðu, og fer allt öðruvísi að en þegar neytt er feitrar
og kolvetnaríkrar fæðu. Ef vjer neytum meira af sykur-
efnum, þ. e. kolvetnum, og fitu, en erfiðið við dagleg störf
krefst, er því, sem umfram er, miskunnarlaust safnað
í forðabúr sem fitu. Þetta á sjer aldrei stað um eggja-
hvíturíku fæðuna. Líkaminn þarfnast ákveðins magns af
eggjahvítu til þess að halda sjálfum sjer við og endurbæta
allt slit, og niður fyrir það lágmark má ekki fara í fæð-
unni, ef allt á að fara vel.
En það gerir ekkert til, þótt borðað sje meira af mögru
kjöti eða fiski heldur en nauðsynlegt er til þessara brýnustu
þarfa. Það fitar ekki. Eggjahvítuefnin innihalda köfnun-
arefni, eins og mörgum mun kunnugt, og berist óvenju-
mikið að í fæðunni af því, losar líkaminn sig við þeim
mun meira, gegnum nýrun með þvaginu; en söfnun í
forðabúr eða birgðasöfnun á sjer ekki stað.
Á þennan hátt fylgir eggjahvítuátinu að nokkru leyti
örvun á efnaskiptum líkamans, og eggjahvíturíka fæðinu
hefir verið raðað niður einmitt með hliðsjón af því, hversu
það örvar efnaskiptin. Fremst í flokki er osta-eggja-
44
Heilbrigt líf