Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 48
brauð eða normalbrauð, sem er gert úr síuðu rúgmjöli.
Þar við bætist, að þessi brauð eru hollari sökum bætiefna-
auðgi. Með kaffi eða tei ber að borða ósætt brauð, mjúkt
eða hart eftir atvikum, lítið af smjöri, en talsvert af mögr-
um osti. Mysuostur kemur eigi til greina sökum sykur-
magnsins.
Einkum ber að borða ljett grænmeti og káltegundir, svo
sem hvítkál, blómkál, grænkál, gulrófur, næpur, gulrætur,
tómata, salat, spínat og svo framvegis. Ennfremur eggja-
hvítaríka fæðu, svo sem magurt kjöt ýmissa tegunda og
magran fisk, svo sem þorsk og ýsu, magran mjólkurost og
egg í hófi.
Þó ber að gæta varúðar með þessar fæðutegundir, ef
einkenni eru um byrjandi hjartaveilu, æða- eða nýrna-
sjúkdóma, og er ráðlegt, að láta lækni sinn veita alla leið-
sögn um þetta atriði. Á þennan hátt er hægt að afreka
miklu með matarvalinu og matarhæfinu einu saman. Með
þessu er dregið úr tekjum líkamans og komið í veg fyrir
birgðasöfnun af hans hálfu. En með aukinni hreyfingu
og vinnu er hægt að auka útgjöld líkamans og ná enn betri
árangri. Nú er mörgum ókleift að breyta um atvinnu,
enda óþarfi. En sje hreyfingin ófullnægjandi eða áreynsl-
an við störfin, má bæta það upp með göngum eða hófleg-
um íþróttaiðkunum undir beru lofti, sundi, skíðaferðum,
skautaferðum, tennis, golf o. s. frv. eftir árstíðum og
staðháttum.
Rjett er fyrir feitt kyrrsetufólk að fara sjer hægt í
fyrstu með alla líkamlega áreynslu, en fikra sig áfram.
Ganga fyrst á jafnsljettu, en bæta síðar við smábrekkum
eða þess háttar.
Engum sjúklingi, sem sætir megrunarmeðferð, á að líða
illa. Hann á aldrei að þurfa að kvarta um sult, og smátt
og smátt á líkamleg vellíðan að fara vaxandi eftir því
sem vogin segir honum góðan árangur. Nauðsynlegt er
46
Heilbrigt líf