Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 53
hrundu niður úr þessum ægilega sjúkdómi. Samkvæmt
prestakallaskýrslum fæddust í Vestmannaeyjum 117 börn
á árunum 1838—42. Af þeim dóu 74 úr stífkrampa. Þetta
upplýsir fyrrv. hjeraðslæknir Sigurjón Jónsson í „Skírn-
is“-grein sinni nýlega, sem er einkar fróðleg og prýðilega
samin.
Ný veiki er komin til sögunnar hjer á landi, sem sje
Psittacosis eða páfagaukapest, sem þekkst
hefir um nokkurt skeið erlendis, en er hjer á landi rjett
nefnd fýlungapest. Lýsir sjer einkum sem lungna-
bólgufarsótt. Landlæknir hafði fregnir af, að þessi veiki
gerði vart við sig í Færeyjum, og var smitunin rakin til
fýlunga; en erlendis eru það annars páfagaukar, sem
smita fólk. Fýlungatekja er aðallega stunduð hjer á landi
í 2 læknishjeruðum — í Mýrdal og í Vestmannaeyjum.
Fýlunginn er tekinn í ágústmánuði (rotaður með priki af
sigamönnum). Fuglinn er reyttur og matreiddur nýr, salt-
aður eða reyktur, og þykir herramannsmatur þeim, sem
alast upp við fýlungann. Eftir að landlæknir vakti
eftirtekt hjeraðslæknanna á sjúkdómnum, fannst hann,
a. m. k. í Vestmannaeyjum, því að lungnabólga stakk sjer
þar niður um veiðitímann, en eingöngu hjá konum, sem
reyttu fýlunga. Ekki koma sjúklingarnir þó til framtals
fyrr en á árinu 1939. Eftir að uppvíst varð um fýlunga-
pestina, fjekk landlæknir því til vegar komið, að Alþingi
setti heimildarlög um bann við fýlungatekju.
Aðrir næmir sjúkdómar.
Kynsjúkdómar voru svipaðir og áður, 648 sjúkl-
ingar með lekanda, en 6 með syfilis (sárasótt). Hannes
Guðmundsson, húð- og kynsjúkdómalæknir í Reykjavík,
telur fram 11 börn með lekanda, á aldrinum 1—10 ára,
130 konur 15—60 ára, en 290 karla. Eigi allfáir karlmenn
fengu jafnframt eistnabólgu og bólgu í blöðrukirtil, en
Heilbrigt líf
51