Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 54
10 konur bólgu í eggjagöng. Stórkostlegar framfarir hafa
orðið í lekandalækning síðustu árin, og eru notuð áþekk
lyf sem hið nýja lungnabólgumeðal M & B 693. Lekandi er
talinn ekki ótíður í Hafnarfjarðarhjeraði, en slæðingur
hjer og hvar um landið að öðru leyti; líka í sveitum. Svo
er að sjá á ummælum hjeraðslækna sem þeir geri ráð fyrir
lekanda í kjölfari „síldarsöltunar og ferðamannastraums“.
Berklaveiki. Hjer kemur að einum merkasta kafl-
anum í Heilbrigðisskýrslunum. Berklarnir eru á hröðu
undanhaldi. Landlæknir kemst svo að orði: „Berkladauð-
inn hefir nú mjög látið sjer segjast og loks hrapað í það
sæti, sem hann á sjer í nágrannalöndum þeim, þar sem
vel þykir horfa um berklamálin, þ. e. í 6. röð dánarmeina,
neðan við lungnabólgudauðann, og hefir vel skipast á fá-
um árum, frá því er hann var árum saman í efstu röð. Er
berkladauðinn nú bæði tölulega og hlutfallslega minni en
hann hefir nokkurntíma orðið, síðan farið var að skrá
hann sjerstaklega (1911), og sömuleiðis heilaberkladauð-
inn, er nemur nú aðeins 12,3 % alls berkladauðans, og
sýnir það ef til vill fremur en annað, að strjálast 'tekur
um nýsmitun berklaveiki í landinu“.
Alls dóu úr berklaveiki 106. Sem dæmi um hve veikin
er að láta undan síga má nefna, að 75 dóu úr lungnaberkl-
um, móti 112 árinu áður, en 13 úr heilahimnuberklum,
móti 28 árinu á undan.
Berklalæknir Sig. Sigurðsson birtir skýrslu um berkla-
varnirnar. Nú fer berklalæknirinn víðsvegar um landið,
ásamt aðstoðarlæknum sínum, og skyggnir fólk í þús-
undatali með röntgengeislum, til þess að leita uppi þá,
sem sýktir eru, og til þess að hafa uppi á smitberunum.
Og vitanlega eru auk þess gerðar ýmislegar rannsóknir
aðrar. — Það hefir varla áður verið gerð eins hörð
hríð að neinum sjúkdómi hjer á landi, einsog þessi mikli
hernaður gegn tæringunni, sem berklayfirlæknirinn veitir
52
Heilbrigt líf