Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 47
hvítan (kaseín), síðan eggjahvítan í kjöti, mjólk, ertum
og eggjum.
Eigi má skiljast svo við þetta efni, að eigi komi dálítil
aðvörun almenns eðlis gagnvart miklu eggjahvítuáti. Of-
fita sækir oftast á nokkuð roskið fólk, á þeim aldri þeg-
ar hjarta og nýru eru farin að mæðast nokkuð við hið sí-
fellda strit, sem þessi líffæri hafa.
Það er augljóst, að erfiðara er fyrir hjartað að dæla
mjög miklu af köfnunarefni gegnum síu nýrnanna, held-
ur en litlu; og sje hjartað eða nýrun farin að láta á
sjá og missa þrótt, eins og oft á sjer stað, þegar offita
hefir staðið lengi, er betra að fara varlega í eggjahvítu-
átið, án þess þó, að ástæða sje til að beita mjög ströng-
um hömlum.
Fjöldi fæðutegunda er mitt á milli þess, sem er strang-
lega skammtað, og þess, sem er frjálslega leyft. Það er
mikill munur á því, hvort fólk borðar með kaffinu eða te-
inu eina sneið af ósætu, úrgangsmiklu heilhveitibrauði,
sem engin feiti er notuð í við baksturinn, og ósætt hart
brauð, eða hvort fólk borðar í stað þessa kökur eins og t.
d. sódaköku úr hveiti, smjöri, sykri, eggjum o. s. frv.
Að lokum skulu aðalatriðin dregin saman í örstutt mál:
Þeir, sem þjást af offitu eða hafa augljósa tilhneigingu
til hennar, verða að gæta hófs í mat. Einkum ber að forð-
ast eftir megni alla feiti, rjóma og matarolíur, þá sykur
og sælgæti og allan mat, sem í er þetta tvennt (syk-
ur og feiti) í stórum stíl, svo sem kökur. Þá ber að tak-
marka neyslu mjölmatar, hverju nafni sem nefnist, sök-
um þess, hversu kolvetna- eða sykurefnaríkur hann er.
Sama máli gegnir um kartöflur. I stað sykurs má nota
saccharín eða krystallose, sem hvorttveggja er vita nær-
ingarsnautt. Það litla, sem borðað er af brauði, ætti að
vera heilhveitibrauð eða gróft rúgbrauð, sökum þess, að
þessar brauðtegundir eru urgangsmeiri en venjuleg hveiti-
Heilbrigt líf
45