Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 51
artölu (10,2%c), sem skráð hefir verið hjer á landi. Ung-
barnadauðinn er minni en nokkurntíma áður (29,2%c), og
minni en þekkist í nokkru öðru landi heimsins. Berkla-
dauðinn líka minni en nokkru sinni áður. Var árum sam-
an í efstu röð, en er nú í 6. röð dánarmeina, líkt og er-
lendis þar sem þykir horfa vel um berklavarnir. íslenskar
berklavarnir reynast því vel, og mun árangurinn fara enn
batnandi. Dauði úr krabbameini er nokkru minni en áð-
ur (1,2 %c), og því ástæðulaust að hræða landsmenn á því
að meinsemdir og „hrörnunarsjúkdómar" sjeu að ríða
þjóðinni að fullu, einsog heyrst hefir í blöðunum. Barn-
koman er sífellt að minnka, og var í fyrsta skipti undir
20 %o. Einkum er lítið um fæðingar í sumum sveitum. Sem
dæmi er í Heilbrigðisskýrslunum nefnd Auðkúlusókn í
Blönduóshjeraði. Þar átti sjer ekki stað nema ein fæðing
árið 1938 — en að vísu tvíburafæðing! Hinsvegar er frjó-
semin í lagi austan Blöndu.
Það væri mjög þarft, ef heilbrigðisstjórnin vildi hlut-
ast til um, að fram færi á öllum spítölunum í Reykjavík
og nágrenni höfuðstaðarins rannsókn banameina þeirra,
sem þar deyja, líkt og á sjer stað í Landspítalanum, og
þarf aðstoðar Rannsóknarstofu Háskólans í því skyni.
Farsóttir.
Alls eru skráðir 25.881 sjúklingur. Kvefsótt og
kverkabólga var líkt og fyrirfarandi ár. — Barna-
veiki varð ekki vart á árinu. — Barnsfarasótt
fengu aðeins 13 konur. — Taugaveiki aldrei minni
— aðeins 3 sjúklingar. Smitberar eru nokkrir á landinu,
og gefa hjeraðslæknar þeim gætur. Hjeraðslæknirinn á
Blönduósi tók gallblöðruna úr taugaveiki-smitbera, en
sýklarnir lifa í gallinu. — Inf 1 ú e n s u-sjúklingar voru
1301, en enginn innlendur maður fjekk mislinga.
Kveflungnabólgu og taksótt fengu 637 menn,
Heilbrigt líf -— U 49